Málfregnir - 01.12.2002, Blaðsíða 59

Málfregnir - 01.12.2002, Blaðsíða 59
• Hvetja tölvufyrirtæki til að takast á við verkefni sem felast í því að aðlaga forrit að íslensku, eða til nýsköpunar á því sviði, svo sem eins og leiðréttingar- forrit,tölvupóstforrit,talgreiningarforrit, símsvörunarforrit og skjástafaforrit. • Vekja athygli á tungumálanotkun í netheimum með greinaskrifum. Þar sem börn og unglingar lifa og hrærast mikið í enskumælandi umhverfi er nauðsynlegt að haldið sé að þeim íslensku máli rituðu sem töluðu og að þau öðlist skilning á gildi íslensku fyrir þau sem einstaklinga og fyrir samfélagið og þyki íslenska sjálfsögð, eftirsóknarverð og skemmtileg. Auka þarf vitund þeirra um tungumálið og hlut þess í menningu okkar og þeirra eigin sjálfsmynd. Fjölmiðlaumhverfi unglinga og dagskrár- gerð fyrir þá er að mestu leyti háð auglýs- endum og markaðssjónarmið eru ráðandi. Efla þarf vitund stjórnenda fyrirtækja um ábyrgðar- og uppeldishlutverk sitt þegar kemur að efni sem þeir kosta og ætlað er börnum og unglingum. Mikilvægt er að efld verði íslensk dag- skrárgerð í sjónvarpi og gerð leikins efnis sem endurspeglar íslenskan veruleika. Mikilvægt er að styðja við íslenska bókmenntasköpun, ekki sist barna- og unglingabókmenntir og vekja börn til vitundar um sköpunarmátt tungumálsins. ► Því ætti eitt af verkefnum íslenskrar málnefndar að vera að vekja börn og unglinga til vitundar um íslensku og tungumálaaðstæður almennt og að stuðla að þjálfun í íslenskri málnotkun. ►Raunhæf verkefni: • Upplestrarkeppni. (Er í gangi: Stóra upplestrarkeppnin) • Ritunarkeppni. (Er í gangi: Fernuflug) • Nýyrðasamkeppni. • Bókmenntaþing ungra lesenda. • Verðlaun fyrir bestu bekkjarheima- síðuna. • Upplýsinga- og vinnuhefti með verk- efnum þar sem vakin er athygli á notkun íslensku og sambandinu við enska tungu, sbr. norska heftið Norsk - i nye tusen ár? (http://www.sprakrad. no/tusen.htm). • Gagnvirk rafræn próf eða getraunir í málnotkun og stafsetningu. • Sjónvarpsstöðvar hvattar til dagskrár- gerðar um vísindi og samfélag fyrir börn. Efla þarf vitund forráðamanna fyrirtækja og þjónustustofnana um rétt Islendinga til að fá að nota móðurmál sitt við störf sín og að íslenska sé ætíð notuð í starfsemi sem snýr að innlendum markaði, hvort heldur er í auglýsingum, verkefnalýsingum, skýrslugerð, fundarhöldum, viðmóti við viðskiptavini o.fl. ► Því ætti eitt af verkefnum íslenskrar málnefndar að vera að efla skilning fólks á mun á móðurmáli og erlendu tungumáli og vekja athygli á þætti tungumálsins í sjálfsmynd einstaklingsins. ► Raunhæf verkefni: • Greinaskrif um umdæmisvandann og tungumálið sem hluta sjálfsmyndar einstaklinga og hvernig það tengist muninum á því að tjá sig á móðurmáli og erlendu máli. • Upplýsingahefti um það sama. • Upplýsingahefti um nafngiftir fyrir- tækja, sbr. norska heftið Navn i neon (http://www.sprakrad.no/neon.htm). • Samkeppni um bestu einkunnarorðin og besta auglýsingatextann. Fá þetta inn í hina árlegu samkeppni um bestu auglýsinguna. • Verðlaun fyrir vel heppnaðar notkunar- leiðbeiningar. • Hvatt til starfstengdra íslenskunám- skeiða fyrir erlenda starfsmenn. • Hvatt til ráðningar málfarsráðunauta i stórfyrirtækjum. 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.