Málfregnir - 01.12.2002, Blaðsíða 20

Málfregnir - 01.12.2002, Blaðsíða 20
Ýmislegt varðandi ramma verkefnisins var endurskoðað og metið á meðan á vinnunni stóð og útkoman er með örlítið öðrum áherslum en lagt var upp með. Þar á meðal er það að nota orðalista frekar en nöfnin. Loks er Andrea að vinna með hugmyndir að kennsluefni til að setja á Netið og líklega nýtist þessi vinna þar ef af verður, bæði orðalistinn og umritunar- reglurnar. En vonandi hefur tekist að þjóna tilganginum og þeirri þörf sem var kveikjan í upphaíi. Umritun Orð tungumáls, sem eru skifuð skv. ákveðnu kerfi, verða stundum að komast til skila með túlkun miðað við annað kerfi, umritunarkerfið, yfirleitt fyrir annað tungumál. Þetta ferli er oft notað í sögulegum eða landfræðilegum textum, kortagerð og bókfræðitextum þar sem verður að umrita stafi úr ólíkum ritmálum. Til eru tvær meginleiðir til að útbúa reglur af þessu tagi, umstöfun og umritun. Umstöfun felur í sér að tákn kemur í stað tákns, hvert og eitt tákn er túlkað, hvort sem það táknar fónem, atkvæði, orð eða annað. Með þessu móti er hægt að tryggja tvístefnu í kerfinu. Þar sem íjöldi tákna í táknkerfum ritmálanna er ekki hinn sami (eins og í þessu tilfelli) verður að nota samstöfur eða sérmerkingar. Best er að hafa slíkar merkingar eins kerfisbundnar og hægt er og jafnframt rökréttar. Hins vegar er ekki tryggt að svona kerfi komi réttum framburði umbreytta ritmálsins til skila, til dæmis er erfitt að gera grein fyrir notkun tóna í taílensku. Markmiðið er að hægt sé að sjá hvernig orð eru rituð í upphafsmálinu og stundum er stefnt að sjálfvirku eða tölvustýrðu ferli. Umstöfun er einnig kölluð vísindaleg umritun. Við umritun eru hljóð tungumálsins notuð til grundvallar umritunarkerfinu. Hér er tvístefna ekki tryggð eins og við umstöfun (hér hefur þó verið reynt að komast sem næst því). Þetta er eina ferlið sem getur nýst milli mála sem ekki eru algerlega atkvæðabundin eða stafrófs- bundin. Meginmarkmiðið er að gera orð læsileg á viðtökumálinu. Til að umrita táknkerfi á rómverskt letur má nota ýmist umstöfun eða umritun eða blöndu beggja eftir því hvað hentar viðkomandi kerfum. Umritun hlýtur að vera ólík eftir því hvert viðtökumálið er. Til dæmis eru þrjár gerðir ■s-hljóða í taílensku sem erfitt er að koma til skila í íslensku. En umbreytingar af þessu tagi geta kallað á málamiðlanir og jafnvel að litið sé fram hjá þjóðlegum venjum og slíku. Þegar ekki er látið nægja að koma hljóðunum til skila heldur reynt að sveigja orð enn frekar að mál- fræðireglum og hefðum viðtökumálsins mætti fremur tala um aðlögun en umritun. Það er til dæmis vel þekkt þegar eiginnöfn eru aðlöguð íslensku. Þótt umstöfun sé gjarnan notuð, t.d. á bókasöfnum, er þessum umritunarreglum fyrst og fremst ætlað að koma rithætti nafna (t.d. bóka og eiginnafna) í skrá og því eðlilegra að nota umritun. Hvað tailensku varðar gæti sú aðferð verið hentugri því að þar með er hægt að komast nær framburði nafnanna og koma í veg fyrir misskilning. Umstöfun gerir til dæmis ekki ráð fyrir innbyggðum sérhljóðum og slíku. Umstöfun er helst notuð í sérhæfðri vinnu og er líklega óþarflega flókin til notkunar á almennu sviði. Til að útbúa umritunartöflur var stuðst við ISO 11940 staðalinn, Transliteration of Thai, auk þess sem gögn frá Robert Eddison voru notuð. Loks má nefna bækurnar The Fundamentals of the Thai Language og Thai-English Dictionary. Andrea las þetta yfir og gerði athuga- semdir. Umritunartöflur Töflurnar leiðbeina um samsvörun taílenskra rittákna og íslenskra. 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.