Málfregnir - 01.12.2002, Blaðsíða 43
HJÖRDÍS HÁKONARDÓTTIR
Lagamálið: tæki valds og réttlætis1
Erindi á málþingi um málfar í opinberum skjölum sem Islensk málstöð efndi til 29.
september 2001. Auk Hjördísar fluttu þar erindi Sigrún Þorgeirsdóttir, Þýðingamiðstöð
utanríkisráðuneytis, Anton Helgi Jónsson, rithöfundur og framkvœmdastjóri
auglýsingastofunnar Tunglsins, Svala Valdemarsdóttir, ritstjóri hjá Alþingi, og Guðrún
Kvaran prófessor. Erindi Guðrúnar, Málfar í stjórnsýslu, var prentað í Málfregnum 20,
bls. 25-29. -Ritstj.
„Lagaviskan er e;n kunnátta, innifalin í því að vita og skilja lögin réttilega,
svo maður kunni þar af að heimfæra þau upp á fyrirfallandi sakir.“
Þetta er upphafssetningin í ritinu Tyro
Juris edur Barn i Logum „sem gefur
einfalda undirvísun um þá íslensku
lagavisku og nú brúkanlegan réttar-
gangsmáta með samburði fornra og nýrra
réttarbóta og fororðninga“, langur titill á
lítilli bók Sveins Sölvasonar lögmanns sem
var gefin út í Kaupmannahöfn 1754. Sveinn
notar mjög dönskuskotið orðafar og hafði
Rasmus Kristian Rask þau orð um þetta rit
Sveins að það væri „eitthvað hið vesalasta,
er ritað hefur verið á íslenzku“ (úr bréfi frá
Rask, tilvitnun frá Þorleifi Haukssyni og
Þóri Óskarssyni 1994:349). Sveinn réttlætir
dönskunotkun sína í formála bókarinnar
með því að hin gömlu gullaldarorð séu
komin úr móð og þar sem lögin séu frá
dönskum komin skiljist réttvísin ekki
nema upp á dönsku - þó til séu þeir sem
hangi í forneskjunni og átelji hann fyrir
„barbarismos in lingva patria“ (Sveinn
Sölvason 1754:b2, tilvitnun frá Kjartani G.
Ottóssyni 1990:33). Þarna tókust á ólík
sjónarmið hreintungu- og nýyrðastefnunnar
annars vegar og hins vegar alþjóðlegrar
fræðslustefnu upplýsingartímans (Kjartan
G. Ottósson 1990:32-35). Deila af þessu
tagi hefur fylgt okkar samfélagi og öðrum
frá kynslóð til kynslóðar. Nýlega var til
dæmis útvarpsspjall við tvo unga heim-
spekinga sem töldu það standa fræðilegri
umræðu á íslensku fyrir þrifum að taka
ekki inn í málið orð eins og subjektífur og
objektífur. Aðrir segja að öllu megi og eigi
að finna orð á íslensku og vitna í Einar
Benediktsson að „orð er á íslandi til um
allt, sem er hugsað á jörðu“ (Þorsteinn
Gylfason 1973:134).
Tungutak lögfræðinnar hefur vissa
sérstöðu þegar undanskilin er fræðileg
umræða. Hún felst í þeirri staðreynd að
verksvið og tilgangur lögfræðinnar lýtur
að skipulagi samfélagsins annars vegar og
réttarstöðu fólksins í samfélaginu hins
vegar. Ef lögin eru góð og menn
hamingjusamir er samfélagið gott, sögðu
Grikkirnir til forna. Lögin eru bæði
valdboð og leiðbeiningar sem sett eru fram
með orðum og setningum og í víðari
merkingu eru þau einnig niðurstöður
stjórnvalda og dómstóla um það hvað
reglurnar segja og hvernig þeim er beitt.
Þetta er gert með rökstuðningi þar sem
verkfærin eru líka orð og setningar.
Tungutak lögfræðinnar er því bæði tæki
valds og réttlætis.
1 Ég þakka Þorleifi Haukssyni yfirlestur fyrir birtingu og góðar ábendingar.
43