Bændablaðið - 17.07.2014, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 17.07.2014, Blaðsíða 8
8 Bændablaðið | Fimmtudagur 17. júlí 2014 Fréttir Landnotkun í dreifbýli: Áfangaskýrslu skilað til ráðherra Starfshópur um undirbúning skipulags landnotkunar í dreifbýli hefur skilað umhverfis- og auðlindaráðherra áfangaskýrslu. Dregin eru fram í skýrslunni atriði sem huga þarf að í tengslum við landnotkun í landsskipulagsstefnu. Meðal þess sem hópurinn telur að fjalla þurfi um eru skilgreining og flokkun á landbúnaðarlandi, skilgreining á því hvað dregur að ferðamenn og hvernig það verði best varðveitt, endurheimt vistkerfa, stuðningur við skógrækt með tilliti til mismunandi skógræktarskilyrða og skipulag og mannvirkjagerð við uppbyggingu sem tengist ferðaþjónustu. Í skýrslunni er einnig fjallað með almennum hætti um landnotkun í dreifbýli, rýnt í þróun landnotkunar síðasta áratug, helstu breytingar og árekstra sem upp hafa komið og hvernig helstu hagsmunaaðilar sjá fyrir sér landnotkun þróast á næstu árum. Eins eru dregnar saman helstu tillögur og niðurstöður sem unnar hafa verið á síðustu árum, meðal annars af starfshópum á vegum stjórnvalda. Starfshópurinn var skipaður af umhverfis- og auðlindaráðherra í nóvember 2013 og hefur það meginmarkmið að vinna faglegan grundvöll fyrir framlagningu landsskipulagsstefnu 2015-2026 varðandi landnotkun í dreifbýli og sjálfbæra landnýtingu. Sigurgeir Höskuldsson afhenti Sigurbjörgu Jónsdóttur hvatningarverðlaunin, en með þeim er Reinhard Reynisson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunar- félags Þingeyinga, lengst til vinstri á myndinni. Eins og Íslendingar vita hefur ferðamannastraumurinn til landsins aldrei verið meiri. Margir eru mjög áhugasamir um íslenska matarmenningu og vilja smakka alíslenskar afurðir eins og skyr. Nýlega var skemmtileg kynning í miðbæ Reykjavíkur þar sem ferðamönnum gafst færi á að smakka skyr. Skyrið vakti mikla lukku meðal ferðafólks sem flest hafði heyrt um skyr og langaði til að smakka. Það var greinilegt að fólki líkaði vel við þessa séríslensku mjólkurafurð. Við þetta tilefni var búið þannig um hnútana að ferðamenn fengu einnig afhenta upplýsingapésa um skyr. Gegn afhendingu þeirra gafst þeim kostur á að ná sér í 170 g skyrdós endurgjaldslaust í verslun 10-11 í Austurstræti. Sams konar kynningar verða endurteknar í sumar. Útlendingar brjálaðir í íslenska skyrið Íslenska skyrið er allsstaðar að slá í gegn á Norðurlöndum og í Bandaríkjunum því að Mjólkur- samsalan gerir ráð fyrir að selja sextíu milljón dósir í ár á meðan átta milljón dósir munu seljast hér heima. Starfsmenn Mjólkursam- sölunnar hafa vart undan að framleiða og pakka íslenska skyrinu sem er flutt úr landi, en mesta salan er í Finnlandi, Noregi, Sviss, Færeyjum og Grænlandi, auk þess sem lítill hluti fer á Bandaríkjamarkað. Salan eykst um 20% ár eftir ár „Á Íslandi er aukningin 20% á þessu ári og hún var 20% í fyrra, þannig að við tengjum þetta beint við mikinn ferðamannafjölda. Við erum að selja átta milljónir dósa á íslenska markaðnum og síðan erum við auðvitað að flytja heilmikið út og reiknum með að selja sextíu milljónir á þessu ári,“ segir Aðalsteinn H. Magnússon, sölustjóri hjá Mjólkursamsölunni. „Salan í Skandinavíu á síðustu fjórum til fimm árum hefur tífaldast,“ bætir hann við. Um þriðjungur af skyrinu fer í gegnum Mjólkursamsöluna og eru tekjur af því um 1800 milljónir. Síðan eru 2/3 af þessum 60 milljónum dósa seldir með leyfissamningum þar sem skyrið er framleitt hjá leyfishafa undir eftirliti Mjólkursamsölunnar. Aðalsteinn segir að fram til þessa hafi bændur náð að framleiða næga mjólk en unnið er að því með öllum tiltækum ráðum að auka framleiðsluna. Smekkur fyrir mismunandi bragðbætingu skyrsins er mjög mismunandi eftir löndum. „Okkur Íslendingum finnst best vanilluskyr og bláberjaskyr en Finnarnir eru mjög hrifnir af skyri með bökuðum eplum,“ segir Aðalsteinn. Skyrið fer vel í erlenda ferðamenn Hvatningar verðlaunin 2014 féllu Akurseli ehf. í skaut Fyrirtækið Akursel ehf. í Öxarfirði var heiðrað fyrir framúrskarandi lífræna framleiðslustarfsemi sem byggir á sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda héraðsins. Akursel hlaut Hvatningarverðlaun Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga fyrir árið 2014, en verðlaunin voru veitt á aðalfundi félagsins sem haldinn var á Kópaskeri nýverið. Sigurgeir Höskuldsson, fráfarandi stjórnarformaður Atvinnu þróunar- félagsins, afhenti Sigurbjörgu Jónsdóttur viðurkenninguna, en ásamt eiginmanni sínum Stefáni Gunnarssyni og fjölskyldu hefur hún náð góðum árangri í ræktun á gulrófum, sem bæði eru afar hollar og líka vinsælar meðal viðskiptavina. Skyrkynning í miðbæ Reykjavíkur vakti mikla athygli meðal útlendinga. Þær Kristjana Ósk Howard og Bergþóra Bergsdóttir kynntu dásemd íslenska skyrsins fyrir ferðamönnum með brosi á vör í miðborginni á dögunum. Skyrið kallaði fram fallegt bros hjá þessari fjölskyldu. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga – SASS: Gunnar Þorgeirsson var endurkjörinn formaður Gunnar Þorgeirsson, oddviti Grímsnes- og Grafningshrepps, var endurkjörinn formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) á aukaaðalfundi samtakanna á Hótel Selfossi 2. júlí. Elín Einarsdóttir, oddviti Mýrdalshrepps, er nýr varaformaður samtakanna. Aðrir í stjórn eru; Páll Marvin Jónsson, Vestmannaeyjum, Sandra Dís Hafþórsdóttir, Árborg, Eggert Valur Guðmundsson, Árborg, Sæmundur Helgason, Höfn í Hornafirði, Anna Björg Níelsdóttir, Sveitarfélaginu Ölfusi, Unnur Þormóðsdóttir, Hveragerðisbæ, og Ágúst Sigurðsson, Rangárþingi ytra. Á fundinum fór Gunnar yfir störf fráfarandi stjórnar og Þorvarður Hjaltason, framkvæmdastjóri SASS, fór yfir ársreikning samtakanna fyrir árið 2013. /MHH Árið 2013 fæddust 4.326 börn á Íslandi, sem er nokkur fækkun frá árinu 2012 þegar hér fæddust 4.533 börn. Það komu 2.129 drengir í heiminn og 2.197 stúlkur árið 2013, sem jafngildir 969 drengjum á móti hverjum 1.000 stúlkum. Samkvæmt upplýsingum á vef Hagstofu Íslands er helsti mælikvarði á frjósemi fjöldi lifandi fæddra barna á ævi hverrar konu. Árið 2013 var frjósemi íslenskra kvenna lægri en tveir í fyrsta sinn frá 2003, eða 1,932 börn á ævi hverrar konu. Yfirleitt er miðað við að frjósemi þurfi að vera um 2,1 barn til þess að viðhalda mannfjöldanum til lengri tíma litið. Frjósemin nú er nærri helmingi minni en hún var um 1960, en þá gat hver kona vænst þess að eignast rúmlega fjögur börn á ævi sinni. Frjósemi á Íslandi hefur verið hærri en annars staðar í Evrópu á síðustu árum. Ásamt Íslandi hefur frjósemi verið yfir tveimur í Frakklandi, á Írland og í Tyrklandi síðustu ár en verið að meðaltali 1,6 í 28 löndum Evrópusambandsins. Lægst var fæðingartíðnin innan álfunnar í löndum Suður-Evrópu árið 2012. Þar var hún á 1,28 í Portúgal, 1,32 á Spáni og 1,34 í Grikklandi. Aðeins tæplega þriðjungur barna á Íslandi fæddist í hjónabandi árið 2013 (31,7%). Þetta hlutfall hefur haldist nokkuð stöðugt frá því um miðjan 10. áratug nýliðinnar aldar, en þá var það 36,5%. Frá 1961 til 1996 lækkaði hlutfall þeirra barna sem fæddust í hjónabandi úr 74,3% í 36,5%. Á sama tíma hækkaði hlutfall þeirra barna sem fæddust í óvígðri sambúð úr 13,4% í 50,9%. Þetta hlutfall er nær óbreytt árið 2013 (51,9%). Nokkuð fleiri börn fæddust því utan sambúðar eða hjónabands í fyrra en á árunum 1961-1956 (16,3% á móti 12,4%). Af löndum Evrópu fæðast fæst börn innan hjónabands á Íslandi. Af löndum Evrópu fæðast fæst börn innan hjónabands á Íslandi: Frjósemi minnkaði árið 2013

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.