Málfregnir - 01.12.2002, Blaðsíða 57
Stefnuskrá íslenskrar málnefndar 2002-2005
íslensk málnefnd
íslensk málnefnd starfar eftir lögum nr. 2
frá 31. janúar 1990 með síðari breytingum.
Hún er málræktar- og málverndarstofnun
og rekur íslenska málstöð.
Hlutverk málnefndarinnar er margþætt.
Henni ber lögum samkvæmt að vinna að
eflingu íslenskrar tungu og varðveislu
hennar í ræðu og riti. Hún á einnig að vera
stjórnvöldum til ráðuneytis um íslenskt mál
og umsagnar hennar skal yfirleitt leitað
áður en settar eru reglugerðir eða annars
konar fyrirmæli um íslenska tungu. Nefnd-
in á að vera í góðri samvinnu við þá sem
mikil áhrif hafa á málfar almennings, svo
sem Qölmiðla og skóla, og sömuleiðis við
stofnanir sem koma að íslenskum manna-
og staðanöfnum. Hún á að leiðbeina jafnt
opinberum stofnunum sem almenningi um
málfarsleg efni á fræðilegum grundvelli og
gefa út rit til fræðslu og leiðbeiningar um
íslenskt mál. Þá á málnefndin að vinna að
skipulagðri nýyrðastarfsemi og hafa sam-
vinnu við orðanefndir félaga og stofnana
og vera þeim til aðstoðar. Einnig á
málnefndin að hafa samstarf við aðrar
málnefndir á Norðurlöndum og við aðrar
erlendar málnefndir eftir ástæðum.
Staða íslenskrar tungu í breyttu
þjóðfélagi
Miklar og örar breytingar hafa orðið á
íslensku þjóðfélagi á síðustu tveimur ára-
tugum sem óhjákvæmilega hafa áhrif á
þróun tungunnar. Erlend mál, einkum
enska, sækja víða á innan vísinda og tækni,
jafnt á börn sem fullorðna, og mikilvægt er
að vinna markvisst að því að íslenska missi
ekki gildi sitt á þessum sviðum. En víðar
þarf að taka til hendinni. Fjölmiðlar og
auglýsingafyrirtæki geta haft mikil áhrif á
málfar almennings og sama gildir um
fjölmörg önnur fyrirtæki innan atvinnu-
lífsins.
Norræna ráðherranefndin lét vinna
skýrslur á öllum Norðurlöndum um svo-
nefndan umdæmisvanda (domænetab) en
þar er átt við stöðu ensku gagnvart
Norðurlandamálum þannig að notkunarsvið
þjóðtungna þrengist. Ari Páll Kristinsson,
forstöðumaður Islenskrar málstöðvar, vann
íslensku skýrsluna og er hún birt á heima-
síðu málstöðvarinnar (www.ismal.hi.is/
utredning.html). Hann athugaði einkum
ástandið innan skólakerfis, hjá fjölmiðlum,
í háskólastarfi og vísindum og í stjórn-
sýslunni. Hann komst að þeirri niðurstöðu
að áhrifin væru ekki svo mikil á umrædd-
um sviðum að hægt sé að tala um að enska
sé þegar orðin þar ráðandi en teikn séu á
lofti um að viðhorf til notkunar ensku í
viðskiptalífinu og innan atvinnufyrirtækja
séu að breytast. Fari að hrikta í einni stoð
geta aðrar skekkst og að lokum fallið.
Hér á eftir er birt stefnuskrá Islenskrar
málnefndar fyrir árin 2002-2005. Lögð
hefur verið áhersla á að benda á raunhæf
verkefni sem nauðsynlegt er að vinna að á
komandi árum og valin nokkur sem mál-
nefndin telur brýnast að sinna á starfstíma
sínum. Margt er þegar í gangi sem styðja
þarf við, m.a. nýyrðastarfsemin, en önnur
mikilvæg verkefni bíða úrlausnar.
Tillögur um raunhæf verkefni
Skilgreina þarf ólíka markhópa eða
vettvang. Það sem til greina kemur er
einkum eftirfarandi:
Börn og unglingar
Almenningur
Innflytjendur
Skólar
Vísindi og fræði
Fjölmiðlar
Fyrirtæki og þjónusta
Af framantöldu telur málnefndin brýnast
að leggja rækt við
57