Málfregnir - 01.12.2002, Blaðsíða 48

Málfregnir - 01.12.2002, Blaðsíða 48
menningi að skilja rétt sinn og sækja hann. En þurfa aðrir en lögfrœðingar að skilja slíkar deilur og niðurstöður þeirra sem birtast í dómum? Geta þeir ekki bara skýrt málið fyrir skjólstæðingum sínum? Um þetta er líka deilt. Það hefur verið mitt sjónarmið að réttlæti sé ekki fullnægt nema Bjartur og Björt, hinn sæmilega upplýsti leikmaður, geti skilið bæði lögin sem honum og henni er gert að fylgja og niðurstöður dóma. En það getur verið hægara sagt en gert að skipa orðum sínum með þeim hætti að inntakið skiljist fljótt og vel. Það eru því ekki síður aðrir en lögfræðingar sem þurfa að skipa sveit útvarða hins tæra lagamáls svo okkur lögfræðingunum megi takast með hjálp þeirra og ábendingum að gera réttlætið sýnilegt og forðast viðjar vanans ef þær leiða til óskýrleika. Það er grundvallarregla að birta eigi lög fyrir almenningi og dóma fyrir aðilum máls. Og þá er rétt að spyrja hvað sé full- nægjandi birting. Samkvæmt lögum er svarið skýrt. Lög eru birt þegar þau hafa verið gefin út i Stjórnartíðindum og dómar eru birtir þegar dómsorð hefur verið lesið í dómi og endurrit afhent dómþola. Hugsun- in að baki þessara fyrirmæla er sú að rétt- lætis sé gætt með því að koma þessum upplýsingum til vitundar fólks. Með til- komu veraldarvefsins hefur orðið breyting til batnaðar hvað varðar aðgengi almenn- ings að lögum og dómum. En er birtingin í raun fullnægjandi ef innihaldið er lítt skilj- anlegt, hefur þá réttlætinu verið fullnægt í raun? Er það nægilegt að hægt sé að finna torskilda lagatexta í Stjórnartíðindum og á Netinu eða hafa í höndunum dóm sem er lögfræðilega réttur og samviskusamlega unninn ef menn skilja það ekki hvernig niðurstaðan er fengin? Víst er að slíkt er ekki til þess fallið að treysta réttarvitund- ina í samfélaginu. Þar eiga við orð Jónasar frá Hrafnagili (1961:378) í öðru samhengi, að það „kæfir oft áhrifin af því, sem á að segja“ (tilvitnun frá Þorsteini Gylfasyni 1973:138). Heimildir Austin, John. 1873. Lectures on Jurisprudence or The Phílosophy of Positive Law. London. (4. útg. endur- skoðuð af Robert Campbell.) Eggert Olafsson. 1772. Vice-Lavmand Eggert Olafsens og Land-Physici Biarne Povelsens Reise igiennem lsland 1-2. Sórey. Jefferson, Thomas. 1905. The Writings of Thomas Jefferson. Ritstj. Lipscomb. Johannesson, Kurt. 1985. Bildens Makt och Röstens. Tvarsnitt 2:14-22. Jónas Jónasson frá Hrafnagili. 1961. Islenskir þjóðhœttir. Reykjavík. Kjartan G. Ottósson. 1990. lslensk mál- hreinsun. Sögulegt yfirlit. Rit Islenskrar málnefndar 6. Reykjavík. Mellinkoff, David. 1978. The Language of the Law. 2. útg. Boston. Páll E. Ólason. 1930. Jón Sigurðsson II. Reykjavík. Skautrup, Peter. 1944. Det danske sprogs historie I. Kaupmannahöfn. Skautrup, Peter. 1947. Det danske sprogs historie II. Kaupmannahöfn. Skautrup, Peter. 1953. Det danske sprogs historie III. Kaupmannahöfn. Sveinn Sölvason. 1754. Tyro Juris edur Barn í Logum... Kaupmannahöfn. Þorleifur Hauksson og Þórir Óskarsson. 1994. Islensk stílfrœði. Reykjavík. Þorsteinn Gylfason. 1973. Að hugsa á islenzku. Skírnir 147:129-158. 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.