Málfregnir - 01.12.2002, Blaðsíða 45

Málfregnir - 01.12.2002, Blaðsíða 45
Hafliðaskrá 1117-1118, í Danmörku voru það Jósku lög 1241, rúmum hundrað árum seinna. Þau hefjast á orðum sem við þekkjum vel, „Með lögum skal land byggja“. Hin tæru boð þessara orða eru víðs fjarri því tungutaki sem við nú köllum almennt lagamál. Þróun opinbers málfars helst í hendur við aukin umsvif ríkisvalds og kirkju. Ahrif latínunnar voru talsverð á orðfæri embættismanna, klerka og fróðleiksmanna en hafa trúlega verið mun meiri í Danmörku en hér því fyrstu ríkislögin voru þar á latínu þó oftast fylgdi einnig dönsk þýðing (Skautrup 1944:213). Framan af voru einnig konungsbréf og aðrar opinberar tilkynningar á latínu, sem og rnilliríkjasamskipti. Það verður til opinber stíll sem greina má annars vegar í löggerninga og annað lögfræðilegt efni og hins vegar í bréf. Málfar á löggerningum ber ekki sterk einkenni erlendra áhrifa og þakkar Skautrup það formfestu þeirra en sama verði ekki sagt um opinber bréf og frá þeim geira þróast síðan kansellístíllinn sem við þekkjum vel (Det danske sprogs historie II5, Skautrup 1947:64-73). Einkenni kansellístílsins eru langar setningakeðjur með fjölda aukasetninga sem hver rekur aðra þar sem allt er tínt til sem hugsanlega kann að koma málinu við og efnið margendurtekið með hliðstæðu orðalagi, væntanlega í þeim tilgangi að tryggja að innihaldið komist örugglega til skila. Viðtengingarháttur var áberandi og hrúgað saman setningahlutum þegar lýst var mönnum og málefnum. Það voru ekki Jón Jónsson og Páll Pálsson sem deildu heldur háæruverðugur Jón Jónsson, stór- bóndi, elskulegur eiginmaður og þjónn og hæstmektugur Páll sem hafði álíka margt sér til ágætis (Skautrup 1947:71-72, dæmi frá 1466). Einnig var viss hátíðleiki sér- kenni kansellístílsins, fyrningar og erlend orð, yfir honum var bókmálsblær frekar en talmáls. Allt kunnugleg einkenni laga- málsins. Sænskur fræðimaður, Kurt Johannesson (1985), kveður hið opinbera málfar fyrrum hafa verið afkvæmi mælskulistarinnar en hana skilgreinir hann sem „fræðin um það sem á sér stað við tjáskipti" (1985:15). Ahrifaríkasta leiðin til þess að ná til áhugalausra, jafnvel fjandsamlegra, áheyr- enda var að breyta hinu óhlutbundna í eitthvað áþreifanlegt, hinu almenna í eitthvað einstakt og hinu óþekkta í eitthvað þekkt með því að lýsa umijöllunarefninu á myndrænan hátt, nota líkingar, frásagnir, dæmi og dæmisögur (1985:15). Röddin og líkamstjáningin skipti líka máli. Skautrup nefnir einnig tengsl tátólógíunnar og hinnar fornu mælskulistar (1947:66-68). Allt þetta er ólíkt nútímamálflutningi þar sem áhersla er lögð á að upplýsa og rökstyðja þannig að skynsamlegt samhengi sé á milli orsaka og afleiðinga. Kurt Johannesson kveður kynslóð eftir kynslóð presta, embættismanna og skálda í Svíþjóð á fyrri öldum hafa verið skólaðar í sömu sýn á manneskjuna, málið og samfélagið, m.a. með kennslu í mælskulist. Ríki og kirkja hafi fylgst vel með og skipt sér af öllu sem átti sér stað í samfélaginu og hið opinbera málfar hafi fyrst og fremst verið tæki til að viðhalda samlyndi og reglu og kæfa í fæðingu allar tilhneigingar til sundrungar. Allt fram á 18. öld hafi hið opinbera málfar í Svíþjóð verið valdatæki yfirstétta embættismanna og klerka þar sem þessi málnotkun hafi augljóslega verið framandi og torskilin almúganum. (Johannesson 1985:20-21.) Gömlu íslensku lagabálkarnir í Grágás og síðar Jónsbók eru á kjarngóðri íslensku og Jónsbók var helsta réttarheimildin á 5 Þetta bindi fjallar um tímabilið 1350-1700. Snemma á miðöldum þróaðist sérstök starfslist, sú að kunna að setja upp og skrifa lögfræðilegt eða opinbert skjal og nefndist ars dictandi. Skautrup kallar málfarið, sem kansellístillinn þróast af, „den diplomatariske stil“. 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.