Málfregnir - 01.12.2002, Blaðsíða 34

Málfregnir - 01.12.2002, Blaðsíða 34
„En á líkan hátt og höfundi Flóru heppnaðist að smíða fræðiorðakerfi, tókst honum einnig svo vel með nafngiftir plantnanna, að nú, nokkrum áratugum eftir að Flóra kom fyrst á prent, eru nöfnin orðin jafn munntöm og föst við tegundirnar eins og þær hefðu borið þau frá fyrstu tímum.“ (Steindór Steindórsson 1939:84) Það væri þó oflof að segja að Stefáni hefði ekki einstaka sinnum brugðist bogalistin eins og nokkur dæmi hafa þegar verið nefnd um hér. Aðrar flórubækur Aðrar bækur um íslensku flóruna hafa að langmestu leyti haldið þeim nafngiftum sem Stefán mótaði í Flóru Islands. I bókinni Islenzkar jurtir eftir Askel Löve, sem út kom í Kaupmannahöfn 1945, verður sáralítilla breytinga vart nema stundum er fækkað alþýðunöfnum. Arið 1970 var þessi flóra Askels gefin út nokkuð breytt undir nafninu Islenzk feröaflóra, 2. útgáfa 1977 og ensk útgáfa 1983. I Ferðaflórunni vottar fyrst fyrir ein- hverjum breytingum frá nafngiftum Stefáns, t.d. kallast gullbráin nú gullstein- brjótur og gullsteinbrjóturinn urðastein- brjótur en nafni klettafrúar vogar höfundur ekki að breyta. Tegundir af kvíslinni Skúf- gras (Eleocharis, áður Scirpus) kallast nú fitjaskúfur, tjarnaskúfur, mýraskúfur o.s. frv. I flestum tilvikum er Askell að samræma nöfnin betur þeim reglum sem Stefán mótaði en allmargar breytingar stafa þó af nýrri kvíslaskiptingu sem Askell innleiddi í Ferðaflórunni, sérstaklega í seinni útgáfum hennar. I ensku útgáfunni er kvíslinni Saxifraga (Steinbrjót) t.d. skipt í 8 kvíslir sem allar fá ný íslensk nöfn (Aurablóm, Snæblóm, Gullbrá, Steinbrjót- ur, Steinbrytill, Gullbrytill, Lambarjómi, Þúsunddygðajurt) og breytast tegunda- nöfnin í samræmi við það. Ekki heldur Askell þó fast við þá reglu að íslensk tegundanöfn skuli leiða af kvíslanöfnum og sumar breytingar hans á kvíslanöfnum eru næsta furðulegar. Til dæmis breytir hann nafni Draba úr Vorblóm í Vorsveigur (sbr. Lesb. Mbl. 19.6.1960) og hinum ágætu Krækilsnöfnum (Sagina) breytir hann í -arfl í ensku útgáfunni. Nafnabreytingar Askels mæltust ekki vel fyrir og aðeins örfáar þeirra hafa verið teknar upp í aðrar flórubækur eða önnur grasafræðirit. Islensk flóra með litmyndum eftir Agúst H. Bjarnason og Eggert Pétursson kom út 1983. Þar eru að vísu ekki tilgreind kvíslanöfn en hvað varðar nöfn á tegundum eru þau langflest í hefðbundnu formi. Agúst tekur þó upp nafnið Hlaðkolla fyrir Chamomilla og Melablóm fyrir Carda- minopsis. Auk þess leggur hann til að taka upp nafnið Nál fyrir kvíslina Juncus sem nefnd hefur verið Sef, sbr. nafnið hrossanál. Hann tilfærir mörg alþýðunöfn á sumum tegundum og skýrir þau. Sú flórubók, sem nú er mest notuð, er Plöntuhandbókin eftir Hörð Kristinsson sem kom fyrst út 1986. Þar eru hefðbundin plöntunöfn úr Flóru Islands en nýnefni Agústs eru þó tekin upp og fáein nöfn úr Ferðaflóru Askels Löve. Lágplöntur (gróplöntur) Fyrstu tilraunir í þá átt að nefna íslenskar „lágplöntur“ á íslensku er að finna í Isenzkri grasafrœði Odds Hjaltalín (1830) sem fyrr var getið og er þar yfirleitt um tvínefni að ræða. Tegundin Cetraria islandica er þar nefnd „Islands-Mosi“ en getið um nafnið fjallagrös. Síðan líður meira en öld þar til þessi þráður er tekinn upp að nýju. Þær tilraunir voru næsta fálmkenndar og óskipulegar. Menn létu sér nægja að nefna alla mosa með endingunni -mosi, fléttur með endingunni -skóf eða -flétta, sveppi með endingunni -sveppur o.s.frv. Ljóst er að þetta stefndi í óefni ef nefna ætti mikinn fjölda tegunda og var því ekki 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.