Málfregnir - 01.05.1992, Qupperneq 6

Málfregnir - 01.05.1992, Qupperneq 6
ormar, heldur ber okkur að matreiða þær fyrir umheiminn með vönduðum útgáfum og skýringum. Okkur ber að stuðla að því að sem flestir læri að lesa þær á frummálinu, að þær fari sem víðast í þýðingum og að um þær sé fjallað bæði fræðilega og alþýðlega á erlendum málum. í þessu efni gjalda bókmenntir okkar þess að þær eru eign fámennrar og fátækrar þjóðar. Tunga okkar er enginn „fjölmiðill“ í skiptum manna úti á heimsbyggðinni. Hún er fámennismál og þar á ofan margbrotin og torlærð eins og öll fornleg tungumál. Petta veldur því að okkar merkilegu bókmenntir eru fáþekktar hornrekur á bókaþingi verald- ar. Ég skal aðeins draga fram eitt dæmi orðum mínum til styrkingar. Á 750 ára ártíð Snorra Sturlusonar á liðnu hausti hélt Gunnar Karlsson prófessor erindi um Snorra sem sagnaritara. Margt dró hann fram réttilega og maklega honum til lofs, og sýndi fram á það að hann hefði á ýmsan hátt verið sérstæður og frumlegur og á undan sínum tíma í sagnaritun sinni. Síðan skýrði hann frá því að í nýlegu ensku sagnfræðiriti væri kafli um helstu evrópska sagnaritara miðalda, en svo undarlega bæri við að þar væri Snorri Sturluson alls ekki nefndur á nafn. Ekki er þessi vanvirðing þó sprottin af því að Snorri hafi verið útkjálkamaður sem aðeins varðaði sína litlu þjóð, því að höfuðrit hans, Heims- kringla, fjallar einmitt um sögu annarra og stærri landa, meira að segja nokkuð um sögu Bretlandseyja. Þetta er hlutskipti smáþjóðarinnar. Hennar verk eru sjaldnast þekkt og mikils metin úti í hinum stóra heimi. Ef við viljum njóta sannmælis og jafnvægis við aðra þá þurfum við sjálf að leggja nokkuð af mörkum til að jafna hallann. Við þurfum að hefja arfleifð okkar upp og bera hana á borð fyrir þjóðir heims- ins. Og við þurfum að hafa til þess styrk vinveittra manna erlendra, úr flokki þeirra fáu réttlátu sem kunna að meta bókmenntir okkar svo sem vert er. Þetta er okkur engin skömm. Við erum ekki að troðast, heldur að leita úr þrengslum. Við erum ekki að betla, heldur að gefa gjafir. Með sameiginlegu átaki heima og erlendis skulum við kenna þjóðunum að taka við þessum gjöfum og njóta þeirra að verðleik- um. Dæmi annarra þjóða En hvernig eigum við að standa að fram- kvæmdum? Hvað getum við sjálfir gert íslendingar, og hvernig fáum við örvað aðra til að leggja hönd á plóginn með okkur? Þar kemur margt til greina, en ég vil leyfa mér að draga fram nokkur at- riði. Hér sem oftar eru peningarnir „afl þeirra hluta sem gera skal“. Stærri þjóðir eyða drjúgum fjármunum í það sem kallað er landkynning. Þessi viðleitni er af pólitískum og efnahagslegum rótum runnin, ætluð til að glæða sölu á útflutt- um vörum eða laða inn ferðamenn og styrkja stöðu landsins á alþjóða vett- vangi. Efnt er til kennslu í þjóðtungunni úti um heim. Stuðlað að kynningu bók- mennta og þjóðarsögu með þýðingum, rannsóknum og útgáfustarfsemi. Haldn- ar sýningar listaverka og framleiddar iðnvörur sem jarteina ímynd þjóðarinn- ar. Styrkir eru veittir til margvíslegrar menningariðju. Settar eru á fót sérstakar stofnanir með drjúgum fjárráðum sem hafa það hlutverk að dreifa menningu heimalandsins. Af þeim toga eru til að mynda British Council í Bretlandi, Alli- ance Frangaise í Frakklandi og Goethe Institut í Þýskalandi, en allar þessar nú nefndu stofnanir teygja sig meira að segja hingað út til íslands til verulegra áhrifa. 6

x

Málfregnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.