Málfregnir - 01.05.1992, Síða 17

Málfregnir - 01.05.1992, Síða 17
Þær umræður um útvarpslög og þýð- ingarskyldu sem urðu á árinu 1990 og fyrstu vikum 1991 riðu síðan baggamun- inn, og má líta á þær sem lokarökin fyrir því að lagt yrði í einhvers konar úttekt á þýðingarmálum. Hér er ekki um að ræða séríslenskan vanda. UNESCO samþykkti árið 1976 ályktun (Recommendation) um lögvernd- un þýðenda og þýðinga, en ekki verður séð að íslensk stjórnvöld hafi staðfest hana. Þessi ályktun á vitanlega rætur að rekja til þeirrar staðreyndar að þýðingar af öllu tagi hafa orðið viðameiri þáttur í lífi og starfi allra þjóða með bættum sam- göngum, breyttri fjarskiptatækni og flókn- ari milliríkjaviðskiptum. Draumar manna um „vélrænar“ þýðingar eru gamlir en hafa með tölvutækninni fengið nýjan byr. Afmörkun viðfangsefnisins Þessi aðdragandi skýrslugerðarinnar, sem nú hefur verið rakinn, skýrir hvers vegna höfundar ákváðu að beina athygl- inni umfram allt að þýðingum margvís- legra nytjatexta og fjölmiðlaefnis. Þar með var ákveðið að sniðganga að þessu sinni þýðingar fagurbókmennta og ann- arra verka til bókaútgáfu. Er þó ljóst að þar væri margt athugunar virði. Mikill vöxtur er í þýðingum fyrir bókaútgáf- una. Hlutur þýddra bókmennta og fræða hefur að sönnu verið stór alla þessa öld en þó miklu stærstur núna á allra síðustu árum. Vitaskuld þarf að hyggja vandlega að þessum þýðingarmálum og ekki síst í ljósi þess að æ stærri hluti þeirra bóka sem ætlaðar eru yngstu lesendunum er einmitt þýddur. Það er erlend heims- mynd, erlend hugmyndafræði sem haldið er að börnum okkar, og engum getur blandast hugur um að miklu varðar hvernig íslenskun þess efnis er háttað. A það hefur verið bent, m.a. í erindum á Bókaþingi 1991, að mikill skortur er á útgefnu fræðsluefni fyrir börn og unglinga, einkum eldri en svo sem tíu ára. Útgefendur og uppalendur virðast líta svo á að fyrir yngstu börnin sé hægt að notast við þýðingar fjölþjóða- efnis og þar með samprent með erlend- um útgefendum. Líklega er það að vissu marki óhætt, einfaldlega vegna þess að heimssýn svo ungra barna er sjaldnast tengd umhverfi þeirra með skipulegum hætti. Þegar þau eldast dugir hins vegar fjölþjóðaefnið ekki til. Þá þarf að tengja fræðsluna við hið nána og þjóðlega. Þar með bresta forsendur útgáfunnar, og reyndar kemur líka til skortur á höfund- um sem treysta sér til að skrifa fræðslu- efni. Án þess að um það sé margt vitað kann afleiðingin svo að verða tvöföld: Annars vegar verði íslenskir unglingar ófróðari um tæknileg og veraldleg mál- efni en erlendir jafnaldrar þeirra, hins vegar venjist þeir snemma við þá hugsun að eðlilegt sé að um tiltekinn hluta reynsluheimsins sé aðeins fjallað á er- lendum málum. Til þess að gefa ofurlitla hugmynd um það sem kann að vera að gerast á þessum vettvangi er nægilegt að líta á útgáfuna 1991 og bera saman við 1990. Fyrra árið voru kynntar í íslenskum bókatíðindum einar 46 þýddar bækur fyrir börn og ung- linga. Árið 1991 voru á sama vettvangi kynntar tæpar 80 bækur. Það nálgast 100% aukningu milli ára. Nú verður að sönnu að gera ráð fyrir nokkurri misvísun í tölunum, einfaldlega vegna þess að stærri hluti útgáfunnar var kynntur í Bókatíðindunum síðara árið en hið fyrra, en samt sem áður býður mér í grun að töiurnar sýni raunverulega þróun. Því er svo við að bæta að aukn- ingin er einkanlega í bókum fyrir yngstu börnin, samanber það sem áður sagði. Efnisþættir skýrslunnar Við Jónína Margrét þóttumst sjá í hendi okkar að skynsamlegast væri að sníða sér stakk eftir vexti við skýrslugerðina og leiða þennan þáttinn, eins og fagurbók- 17

x

Málfregnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.