Málfregnir - 01.05.1992, Qupperneq 24

Málfregnir - 01.05.1992, Qupperneq 24
Ritfregnir eftir Baldur Jónsson íslenzkt orðtakasafn. Eftir Halldór Halldórsson. 3. útgáfa aukin og endur- skoðuð. íslenzk þjóðfræði. Almenna bókafélagið. Reykjavík 1991. 569 bls. Þetta er eitt af öndvegisritum okkar um íslenskt mál og kemur nú út í þriðja sinn. Það er fagnaðarefni að fá það í hendur aukið og endurskoðað af höfundi sjálfum og allt í einu bindi. Halldór Halldórsson prófessor, sem stendur nú á áttræðu, er öllum mönnum fróðari um íslensk orðtök fyrr og síðar. Hann hóf rannsóknir á þeim um 1950, og um það efni fjaliaði doktorsrit hans, íslenzk orðtök. Drög að rannsóknum á mynd- hverfum orðtökum í íslenzku, sem kom út í Reykjavík 1954. Hann treysti þá í sessi heitið orðtak um það fyrirbæri sem hér um ræðir, en áður var orðanotkun á reiki og hugtakið illa afmarkað. Orðin myndhverfur (d. metaforisk) og mynd- hvörf (d. metafor) hafði hann búið til. Myndhverf orðtök eru föst orðasambönd sem hafa aðra merkingu en einstök orð þeirra segja til um. Þegar maður er sagð- ur draga ýsur dregur hann engar ýsur heldur dottar. Alkunna er hve mjög orðtökum hætt- ir til að gangast í munni og ruglast. Sem dæmi mætti nefna orðtakið *að stemma stigu við e-u. Sú afbökun er reyndar ekki til í bókinni, en heyrist þó oft. Lík- legast er að þarna slái saman tveimur orðtökum. Annað þeirra er eflaust að stemma stigu fyrir e-ð (sbr. bls. 455) og hins vegar líklega að reisa rönd við e-u (sbr. bls. 384). Þeim sem eru í vafa um rétta meðferð orðtaks er því ráðlagt að fletta upp í íslenzku orðtakasafni. Þar eru rakin helstu tilbrigði hvers orðtaks ef því er að skipta, getið heimilda um þau og elstu dæma og fylgja skýringar á uppruna eða skýringartilgátur. Ritið er því bæði stórfróðlegt og gagnlegt. í þessari nýju útgáfu hefir verið bætt við allmörgum orðtökum sem voru ekki í fyrri útgáfum. Höfundur segir í for- mála að þetta séu orðtök sem hann hafi rannsakað síðan orðtakasafnið kom út í fyrsta sinn 1968-1969. Sem dæmi um viðbót má nefna hér orðtakið að koma inn í myndina (bls. 341). Þess verður ekki vart fyrr en eftir miðja þessa öld. Ekki er við því að búast að íslenzkt orðtakasafn sé alveg tæmandi. Ég nefni hér fáein orðtök sem ég finn ekki í bók- inni, flest mjög ung: það eru (mörg) Ijón á veginum (úr biblíumáli), herða sultaról- ina, fá grœnt Ijós (á e-ð),fá gula spjaldið, vera á rauðu Ijósi, bjarga í horn. Um orðtakið koma í mýflugumynd er sagt (bls. 341) að það sé kunnugt úr Vestur-Skaftafellssýslu og Rangárvalla- sýslu og hefir því verið staðbundið. Það kemur heim við mína reynslu; ég heyrði þetta aldrei norður í Eyjafirði. En vera má að það hafi náð lengra austur en bókin nefnir. Ég lærði orðtakið af Svav- ari Guðnasyni listmálara fyrir einum 25 árum, en hann var austan úr Hornafirði sem kunnugt er. Nöfn íslendinga. Eftir Guðrúnu Kvaran og Sigurð Jónsson frá Amarvatni. Heims- 24

x

Málfregnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.