Málfregnir - 01.12.2002, Blaðsíða 50

Málfregnir - 01.12.2002, Blaðsíða 50
endann á þeirri þróun svo sem ég mun koma að aftur á eftir. Það er að sönnu ekki algild regla að stór lönd byggi sundurleitt fólk: Japanar eru nærri 130 milljónir og þeir eru svo að segja allir eins. Það er ekki heldur einhlítt að sundurleit stórríki hljóti að klofna fyrr eða síðar vegna sundurþykkju: Bandaríkin eru órækur vottur þess. Og það er ekki heldur algild regla að smáþjóðir séu einsleitar eins og við Islendingar: ég nefni Kýpur og Máritíus til dæmis um fámennar eyþjóðir þar sem ólíkir kynþættir búa saman og efnahagurinn hefur blómstrað enda þótt á ýmsu hafi gengið þar um samkomulag meðal ólíkra þjóðfélagshópa. Hitt er þó algengast um heiminn að sundurleitni landsfólksins - og þá einnig fjöldi tungumála - fari eftir mannfjölda. Smáþjóðum heimsins hefur vaxið fiskur um hrygg undangengin ár í skjóli síaukinna milliríkjaviðskipta. Ef erlendum viðskipt- um væri ekki til að dreifa þá væru smáríki að ýmsu leyti óhagkvæm smæðarinnar vegna. Þá þætti mörgum þeirra trúlega nauðsyn bera til að sameinast stærri ríkjum af efnahagsástæðum. Mikil og vaxandi millilandaviðskipti leysa smáþjóðirnar af þessum klafa: þau gera fámennum þjóðum kleift að færa sér hagkvæmni stærðarinnar í nyt með viðskiptum við önnur lönd. Þannig kaupum við Islendingar utan úr heimi margt af því sem við þurfum mest á að halda og við gætum ekki séð okkur fyrir sjálfir nema með ærnum tilkostnaði, við sækjum okkur menntun til útlanda í stórum stíl og þannig áfram. Sjálfs- þurftarbúskapur er ávísun á ófremd og fátækt. Millilandaviðskipti eiga mikinn þátt í því hversu sjálfstæðum smáríkjum hefur fjölgað með tímanum. Þegar fyrri heimsstyrjöldin braust út árið 1914 voru sjálfstæð ríki 62 að tölu í heiminum öllum. Eftir lok heimsstyrjaldarinnar síðari 1946 voru þjóðríkin orðin 74. Síðan hefur fjöldi þeirra þrefaldast: nú eru sjálfstæð ríki rösklega 200 um heiminn. Endalok nýlendustefnunnar ýttu undir þessa þróun: í Afríku einni fjölgaði sjálfstæðum ríkjum um 25 árin 1960 til 1964. Skipbrot kommúnismans um og eftir 1990 fjölgaði Evrópuríkjum með líku lagi um helming, úr 32 í 48. Meðalstærð ríkja mæld í fólksfjölda, sem er algengasti mælikvarðinn á stærð ríkja, hefur einnig minnkað, úr 32 milljónum árið 1946 í 29 milljónir nú (19 milljónir ef Indland og Kína eru ekki talin með). Þessi tala er fundin með því að deila með fjölda landa í fólksfjölda heimsins alls. Það er einnig hægt að mæla meðalstærð ríkja með annarri aðferð sem bregður ef til vill skýrari birtu á viðfangsefnið. Smáríkjum hefur fjölgað svo mjög að helmingur ríkja heimsins hefur nú langt innan við sex milljónir íbúa. Danmörk með rösklega fimm milljónir manns er á þennan mælikvarða nálægt meðalstærð á heimsvísu. Frívæðing efnahagslífsins urn heimsins breiðu byggð undangengna áratugi hefur styrkt smáþjóðir í sessi - fjölgað þeim og ýtt undir þær á ýmsa lund. Heimurinn er nú fjölskrúðugri en nokkru sinni fyrr. Mér virðist það liggja í hlutarins eðli að smáþjóðir ættu þá að réttu lagi að nota aukinn styrk sinn inn á við og einnig á alþjóðavettvangi til að rækta sögu sína, menningu og tungu. Eg er ekki að lýsa eftir þjóðrembu af neinu tagi, alls ekki, hennar tími er liðinn, heldur aðeins eftir heilbrigðri og hógværri rækt við sérkenni smáþjóða og samkenni. Það er að vísu rétt að fyrrverandi nýlenduþjóðir hafa margar kosið að gera tungu nýlenduherranna að ríkismáli. Eg hef safnað upplýsingum um 60 fámennustu ríki heims og einu betur, öll lönd með 1,3 milljónir íbúa eða færri, til að kanna hvernig þjóðtungunum hefur reitt af. Athugum fyrst þau eyríki þar sem íbúafjöldinn er á bilinu 100.000 til 1,3 milljónir manns. Þessi eylönd er 26 að tölu. Fimmtán þessara ríkja eru mannfærri en 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.