Málfregnir - 01.05.1992, Síða 12
1911, en síðan rak hver bókin aðra í tvo
áratugi, og voru þær þá orðnar 24 auk
inngangsbindis um íslenska menningu á
víkingaöldinni. Parna komu allar helstu
íslendingasögur og báðar Eddurnar,
einnig úrval úr konungasögum, fornald-
arsögum og Sturlungu. í Altnordische
Saga-Bibliothek birtust hins vegar
íslensku textarnir á frummálinu með
skýringum á þýsku og ritgerðum sem
voru í senn fræðilegar og alþýðlegar. Sú
merka og fagra útgáfa var síðan tekin til
fyrirmyndar hér heima þegar byrjað var
að gefa út ritsafnið íslenzk fornrit.
Auk Thule-útgáfunnar birtust ýmsar
aðrar þýskar þýðingar íslenskra fornrita
á fyrstu áratugum aldarinnar. En Thule-
safnið var vinsælast, seldist í stórum
upplögum og var prentað aftur og aftur,
bæði í heild sinni og einstök bindi eða
úrval úr sögum. Nú þykja gömlu Thule-
þýðingarnar nokkuð úreltar eins og við
er að búast. Komnar eru nýjar og endur-
bættar útgáfur margra hinna íslensku
frumtexta. Rannsóknir hafa leitt í ljós
réttara skilning á ýmsum atriðum í bók-
menntunum. Þýsk tunga hefur breyst, og
mundi nú margt útlagt öðruvísi en gert
var fyrir 6-8 áratugum. Þó er enn í dag
verið að endurprenta sum bindin úr
þessari gömlu útgáfu, og sýnir það að
engin ný hefur komið fullkomlega í
hennar stað.
Smám saman hafa þó verið að birtast
ýmsar nýjar þýðingar. Má sérstaklega
geta þess að fyrir nokkrum árum var
hafin ritröð þýðinga undir heitinu
„Saga“, og fylgdu þýðingunum vandaðar
skýringar og fræðilegar ritgerðir. Af ein-
hverjum ástæðum hefur orðið hlé á
þeirri útgáfu, og væri brýnt að halda
henni áfram. En hún getur ekki komið
að öllu leyti í stað Thule-útgáfunnar sem
náði til fjöldans.
Full ástæða er til að feta í spor hinna
gömlu hugsjónamanna og gera nýja
þýska þjóðarútgáfu íslenskra fornrita.
Hún mætti í fyrstu atlögu vera minni að
vöxtum helduren Thule-útgáfan. Hópur
röskra framkvæmdamanna þarf að undir-
búa verkið. Gera þarf allvænt úrval
hinna merkustu rita og leita samvinnu
við einhvern öflugan þýskan útgefanda
sem fær sé um að koma bókunum út
meðal fólksins. Við þýðingarnar ber að
gæta þess að hér er um að ræða bók-
menntaverk fremur en fræðirit. Og því
ntá aldrei gleyma að íslensk tunga er ein
og samhengi bókmenntanna óslitið.
Samfara fornritaútgáfunni eiga einnig að
koma þýðingar valinna íslenskra rit-
verka frá síðari tímum.
Vert er að nefna með lofi og þökk að
um þessar mundir er forlagið Steidl í
Göttingen að gefa út stórmyndarlegt
safn af skáldverkum Halldórs Laxness.
Kvikmyndir og sjónvarp
Að lokum skal stuttlega minnst á kvik-
myndir og sjónvarpsþætti. Engum getur
blandast hugur um að kvikmyndin er
áhrifamesti miðill nútímans. Jafnvel
ófullkomin kvikmynd nær betur til fjöld-
ans heldur en hin ágætasta prentuð bók
eða snillilegt talað orð.
Oft hefur verið um það rætt að íslensk-
ar fornsögur séu vel fallnar til kvikmynd-
unar. Efnið er leikrænt og harmsögulegt
og þó jafnframt skemmtilegt, persónur
fjölbreyttar og skýrt mótaðar, leiksviðið
stórbrotin náttúra íslands. Nokkrum
sinnum hefur verið reynt að kvikmynda
tilteknar sögur eða líkja eftir efni forn-
sagnanna í kvikmyndum, og hefur sumt
lánast bærilega, en þó verður ekki sagt
að nein slík tilraun hafi heppnast til
hlítar. Af því má þó ekki marka að við-
fangsefnið sé óleysanlegt. „Aller Anfang
ist schwer“, bágt er að byrja verk, segir
þýskt orðtak. Það er víst að áfram
verður reynt að festa efni fornsagnanna
á filmur, og mun þá smám saman takast
betur en hingað til.
Þáttur í meiri og betri kynningu ís-
12