Málfregnir - 01.05.1992, Qupperneq 22
ARI PÁLL KRISTINSSON
Um nýyrði
1. Nýjar tillögur
Sífellt koma fram ný orð í tengslum við
erindi sem berast íslenskri málstöð. Hér
verður getið þriggja þeirra orða sem
skráð hafa verið í byrjun þessa árs.
stykkjaþraut kv.
Eiríkur H. Finnbogason hringdi til að
leita eftir betra orði um „púsluspil“. Það
orð er ekki beinlínis íslenskulegt né
heldur sögnin „að púsla“. í málstöðinni
ræddum við nokkrar hugmyndir og urð-
um brátt sammála um að fremur væri um
einhvers konar þraut að ræða en spil.
Flestum leist best á stykkjaþraut. Þá
kemur líka sögnin af sjálfu sér. í stað
þess að „púsla e-u saman“ getum við tal-
að um að stykkja e-ð saman, t.d. að
stykkja myndina saman.
Skráð 17. janúar 1992.
flettiskilti hk.
Til mín hringdi Ásntundur Jónsson og
fræddi mig um auglýsingaskilti sem nú
eru orðin algeng í Reykjavík og eru
þannig að á sama skilti skiptast þrjár
myndir á með reglulegu millibili þegar
þrístrendar einingar í myndrammanum
snúast. Nokkrar nafngiftir bar á góma.
Mér finnst að flettiskilti geti vel hæft.
Skráð 29. janúar 1992.
Útnorðurlönd hk. ft.
Heimir Pálsson hringdi í málstöðina, en
til hans hafði verið leitað frá Námsgagna-
stofnun. Þar er unnið að gerð námsefnis
um náttúrufar Færeyja, Islands og
Grænlands og því vantar orð sem næði
yfir löndin þrjú. Ekki þótti okkur fýsi-
legt að tala um Vestur-Norðurlönd því
að þá ætti Noregur einnig heima undir
því heiti, ekki síst þegar lýsingarorðið
vest(ur)norrænn kæmi til skjalanna - og
jafnframt gæti Grænland orðið út undan.
Ég hef haft spurnir af því að svæðið hafi
verið nefnt á íslensku Útnorðurlönd.
Hefur a.m.k. í einhverjum íslenskum
skjölum verið ritað um útnorður(s)sam-
starf, að sögn Jóhans Hendriks Poulsens,
prófessors í Þórshöfn í Færeyjum. Þeim,
sem heyrt hafa orðið Útnorðurlönd,
kemur saman um að það henti vel þegar
nefna þarf Færeyjar, ísland og Grænland
í sömu andrá.
Skráð 10. febrúar 1992.
2. Gamalt og nýtt
Meðal þeirra orða, sem skráð eru í
nýyrðasöfnum málstöðvarinnar, eru
nokkur sem ætlað er að leysa af hólmi
orð sem heyrast oft en teljast varla full-
boðleg í vönduðu máli. Þau eru þó yfir-
leitt notuð eins og íslensk orð, þ.e. með
íslenskum framburði og eftir atvikum
með íslenskum endingum. Mörg þeirra
eiga sér langa sögu í málinu, önnur
styttri. Ekki er víst að þeim verði útrýmt
á einni nóttu. Ekki er heldur víst að þau
séu öll svo slæm að ekki megi notast við
22