Málfregnir - 01.12.2002, Blaðsíða 53
umheiminn á eigin þjóðtungu því að í
viðskiptum eru eðlilega gerðar aðrar
málfarskröfur en í bókmenntum. Islend-
ingum og öðrum smáþjóðum er það í lófa
lagið að læra ensku nógu vel til þess að
geta stundað öll heimsins viðskipti með
góðum árangri án þess að vanrækja
móðurmálið. Hér er komið að kjarna
málsins, þykist ég vita: rækt við
móðurmálið og árangur í viðskiptum þurfa
ekki að rekast á. Þetta eru falskar
andstæður. Styrkur smáþjóða felst þvert á
móti meðal annars í því að þær þurfa að ná
góðum tökum á ensku og öðrum málum og
þessi þörf opnar þeim nauðsynlega útsýn
til umheimsins. Enskumælandi stórþjóðir
geta á hinn bóginn freistast til að láta það
hjá líða að læra önnur tungumál og geta
því orðið af viðskiptum og verðmætum
menningartengslum við aðrar þjóðir.
Enda þótt gott vald þjóðar á ensku eða
öðrum heimsmálum geti örvað viðskipti
og efnahagslíf eins og sumar rannsóknir
hagfræðinga virðast sýna, þá er einnig
hægt að hugsa sér hið gagnstæða: að
staðföst rækt við þjóðtunguna umfram
önnur mál sé til marks um þrautseigju
einnig á öðrum sviðum - þess háttar
þrautseigju sem getur skilað mönnum
góðum lífskjörum til langs tíma litið.
Athuganir mínar á ýmsum helstu
gangráðum hagvaxtar um heiminn síðan
1965 virðast mér að svo stöddu benda til
þess að þjóðir, sem halda tryggð við eigin
tungu frekar en að tileinka sér eitthvert
heimsmál (ensku, frönsku, spænsku
o.s.frv.), búi jafnan við mun örari hagvöxt
en hinar að öðru jöfnu. Reynist þetta rétt,
þá getur málrækt beinlínis borgað sig.
Og svo er eitt enn að endingu.
Móðurmálið er ekki dautt áhald eins og
rokkur, skilvinda, gjaldmiðill eða grammó-
fónn. Tungan er þvert á móti líftaug
fólksins sem byggir þetta land. Þjóðtungan
er að minni hyggju hafin yfir verðlagningu
á markaði. Asjóna Islands væri öll önnur
nú og fátæklegri ef forfeður okkar hefðu
lagt upp laupana og leyft íslensku að víkja
fyrir vondri dönsku svo sem talsverð brögð
voru að í Reykjavík og öðrum bæjum
landsins fyrir 200 árum. Hefði svo farið,
þá vantaði okkur nú styrkasta strenginn í
menningu þjóðarinnar. Eg efast um að
Island hefði þá getað haldið óskertu
aðdráttarafli gagnvart þeim þúsundum
æskufólks sem halda áfram að flykkjast til
annarra landa ár fram af ári að mannast og
mennta sig og hverfa síðan aftur hingað
heim til starfa. Þetta fólk má ísland aldrei
missa.
Heimild
Benedikt Jóhannesson. 1998. Hvað kostar
að tala íslensku? Greinar af sama meiói
helgaðar Indriða Gíslasyni sjötugum.
Bls. 303-316. Rannsóknarstofnun Kenn-
araháskóla Islands, Reykjavík.
53