Málfregnir - 01.12.2002, Blaðsíða 35
um annað að gera en innleiða stofnheiti
fyrir kvíslirnar, á sama hátt og Stefán hafði
gert fyrir háplöntur. Þannig hefur Bergþór
Jóhannsson gefið öllum mosum, sem hér
vaxa, íslensk nöfn, Hörður Kristinsson
hefur nefnt íjölmargar fléttutegundir og
höfundur þessarar greinar hefur gefið
flestum stórsveppum islensk heiti. Þá hafa
allnokkrar tegundir þörunga fengið íslensk
nöfn.
Olíklegt er þó að nokkurn tíma verði
allur hinn mikli sægur smásærra sveppa
og þörunga nefndur upp á vora tungu og
sama á við um marga smádýraflokka.
Almennt má segja að við þessar
nafngiftir hafi nafnareglum Stefáns
Stefánssonar verið fylgt. Bergþór Jóhanns-
son gengur lengst í því efni. Hann hefur
valið stutt og einföld stofnheiti á allar
kvíslir íslenskra mosa og við þau skeytir
hann orðinu -mosar en býr svo til
tegundanöfn með fyrri hluta kvíslarnafns
sem seinni lið. Dæmi: Snúðmosar
(Tortula), með tegundunum veggjasnúður,
dvergsnúður, urðarsnúður, skorusnúður,
lautasnúður, hœrusnúður, fjörusnúður.
Hann ritar kvíslarnöfnin í fleirtölu eins og
Bjarni Sæmundsson hafði áður gert í
spendýrabókum sínum (sjá síðar).
Bergþór gerði grein fyrir kvíslanöfnum
sínum í sérstökum ritlingi (Tillögur um
nöfn á íslenskar mosaœttkvíslir, 1985) og
mun það vera eina ritið af þvi tagi á
íslensku. Bergþór fylgir alþjóðlegum
nafnareglum einnig að því leyti að hann
kennir ættir og ættbálka jafnan við þá kvísl
sem útvalin er sem nafngjafi í fræðinöfnum
þeirra en áður hafa íslenskir náttúru-
fræðingar varla fylgt neinni reglu í því
efni.
Greinarhöfundur hefur að mestu leyti
fylgt sömu stefnu í nafngiftum íslenskra
sveppa enda átti hann þátt í að móta hana
með Bergþóri á sínum tíma og notaði
jafnan endinguna -sveppir eða -sveppur í
kvíslanöfnum eins og fram kemur í
Sveppakverinu (1979) og víðar. I nýrri
sveppabók, sem hann hefur í smíðum, er
hins vegar leitast við að nota fleiri endingar
eða sleppa þeim alveg. Dæmi: Hnefa-
sveppur (Russula), með tegundunum
grœnhnefia, gulhnefia, birkihnefia o.s.frv.,
er nú bara nefndur Hnefla en tegundanöfnin
eru óbreytt. Hnefluætt kemur þá í stað
Hnefasveppsættar o.s.frv. sem er styttra og
þjálla.
Hörður Kristinsson hefur sjaldan notað
endingarnar -skóf eða -fiétta á fléttukvíslir
en hann hefur fram til þessa lagt áherslu á
að nefna tegundir en ekki kvíslir þó að
hann fylgi að mestu sömu reglum og
Bergþór með tegundanöfnin. Lítið af
þessum fléttunöfnum hefur birst opinber-
lega nema helst í rannsóknaskýrslum.
Ymsir ljöru- og sæþörungar eiga sér
gömul íslensk heiti en auk þess hafa þeir
Karl Gunnarsson og Sigurður Jónsson
gefið allnokkrum tegundum sæþörunga
íslensk nöfn. Hafa þeir í meginatriðum
fylgt nafnareglum Stefáns í því efni
(Sigurður Jónsson og Karl Gunnarsson
1978). I bók greinarhöfundar Veröldin í
vatninu (1979) var hins vegar lögð mest
áhersla á að nefna flokka, ættbálka og ættir
vatnaþörunga en nýnefni kvísla og tegunda
eru fá og lítt kerfisbundin.
Nafngiftir á dýrum (ágrip)
Ekki verður hjá því komist að geta hér
aðeins um íslenskar nafngiftir á dýrum því
að nokkurt samspil eða víxlverkun hefur
átt sér stað milli grasa- og dýrafræðinga í
þessu efni eins og eðlilegt er.
Bjarni Sæmundsson fylgdi nafnareglum
Stefáns í hryggdýrabókum sínum (íslensk
dýr /-///, 1926-1936) að svo miklu leyti
sem það var hægt vegna gömlu nafnanna.
Hann tók upp þá nýbreytni að rita
kvíslanöfn í fleirtölu og hafa sumir
grasafræðingar tekið það eftir honum.
I ritinu Sœlindýr við lsland (1919), eftir
Guðmund G. Bárðarson, kom fyrst fram sú
nýbreytni að mynda fyrri hluta tegunda-
nafna sömu kvíslar með orðum sem standa
35