Málfregnir - 01.05.1992, Qupperneq 28
sem fjölbreyttastan svo að niðurstöður
yrðu ekki of háðar tilviljunum. Valdir
voru samtals 100 textar úr fimm mismun-
andi textaflokkum, íslenskum skáld-
verkum, ævisögum og endurminningum,
fræðslutextum og barna- og unglinga-
bókum. Síðan er gerð grein fyrir því í
töfluformi hve textabundin orðin eru.
Tíðnitala orðs segir ekki alla söguna.
Orð getur haft býsna háa tíðni þótt
bundið sé við fáeina texta jafnvel þótt
þeir séu valdir af kostgæfni og hver texti
stuttur.
Aðalhöfundur og ritstjóri verksins,
Jörgen Pind, forstöðumaður Orðabókar
Háskólans, gerir rækilega grein fyrir því
í inngangi, og er nauðsynlegt að hafa þá
greinargerð, t.d. um orðflokkagreiningu
þar sem álitamálin eru mörg hvernig sem
maður snýr sér.
Annað sígilt vandamál við orðabókar-
gerð er meðferð margræðra orða, af-
mörkun flettiorða. Hér eru formleg ein-
kenni höfð til að greina á milli, og hefir
tekist bærilega, en sumt orkar þó tví-
mælis, t.d. að gera eintöluorðið Norður-
land og fleirtöluorðið Norðurlönd að
einu flettiorði. Haldið er sundur tveimur
sögnum sem báðar hafa nefnimyndina
mœla, en mismunandi beygingu og
merkingu. Hins vegar er ekki gerður
greinarmunur á geta - getið og geta -
getað. Allt er haft eitt flettiorð.
Enn fremur er vikið að röðunarmál-
um, sem vekja líka upp margar spurn-
ingar. En að því er íslenska stafrófið
varðar hefir það verið virt í þessari bók,
góðu heilli. Greint er á milli a og á
o.s.frv. Það er hins vegar ekki rétt að
slíkt sé nýjung, eins og sagt er á bls. xliv.
Sú röðun hefir viðgengist í áratugi á
ýmsum merkum skrám og orðasöfnum
en hefir aldrei orðið einráð. Sjá um þetta
grein mína „Ný stafrófsröð í símaskrá og
þjóðskrá“ í 1. tölublaði Málfregna,
einkum bls. 6-7.
Hér er ekki rúm til að rekja efni þess-
arar bókar í einstökum atriðum en hún
er mikil náma. í henni er margt afar
fróðlegt og forvitnilegt og ætti að geta
gagnast bæði fræðimönnum og kennur-
um, t.d. við að velja efni í orðasöfn eða
útbúa kennsluefni í íslenskri málfræði og
stafsetningu.
Raftæknioröasafn. 4. Rafeindalampar
og aflrafeindatækni. Orðanefnd RVFÍ
tók saman og bjó til prentunar. Menn-
ingarsjóður. Reykjavík 1991. 16 + 251
bls.
Eftir margra ára útgáfuhlé hóf Orða-
nefnd rafmagnsverkfræðinga að gefa út
Raftœkniorðasafn 1988. Síðan hefir
hvert bindið rekið annað árlega. Hið
fjórða kom út seint á síðastliðnu ári. Hér
í Málfregnum hafa verið kynnt þau þrjú
bindi sem áður voru komin og má vísa til
þeirra ritfregna (Málfregnir 3, 6 og 8).
Þetta fjórða bindi er af sama toga og
hin fyrri. í því eru tveir kaflar úr orða-
safni, eða öllu heldur hugtakasafni,
Alþjóða raftækninefndarinnar og eiga
það sameiginlegt að taka til rafeinda-
tækni. Annar kaflinn lýtur að rafeinda-
lömpum, hinn að aflrafeindatækni. Hvert
hugtak er skilgreint á þremur tungumál-
um, frönsku, ensku og rússnesku, en ís-
lenskar skilgreiningar vantar eins og
áður. Aftan við hugtakakaflana eru
miklar orðaskrár á 10 tungumálum, þar
á meðal íslensku, og er orðum þar raðað
í stafrófsröð með tilvísunum í staðalinn
(hugtakaskrárnar).
Hér verður ekki lagður dómur á
íslensku heitin, en fljótt á litið virðast
þau fylgja troðnum slóðum að mestu.
Sigurður Briem rafmagnsverkfræðingur
getur þess þó í inngangsorðum að
nefndin telji sig hafa fundið betri leið til
að mynda lýsingarorð en að hnýta við
einhverja stofna viðskeytunum -rœnn,
-legur o.fl. Sigurður nefnir sem dæmi
28