Málfregnir - 01.05.1992, Qupperneq 5
menntir okkar bera á þær meira lof
heldur en við sjálfir dirfumst að gera í
öllum okkar þjóðrembingi.
Ekki er tóm til að tíunda marga slíka
dóma hér, en sem fulltrúa erlendra aðdá-
enda leyfi ég mér að taka enska fræði-
manninn William Paton Ker (1855-1923).
Hann þekkti bókmenntir margra þjóða og
kunni flest glöggt að sjá. í riti sínu Epic
and Romance, sem fyrst kom út fyrir tæpri
öld og nú þykir sígilt í bókrýni heimsins,
fjallar hann um veraldlegar bókmenntir
miðalda nálega frá upphafi til loka. Stór
hluti verksins fjallar um fornsögur okkar
sem eru honum hugstæðari en nokkurt
annað efni frá þessum tímum. Um þær
segir hann meðal annars (kap. III, vi, hér
lauslega þýtt):
íslensku sögurnar leiða persónur fram á
örlagastundum og birta atburðina ljóslifandi
á sviðinu. Þær eru fáorðar og hófsamlegar, en
gefa sér þó tóm og rými til að gaumgæfa lífið
í öllum sínum breytilegu myndum, leyfa
hverjum einstaklingi að fara sínu fram og
hika ekki við að ganga gegn venjubundnum
hugmyndum jafnt um rómantískar hetjur
sem um réttláta helgimenn.
Og á öðrum stað segir Ker (III, vi):
List sagnanna stenst allar prófraunir: ekki svo
að skilja að sérhver saga sé gallalaus frá upp-
hafi til enda, öðru nær; en allar bera þær, þótt
í misjöfnum mæli sé, aðalsmerki góðra frá-
sagna. ... Bestu sögurnar eru svo fjölskrúð-
ugar að því verður vart með orðum lýst nema
með því að líkja þeim við lífið sjálft — þær
eru lífræn heild sem tekur á sig ýmsar mynd-
ir. Það er fjarstæða að einangra smáatriðin í
miklu verki eins og Njálu, eða í minna verki
eins og Hrafnkelssögu sem ekki er jafn-ris-
mikil en engu síður heilsteypt í lítilli
umgjörð. Engin frásaga í veröldinni jafnast
við Bandamannasögu í því að raða saman
smámyndum sem eru ljóslifandi hver um sig,
en þó ógreinanlegar frá heildinni og endur-
spegla á sínum rétta stað líf alls verksins.
Þetta eru aðeins tvö lítil dæmi um þá ítar-
legu og loflegu umfjöllun sem Ker helgar
fornsögunum okkar. Margir fleiri erlendir
afbragðsmenn hafa tekið í sama streng og
borið hið mesta hrós á sögumar, bæði
með almennum orðum og með lofsöngum
um tiltekin verk. Það yljar okkur innan
rifja þegar við heyrum slík lofsyrði frægð-
armanna í útlöndum, við trúum þeim fús-
lega og þykjumst heldur en ekki menn
með mönnum; höldum að allur heimurinn
krjúpi fyrir okkur í lotningarfullri aðdáun.
Ekki má gera lítið úr dómum hinna
lofsfullu erlendu bókmenntafræðinga.
Þeir vitá hvað þeir syngja, þeir hafa
samanburð við aðrar „heimsbókmennt-
ir“, enga ástæðu hafa þeir til að upphefja
verk þessarar vesölu útkjálkaþjóðar um
verðleika fram. Ummæli þeirra, studd
fræðilegri greiningu og glöggum rök-
semdum, mega með réttu fylla okkur
hollum metnaði og glæða ást okkar á
þessum miklu fjársjóðum. En þau
skyldu einnig vera okkur til áminningar,
vekja okkur til vitundar um þann dýr-
mæta þunga sem okkur er á herðar
lagður. Höfum við launað gjöf feðranna
með því að þiggja hana með þökkum
eins og Sveinn Danakonungur hvíta-
björninn forðum daga? Lesum við forn-
rit okkar í þeim mæli sem þau eiga
skilið? Skýrum við þau og rannsökum
eins og vera ber? Gerum við þau að
frjóvgandi straumum í menningu nútíð-
ar, uppsprettulindum nýrra verka? Og
leggjum við maklega stund á að veita
öðrum þjóðum hlutdeild í þessum fjár-
sjóðum?
2. íslandskynning erlendis
Hlutskipti smáþjóða marga og góða lesendur. Við megum
Góðar bókmenntir eiga skilið að fá ekki leggjast á arfleifð okkar eins og
5