Málfregnir - 01.05.1992, Side 9

Málfregnir - 01.05.1992, Side 9
þeim stóra hópi sem stundar íslensku- námið. Bókmenntakynningarsjóður Fyrir nokkrum árum var stofnaður hér- lendis svonefndur Bókmenntakynningar- sjóður sem hefur það hlutverk að greiða götu íslenskra bókmennta á erlendum vettvangi. Ekki er sá sjóður gildur enn sem komið er, en kynni og ætti að eflast sem fyrst. Um styrki þá sem hingað til hafa verið veittir má svipað segja sem um stuðninginn við íslenskukennsluna erlendis. Þeir hrökkva skammt til að kosta þýðingar og útgáfur, en veita mikilvæga örvun, því að hinir erlendu útgefendur marka af þeim að verkinu fylgir viðurkenning og góður hugur frá heimalandinu. Stofnun Sigurðar Nordals Loks er þess að geta sem mikils er um vert að á aldarafmæli Sigurðar Nordals, 14. september 1986, setti menntamála- ráðherra á fót stofnun sem ber nafn hans með því hlutverki „að efla hvarvetna í heiminum rannsóknir og kynningu á íslenskri menningu að fornu og nýju og tengsl íslenskra og erlendra fræðimanna á því sviði“. Nordalsstofnun hefur þegar orðið mikið ágengt við að sinna sínu ætlunar- verki. Hún hefur staðið fyrir ráðstefnum og boðið til þeirra ýmsum hinum fremstu erlendu háskólamönnum sem stunda og stjórna íslenskukennslu í heimalöndum sínum. Henni hefur verið falin yfirum- sjón með íslensku sendikennslunni er- lendis. Hún gefur út fréttabréf tvisvar á ári og sendir til um níu hundruð einstak- linga og stofnana sem sinna íslenskum fræðum víða um heim. Forstöðumaður stofnunarinnar, Úlfar Bragason, hefur verið vakinn og sofinn að skapa og efla tengsl við hinar erlendu stofnanir, meðal annars með því að sækja almenna fundi erlendra norrænufræðinga. Nýlega fór hann til Japans með styrk frá svo- nefndum Sasakawa-sjóði sem gefinn var af japönskum efnamanni til að styrkja tengsl milli Japans og Norðurlanda. í Japan hitti hann að máli marga þarlenda áhugamenn um íslenska tungu og bók- menntir. Má vænta þess að sú för verði upphaf nánari og skipulegri samvinnu við hina fjarlægu þjóð. Að síðustu skal minnst á tvö nýmæli sem brátt mun fara að gæta og bæði varða það efni sem hér er til umræðu, eflingu og kynningu íslenskrar tungu og menningar: Málræktarsjóður Málræktarsjóður var stofnaður 7. mars 1991. Um margra ára skeið hafði verið unnið að stofnun hans að frumkvæði og með forgöngu Baldurs Jónssonar, for- stöðumanns íslenskrar málstöðvar. Stofnframlag til sjóðsins, 100.000 sænsk- ar krónur', barst frá Sænsku akademíunni þegar hún sótti ísland heim sumarið 1989, en síðan hafa fleiri aðilar lagt vel af mörkum eða gefið fyrirheit um stuðn- ing. Um undirbúning að stofnun Málrækt- arsjóðs má lesa í Málfregnum 5,1 1991, bls. 3-7, og skipulagsskrá hans er birt í sama hefti, bls. 8-11. Þar segir (í 5. gr.) að meginmarkmið sjóðsins sé að „styðja hvers konar starfsemi til eflingar ís- lenskri tungu og varðveislu hennar sam- kvæmt nánari ákvæðum þessarar skipu- lagsskrár“. Þegar Málræktarsjóður verður farinn að starfa með þeim styrk sem ráðgert er, mætti eitt viðfangsefni hans vera að glæða og efla þekkingu á íslenskri tungu meðal annarra þjóða. Snorrastyrkir Á samkomu sem haldin var á liðnu hausti til að minnast þess að 750 ár voru liðin frá vígi Snorra Sturlusonar, lýsti 9

x

Málfregnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.