Málfregnir - 01.12.2002, Blaðsíða 4

Málfregnir - 01.12.2002, Blaðsíða 4
mál. Menntun tvityngdra barna er vita- skuld ekki nýtt viðfangsefni hér á Islandi en eins og allir vita hafa breytingar í samfélaginu á allra síðustu áratugum leitt til þess að brýnt var orðið að taka skipulegar á málum en gert hafði verið. Enn fleira getur tengst málstefnu, s.s. nám og kennsla í erlendum tungumálum. Stefna í kennslu eriendra mála blandast stundum saman við umræður um stöðu íslenskunnar gagnvart erlendum málum. í því sambandi er t.d. skemmst að minnast umræðu sem spratt upp í Qölmiðlum í febrúar sl. [2001] um að íslendingar ættu að huga að því hvort tímabært væri að stefna að því að þjóðin yrði tvítyngd. Þegar hugmyndir þessar voru skoðaðar nánar og ræddar kom í ljós að í reynd var einkum um það að ræða að stefna að því að gera Islendinga færari í ensku en þeir eru nú. íslensk málstefna Aðalatriði íslenskrar málræktar eru annars vegar varðveisla íslenskunnar og hins vegar efling hennar (sbr. t.d. Guðmund B. Kristmundsson o.fl. 1986 og Baldur Jóns- son 1987) og til grundvallar liggur sú málpólitíska afstaða að íslenska verði áfram opinbert mál í landinu. Með varðveislu er átt við að reyna að varðveita íslensku eins og hægt er í núverandi mynd. Megintilgangur varð- veislunnar er að viðhalda því samhengi sem er í íslensku ritmáli frá upphafi. Islendingar geta lesið sér til fróðleiks og skemmtunar (án þess að leggja á sig umlalsverðan lærdóm) það sem ritað hefur verið á íslensku frá því á 12. öld. (Sjá t.d. Baldur Jónsson 1997:164.) Þetta er einstakt og mörgum Islendingum og fleirum, sem til þekkja, þykir mikilvægt að þessi tengsl haldist áfram eftir því sem hægt er. Ymsar málbreytingar hafa raunar orðið í íslensku frá upphafi til nútímans. Þar af eru hinar veigamestu í íslenska hljóðkerfinu og þá sérstaklega í framburði sérhljóða (á 12.-16. öld) en þær voru svo kerfisbundnar að þær röskuðu ritmálinu lítið í raun. Setningagerð og beygingakerfi hefur tiltölulega lítið breyst. En mörg ný orð hafa bæst við íslenska orðaforðann eins og eðli- legt er á svo löngum tíma þar sem þjóðlíf hefur gerbreyst. Sum gömlu orðanna hafa líka fengið nýja merkingu til viðbótar við hina eldri. En rétt er að benda á í þessu sambandi að mörg algeng orð, sem fólk notar núna dags daglega á íslandi, eru hin sömu og í forníslensku (norrænu), þ.e. orð eins og t.d. höfuð, auga, himinn, haf, þú, kýr, gras, móðir, faðir, ganga o.s.frv. Með eflingu íslenskunnar er átt við allt sem miðar að því að íslenskt mál nýtist íslendingum sem best. Þar má nefna 1) að búa til ný orð og orðasambönd eftir því sem þörf er á (þó þannig að það brjóti ekki í bága við hefðir málsins í framburði, beygingum, orðmyndun og setningagerð), 2) að styrkja notkun íslensku við hvers kyns aðstæður, 3) að treysta kunnáttu Islendinga (og annarra sem áhuga hafa) í meðferð íslensks máls og 4) að styrkja trú á gildi íslensku sem móðurmáls velflestra Islendinga og eina opinbera tungumálsins á Islandi (sjá nánar Guðmund B. Krist- mundsson o.fl. 1986:27). Þegar talað er um varðveislu í öðru orðinu og eflingu í hinu geta það í fljótu bragði virst andstæður, þ.e. menn gætu talið að hið íhaldssama varðveislusjónarmið hamlaði eflingu tungumálsins en hún felur m.a. í sér nýjungar. Svo virðist þó ekki þurfa að vera þegar betur er að gáð. I íslenskri málrækt hefur komið í ljós að heppileg og hagkvæm aðferð við þróun og eflingu nútímamálsins er að taka mið af þeim orðum og því kerfi sem fyrir er. Þetta kemur vel í ljós þegar hugað er að orðaforðanum. Nýyrði og tökuorð Það er mjög áberandi þáttur í íslenskri málrækt að búa til ný orð, nýyrði. Orðaforði íslenskunnar hefur t.d. undan- farin 150 ár vaxið gífurlega með ný- 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.