Málfregnir - 01.05.1992, Side 8

Málfregnir - 01.05.1992, Side 8
lifandi enn í dag. Ef menn kunna nútímamálið ná þeir sjálfkrafa með yfir- burðum valdi yfir fornmálinu, og jafn- framt gefst þeim tæki til að ræða við fólkið í landinu og kynnast til hlítar lífi þess og menningu. Sem betur fer hafa nú flestir skilið þetta og kenna íslensku með lifandi nútíma-framburði. (Auðvitað getur enginn bannað öðrum Norðurlanda- mönnum að bera fram með fornu lagi einstök hljóð sem haldist hafa í þeirra málum, en breyst í íslenskunni.) Á ensku og þýsku málsvæðunum starfa ýmis félög þeirra manna sem leggja stund á Norðurlandamál og norræn fræði. Elst og kunnast er Víkingafélagið enska, The Viking Societyfor Northern Research, sem fagnar hundrað ára afmæli sínu á þessu ári. Félagið hefur frá öndverðu gefið út tímarit eða safnrit sem nefnist Saga Book of the Viking Society. Eins og þessi nöfn benda til sinnir Víkingafélagið einkum norrænum fomfræðum með íslenskar fomsögur í öndvegi. En félögin í Banda- ríkjunum og Kanada sinna einnig norræn- um nútímamálum og -bókmenntum, enda bera þau rýmri nöfn: Society for the Advancement of Scandinavian Study (SASS) í Bandaríkjunum og Association for the Advancement of Scandinavian Stu- dies í Kanada. Félög þessi halda árlega fjölsóttar samkomur fræðimanna, og er það mál kunnugra að þar sé ekki minnst vert um þá fyrirlestra og þær umræður sem helgaðar eru íslenskum fornbók- menntum. Þýska félagið var stofnað í Reykjavík árið 1973 meðan hér fór fram alþjóðleg ráðstefna um fomsögumar okkar, „Intemational Saga Conference". í*að nefnist nú Vereinigung der Skandi- navisten der deutschsprachigen Lander, og í samræmi við fæðingarstað sinn og áhuga- svið forgöngumanna er mest rækt lögð við íslenskar fornbókmenntir í starfsemi félagsins og á samkomum þess. Til örvunar sendikennslunni við hina erlendu háskóla er veittur ofurlítill stuðningur héðan að heiman eins og fyrr er að vikið. Satt að segja eru þessir styrkir svo kotungslegir að það er okkur tæplega vansalaust, og þyrfti að hækka þá myndarlega ef eitthvað ætti um þá að muna. Þess má og geta að íslendingar hafa veitt nokkrum erlendum háskóla- bókasöfnum dálitla styrki til að kaupa íslenskar bækur. Um þessa styrki má svipað segja sem um kennslustyrkina: Bókagjafirnar eru umfram allt gefnar í viðurkenningar skyni og til örvunar — en auðvitað munar um allt, ekki síst þar sem íslenskur bókakostur er lítill fyrir. Margt smátt gerir eitt stórt. íslenskukennsla fyrir útlendinga í Háskóla Islands Við Háskóla íslands fer fram kennsla í íslensku fyrir erlenda stúdenta, og ljúka þeir náminu með sérstöku prófi ef þeim endast efni og ástundun. Telja má að af hálfu Háskólans sé prýðilega séð fyrir þessari kennslu, enda hefur árangurinn orðið mjög góður, og aðsókn fer vax- andi. Á þessum vetri eru um 130 náms- menn að læra íslensku við Háskólann. Auk þessa er kennd íslenska við ýmsa aðra málaskóla hérlendis. Haldin eru stutt sumarnámskeið í íslensku á vegum Háskólans og fleiri aðila. Námskeið þessi eru fjölsótt og vinsæl og vafalaust til mikillar hressingar, þótt málið verði vitanlega ekki numið til hlítar á svo sem mánaðar tíma ef menn kunna lítið fyrir. í tengslum við útlendingakennslu Háskólans veitir íslenska ríkið styrki handa stúdentum sem hingað sækja. Frumkvæði að styrkjum þessum átti Birgir Thorlacius, þáverandi ráðuneytis- stjóri menntamálaráðuneytisins, á sjötta tug aldarinnar. Styrkirnir urðu beinlínis aflvaki útlendingakennslunnar. Þeim hefur fjölgað smátt og smátt, en vitan- lega mundi þegið að þeir væru bæði fleiri og ríflegri. Á þessum vetri njóta hins íslenska styrks aðeins átján stúdentar af 8

x

Málfregnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.