Málfregnir - 01.05.1992, Blaðsíða 4
þeirra. Mér er í minni er ég kom ungur
maður í prentsmiðju í Kaupmannahöfn
með próförk að íslenskri bók sem þar
skyldi þrykkjast. Glöggskyggn danskur
prentari leit neðst á titilsíðuna og las
nafn útgáfustaðarins. „Kaupmannahöfn,
ja, Kpbmændenes havn,“ sagði hann.
Þetta var honum opinberun. Aldrei
hafði hann vitað fyrr hvað nafn heima-
borgar hans merkti í raun og veru.
Latína Noröurlanda
Afstöðu íslenskunnar til annarra nor-
rænna mála má líkja við stöðu latínu
gagnvart rómönskum málum nútímans.
íslenskan er lang-fornlegust allra germ-
anskra nútíðarmála, og bilið er styttra
milli hennar og sænsku eða dönsku
heldur en latínu og frönsku nútímans.
Eigi að síður telja Frakkar mikilvægt að
leggja stund á latínu til að skilja eðli síns
eigin máls og kunna að beita því rétt og
fagurlega. En norrænar frændþjóðir
okkar mættu gjarna skoða sín tungumál
oftar gegnum sjóngler íslenskunnar. Til
marks um það hafa þær hætt að mestu að
kenna íslensku sem þátt í móðurmáls-
námi í háskólum sínum. Þessu veldur að
líkindum vanmetakennd Norðurlanda-
þjóðanna sem eru smáar gagnvart heim-
inum. Þær virðast helst vilja gleyma upp-
runa sínum og telja auvirðilegt að leita
fróðleiks til norrænnar fornaldar eða til
hinnar íslensku smáþjóðar, en gína
heldur við hverskonar nýmælum frá
öðrum stærri, en fjarskyldari þjóðum.
Nokkru fjær íslenskunni standa vest-
urgermönsk mál, þýska og enska. En
þjóðirnar sem þau mál tala eru stærri og
öflugri og því ekki haldnar sömu van-
metatilfinningu sem smáþjóðir Norður-
landa. Englendingar og Þjóðverjar telja
í sjálfu sér enga minnkun að læra
nokkuð af okkur íslendingum. Því er
ekki fátítt að þeir sem skyggnast vilja
eftir uppruna ensku eða þýsku leggi jafn-
framt stund á íslensku til að öðlast dýpra
og réttara skilning á sínum eigin tungu-
málum. Þó gætu þessar þjóðir liaft enn
meira gagn af íslenskunni en þær hafa
gert til þessa. Þeir sem leggja stund á
forntungur Englands og Þýskalands eru
að fást við örend mál og nokkuð einhæfar
og frumstæðar bókmenntir. Þegar þeir
bæta íslenskunni við verður hún þeim sem
krydd í bragðdaufan mat. Þá kynnast þeir
tungumáli sem er í senn fornlegt og lær-
dómsríkt og þó lifandi talmál enn þann
dag í dag. Og á þessu tungumáli fá þeir að
njóta bókmennta sem eru fjölskrúðugri og
snillilegri en flest eða allt sem ritað var úti
í Evrópu á sama tíma.
Annað mál er það að fornt fræðagrúsk
á ekki upp á pallborðið hjá nútímamönn-
um. Hugvísindi, sem svo eru nefnd, hafa
hvarvetna verið á undanhaldi fyrir
hinum nýju raunvísindum á síðari árum.
Kennarastöður í tungumálum, sögu,
heimspeki og bókmenntum hafa verið
lagðar niður unnvörpum við háskóla á
Vesturlöndum. Ástæðan er auðráðin.
Fræði af þessu tagi gefa lítið í aðra hönd,
en raunvísindin eru grundvöllur undir
auðsæld og efnislegum þægindum nútím-
ans. Margir harma þessa þróun, að efnið
skuli sett ofar andanum, að menn skuli
ekki hafa ráð á að sinna öðrum lærdómi
en þeim sem gefur gull. Margir spá því að
þetta muni breytast, að menn fari aftur að
iðka hugvísindi og „lifa fyrir andann“,
þeir þykjast jafnvel sjá merki þess að þró-
unin sé byrjuð að snúast við. Og víst er
það að enn vilja menn njóta bókmennta
og iðka orðsins list, og þá komast menn
ekki hjá því að leggja rækt við tungumálið
sem er hljóðfæri bókmenntanna.
BÓKMENNTIRNAR
Við íslenskir heimamenn unum glaðir
við okkar gömlu sögur og ættum ekki að
þurfa erlendra vitna við um ágæti þeirra.
Þó þykir okkur ekki lakara að komast að
raun um það að þeir tiltölulega fáu menn
erlendir sem þekkja og dæma fornbók-
4