Málfregnir - 01.12.2002, Page 64
Fregnir af útgáfu og þjónustu á vegum
r
Islenskrar málnefndar og málstöðvar 2002
Málsgreinar, afmælisrit Baldurs Jónssonar
Islensk málnefnd ákvað að efna til útgáfu bókar til heiðurs Baldri Jónssyni sjötugum
árið 2000. Hinn 24. janúar 2002 kom út í ritröð íslenskrar málnefndar ritið
Málsgreinar. Afmœlisrit Baldurs Jónssonar með úrvali greina eftir hann (449 bls.).
Ritið skiptist í tvo hluta. Sá fyrri nefnist Kannanir og ábendingar en síðari hlutinn
ber yfirskriftina Málpólitík. I fyrri hlutanum eru ritsmíðar um orðsögu og
orðskýringar, athuganir á textum, orðaforða, orðmyndun og framburði, auk
ábendinga um orð og orðalag. í síðari hlutanum ræðir Baldur um málpólitík og gerir
grein fyrir hugmyndum sínum um þau efni.
Málfarsbankinn, nýjung í þjónustu íslenskrar málstöðvar
Málfarsbanki Islenskrar málstöðvar á Netinu var formlega opnaður 30. maí 2002. Sjá
http://www.ismal.hi.is/malfar/. Þar er hægt að slá inn leitarorð sem lúta að málnotkun
og finna úrlausnir sem teknar hafa verið saman í íslenskri málstöð. Við opnun
málfarsbankans voru í honum um 7000 flettugreinar.
Orðabanki Islenskrar málstöðvar 5 ára
Hinn 15. nóvember 2002 voru 5 ár liðin frá því að menntamálaráðherra opnaði
orðabanka Islenskrar málstöðvar á Netinu. Sjá http://www.ismal.hi.is/ob/. Ohætt er
að segja að orðabankinn hafi sannað sig svo að um munar. I honum eru nú aðgengileg
43 orðasöfn og þar eru í notkun vinnusvæði fyrir enn fleiri söfn. A bilinu 300.000-
400.000 heiti eru nú í orðabankanum. Aðsókn eykst sífellt. I október 2002 voru t.d.
skráðar 11.125 heimsóknir og 69.407 uppflettingar í birtingarhluta orðabankans (sem
samsvarar 358 heimsóknum og 2.238 uppflettingum að jafnaði dag hvern).
Útgefandi Málfregna: íslensk málnefnd
Ritstjóri: Ari Páll Kristinsson
Ritstjórn og afgreiðsla: íslensk málstöð,
Neshaga 16, ÍS-107 Reykjavík
Sími: 552-8530. Bréfasími: 562-2699
Veffang: http://www.ismal.hi.is/
Netfang ritstjóra: aripk@ismal.hi.is
Áskriftarverð: 895 kr. (m.vsk.) á ári
Gutenberg
ISSN 1011-5889
ISLENSK MALNEFND