Bændablaðið - 17.07.2014, Blaðsíða 27

Bændablaðið - 17.07.2014, Blaðsíða 27
27Bændablaðið | Fimmtudagur 17. júlí 2014 af skepnum sem fóðraðar eru með grasi og grófu korni. Fólk víða um heim er sem betur fer farið að vakna til vitundar um að svo gengur þetta ekki til lengdar og framleiðsla af minni, lífrænum búum og vörur á bændamörkuðum er orðin eftirsótt matvara,“ segir Ingólfur. Matur ekki dýr á Íslandi „Almenningur verður að fara að átta sig á því að matur á Íslandi er ekkert sérstaklega dýr. Foreldrar okkar og afar og ömmur borguðu mun hærra verð fyrir matinn en við gerum í dag. Fólk er tilbúið að borga háar upphæðir fyrir bíla, húsnæði, föt, utanlandsferðir og alls konar afþreyingu en maturinn má helst ekki kosta neitt. Skuldinni er skellt á bændur og matvælaframleiðslu og hún sögð allt of kostnaðarsöm ef um góða vöru er að ræða. Í Noregi, sem er eitt ríkasta landi í heimi, er litið á framleiðslu matvæla og mataröruggi sem mikilvægan þátt í að halda landinu í byggð. Norðmenn líta svo á að þar sem vex gras og hægt er að framleiða fóður á sjálfbæran hátt eigi að vera landbúnaður. Á Íslandi þykir aftur á móti sjálfsagt að leggja beitarland undir sumarhúsabyggð eða gera heilu jarðirnar að leiksvæði fyrir þá sem eiga mikið af peningum. Í mínum huga er nýting á landi forsenda matvælaöryggis og kominn tími til að við umgöngumst það sem slíkt,“ segir Ingólfur. Langar að framleiða lífrænan áburð Ingólfur segir að næsta skerf í búrekstri þeirra hjóna sé að reisa nýtt fjárhús fyrir um 250 kindur og að það verði talsvert öðruvísi en peningshús sem þekkjast hér á landi. „Í Andøy er framleitt talsvert af svarðmold og hluti moldarinnar er fenginn af okkar jörð. Við höfum nánast ótakmarkaðan aðgang að þessari mold. Á jörðinni vex líka mikið af fjalldrapa og birki, sem á köflum er að færa allt í kaf. Reyndar er það svo að ef ekkert er gert til að halda birkinu niðri yfirtekur það öll tún á fáeinum árum. Hugmyndin hjá mér er að nota birkihrís og svarðmold í gólfið á húsinu og framleiða með því ásamt taðinu lífrænan áburð til að bera á túnin á vorin og færa reksturinn þannig enn nær því að vera sjálfbæran. Ég hef átt í viðræðum við vegagerðina og nágrannasveitarfélög um þessa hugmynd og get hugsanlega í framtíðinni skapað mér vinnu við að fjarlægja kjarr og tré af vegum. Hráefnið verður síðan tætt og notað sem undirlag fyrir skepnurnar,“ segir Ingólfur að lokum. /VH Íslenskir hestar í Noregi. Norvell Gard. Ný hönnun, ný tækni T5.115 með Alö X46 ámoksturstækjum aðeins 9.680.000 kr. án vsk. NEW HOLLAND Einstök hönnun á húsi þar sem öll tæki eru innan seilingar og með frábært útsýni úr húsi sem enginn annar býður. Aukin þægindi fyrir ökumann og farþega Stærri hurðir auðvelda umgengni í ökumannshúsi 24x24 kúplingsfrír gírkassi með milligír New Holland stendur fyrir gæði, endingu og frábært endursöluverð T5 Dalvegur 6-8 • 201 Kópavogur • Sími 535 3500 Draupnisgata 6 • 603 Akureyri • Sími 535 3526 www.kraftvelar.is • kraftvelar@kraftvelar.is

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.