Málfregnir - 01.12.2002, Blaðsíða 61

Málfregnir - 01.12.2002, Blaðsíða 61
►Viðhorfskönnun til tungumálsins (Er í gangi hvað varðar nýyrði: Rannsóknar- verkefnið Moderne importord i spráka i Norden. Ei gransking av bruk, norm og sprákholdningar.) ►Hvetja til þess að málfarsráðgjafar verði ráðnir að stóru fjölmiðlunum. ►Huga að því hvort lögleiða eigi íslensku sem ríkismál (sbr. Mál i mun 2002). ►Hlúa áfram að verkefnum sem þegar er unnið að hjá Islenskri málnefnd svo sem stuðningi við orðanefndir og gerð staf- setningarorðabókar. Starfstímabilið 2002-2005 Nefnd hafa verið margs konar verkefni sem Islensk málnefnd telur brýnt að unnin séu en ljóst er að hvorki fjárveitingar né mannafli er fyrir hendi til að sinna þeim öllum á starfstíma nefndarinnar. Því leggur Islensk málnefnd til að auk reglulegra starfa nefndarinnar verði einkum unnið að eftirfarandi verkefnum á starfstímabilinu 2002-2005: ►Standa árlega að málræktarþingi í tengslum við dag íslenskrar tungu. Leitast skal við að viðfangsefni þinganna höfði til almennings og að þar séu tekin til umræðu málfarsefni sem eru í brennideplinum hverju sinni. ► Gefa út nýja stafsetningarorðabók um íslenska tungu. ►Fá inn í hina árlegu samkeppni um bestu auglýsinguna einnig samkeppni um bestu einkunnarorðin og besta auglýsingatextann. ►Hafa samvinnu við menntastofnanir um að vekja börn og unglinga til vitundar um íslensku og tungumálaaðstæður almennt og stuðla að þjálfun í lestri og framsögn. Hlúa að stóru upplestrarkeppninni og standa að bókmenntaþingi ungra lesenda. ►Hefja undirbúning að útgáfu upplýsinga- og vinnuheftis með verkefnum þar sem vakin er athygli á notkun íslensku og sambandinu við enska tungu, sbr. norska heftið Norsk - i nye tusen ár? ► Hvetja tölvufyrirtæki til að takast á við verkefni sem felast í því að aðlaga forrit að íslensku og til nýsköpunar á því sviði. ►Hvetja fyrirtæki, þjónustustofnanir og ekki síst fjölmiðla til að ráða til sin málfarsráðgjafa. ►Hvetja fyrirtæki, þjónustustofnanir og hið opinbera til að standa að starfstengdum íslenskunámskeiðum fyrir erlenda starfsmenn. ►Leggja drög að undirbúningi að handbók um málnotkun í víðum skilningi svipaðri Politikens Nudansk hándbog. ► Standa að skrifum í blöð og tímarit þar sem vakin er athygli almennings og ráðamanna á ýmsum þeim atriðum sem rædd voru hér að framan. Heimildir Ari Páll Kristinsson. 2001. Utredning om de nordiske sprákenes domener og det siste tiárs sprákpolitiske initiativ. Island. Nordisk ministerráds sprákpolitiske referansegruppe. (http://www.ismal.hi.is/ utredning.html) Förslag till handlingsprogram för att framja svenska spráket. 1999. Sprák i Norden, bls. 78-105. Mál i mun - Förslag till handlingsprogram för svenska spráket. 2002. Parlamentarisk sprákkommitté. SOU 2002:27. (http:// kultur.regeringen.se/index.htm) Navn i neon - et tilbud til bedrifter, etater og organisasjoner. Norsk sprákrád, Ósló. (http://www.sprakrad.no/neon.htm) Norsk - i nye tusen ár? Norsk sprákrád, Ósló. (http://www.sprakrad.no/tusen. htm) Tómas I. Olrich. 2001. Menningartengd ferðaþjónusta. Samgönguráðuneytið, Reykjavík. 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.