Málfregnir - 01.12.2002, Blaðsíða 64

Málfregnir - 01.12.2002, Blaðsíða 64
Fregnir af útgáfu og þjónustu á vegum r Islenskrar málnefndar og málstöðvar 2002 Málsgreinar, afmælisrit Baldurs Jónssonar Islensk málnefnd ákvað að efna til útgáfu bókar til heiðurs Baldri Jónssyni sjötugum árið 2000. Hinn 24. janúar 2002 kom út í ritröð íslenskrar málnefndar ritið Málsgreinar. Afmœlisrit Baldurs Jónssonar með úrvali greina eftir hann (449 bls.). Ritið skiptist í tvo hluta. Sá fyrri nefnist Kannanir og ábendingar en síðari hlutinn ber yfirskriftina Málpólitík. I fyrri hlutanum eru ritsmíðar um orðsögu og orðskýringar, athuganir á textum, orðaforða, orðmyndun og framburði, auk ábendinga um orð og orðalag. í síðari hlutanum ræðir Baldur um málpólitík og gerir grein fyrir hugmyndum sínum um þau efni. Málfarsbankinn, nýjung í þjónustu íslenskrar málstöðvar Málfarsbanki Islenskrar málstöðvar á Netinu var formlega opnaður 30. maí 2002. Sjá http://www.ismal.hi.is/malfar/. Þar er hægt að slá inn leitarorð sem lúta að málnotkun og finna úrlausnir sem teknar hafa verið saman í íslenskri málstöð. Við opnun málfarsbankans voru í honum um 7000 flettugreinar. Orðabanki Islenskrar málstöðvar 5 ára Hinn 15. nóvember 2002 voru 5 ár liðin frá því að menntamálaráðherra opnaði orðabanka Islenskrar málstöðvar á Netinu. Sjá http://www.ismal.hi.is/ob/. Ohætt er að segja að orðabankinn hafi sannað sig svo að um munar. I honum eru nú aðgengileg 43 orðasöfn og þar eru í notkun vinnusvæði fyrir enn fleiri söfn. A bilinu 300.000- 400.000 heiti eru nú í orðabankanum. Aðsókn eykst sífellt. I október 2002 voru t.d. skráðar 11.125 heimsóknir og 69.407 uppflettingar í birtingarhluta orðabankans (sem samsvarar 358 heimsóknum og 2.238 uppflettingum að jafnaði dag hvern). Útgefandi Málfregna: íslensk málnefnd Ritstjóri: Ari Páll Kristinsson Ritstjórn og afgreiðsla: íslensk málstöð, Neshaga 16, ÍS-107 Reykjavík Sími: 552-8530. Bréfasími: 562-2699 Veffang: http://www.ismal.hi.is/ Netfang ritstjóra: aripk@ismal.hi.is Áskriftarverð: 895 kr. (m.vsk.) á ári Gutenberg ISSN 1011-5889 ISLENSK MALNEFND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.