Málfregnir - 01.12.2002, Blaðsíða 49

Málfregnir - 01.12.2002, Blaðsíða 49
ÞORVALDUR GYLFASON Hvers virði er tunga sem týnist? Greinin er efnislega samhljóða erindi sem höfundur flutti á málrœktarþingi Islenskrar málnefndar á degi islenskrar tungu 2002. Auk Þorvalds fluttu þar erindi Andri Snœr Magnason rithöfundur, Benedikt Jóhannesson, stœrðfrœðingur og framkvœmdastjóri Talnakönnunar (prentað í þessu hefti Málfregna), og Guðrún Helgadóttir rithöfundur. -Ritstj. Hvers vegna er heimurinn ekki allur eitt land? — með einn fána, einn forseta, einn menntamálaráðherra, eina mynt og þar fram eftir götunum. Þessi spurning er ekki alveg eins fráleit í öllum greinum og ýmsum kynni að virðast við fyrstu sýn. Ymsir málsmetandi menn hafa hvatt til þess að öll lönd heimsins sameinist um eina mynt af fjárhagsástæðum. Einn helsti höfundur hugmyndarinnar um eina mynt handa öllum þjóðum heims var sæmdur Nóbelsverðlaunum í hagfræði fyrir fáein- um árum. Evrópuþjóðirnar hafa ákveðið að fækka myntum álfunnar til muna: grisjunin felst í því að evran leysir einstakar þjóðmyntir af hólmi svo að þess er hugsanlega ekki langt að bíða að hún verði eini eftirlifandi gjaldmiðillinn í gervallri Evrópu alla leið austur að landamærum Rússlands. Svo hvers vegna er heimurinn þá ekki allur eitt land? Hvers vegna er Evrópa ekki eitt land? Það stafar af því að fólk er ólíkt - sem betur fer. Fólk hefur ólíkar hugmyndir, óskir og þarfir. Þess vegna eru lönd heimsins mörg og misstór. Krafan um batnandi lífskjör í skjóli hagkvæms stórrekstrar knýr að sínu leyti á um sameiningu og samruna. Það er eðlilegt svo langt sem það nær. En sækjast sér um líkir, segir máltækið. Eftirsókn eftir samneyti við sitt eigið fólk - fólk sem býr að sömu menningu og sögu og talar sömu tungu - stendur gegn kröfunni um stórrekstur í búskap þjóðanna. Það er ekki hagfellt að hafa löndin of stór og fá því að stór lönd byggir yfirleitt sundurleitt fólk og mikilli fjölbreytni getur fylgt sundurþykkja og staðið velferð fólksins og framþróun fyrir þrifum. Smáríkjum getur með öðrum orðum vegnað vel ef smæðinni fylgir dágóð sátt og samheldni. Reynslan sýnir að smáríki hafa í gegnum tíðina ekki náð síðri árangri í efnahagsmálum en stórríki þegar öllu er á botninn hvolft. Það er hægt að orða þessa hugsun aðeins öðruvísi með því að segja að miðsókn og miðflótti takist á. Miðsóknaraflið togar lönd og þjóðir í átt að frekara samstarfi og sameiningu og stuðlar með því móti að fækkun þjóðlanda af fjárhagsástæðum. Miðflóttaaflið hneigist á hinn bóginn til að skipta löndum upp í smærri einingar og stuðlar þannig að íjölgun landa, einnig af fjárhagsástæðum. Miðsóknaraflið hafði yfirhöndina á 19. öld, að minnsta kosti í Evrópu. Þá varð Italía að einu þjóðríki við sameiningu nokkurra smáríkja, það var árið 1861, og Þýskaland fylgdi í kjölfarið nokkru síðar. Ymsum þótti það þá vera fráleit skipan að Belgía og Portúgal væru sjálfstæð ríki: þessi lönd voru talin vera of lítil til þess að geta staðið á eigin fótum. A 20. öld snerist taflið við: þá náði miðflóttaaflið yfirhöndinni í krafti aukinna millilandaviðskipta og sér ekki enn fyrir 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.