Bændablaðið - 17.07.2014, Blaðsíða 17

Bændablaðið - 17.07.2014, Blaðsíða 17
17Bændablaðið | Fimmtudagur 17. júlí 2014 Hinn 13. júlí sl. varð Dýra vernd- arsamband Íslands 100 ára, en það hefur starfað óslitið síðan á stofnfundinum þann dag sumarið 1914. Á þessum árum hafa þó orðið ýmsar nafnabreytingar en nú sem fyrr eru þetta einu alhliða dýraverndarsamtökin í landinu. Þau láta sig varða velferð allra dýra, hvort sem um er að ræða búfé, gæludýr eða villt dýr. Seint á 19. öld og í byrjun 20. aldar var farinn að koma fram áhugi á að vinna að ýmsum úrbótum í meðferð dýra og þó einkum búfjár. Vetrarfóðrun var oft ábótavant í harðbýlu landi og því skipti löggjöf um eftirlits- og fóðurbirgðafélög miklu máli, sem Búnaðarfélag Íslands beitti sér fyrir. Þá voru fyrstu dýraverndarlögin sett snemma á 20. öld, en við samningu þeirra komu hin nýju samtök um dýravernd 1914 mjög við sögu með Tryggva Gunnarsson bankastjóra, Ingunni Einarsdóttur og fleiri frumkvöðla í fararbroddi. Baráttumálin voru margvísleg, flest tengd búfjárhaldi, svo sem kröfur um mannúðlegri aðferðir við geldingu og slátrun. Þá skipti miklu máli á þessum árum að dýralæknaþjónusta var smám saman að eflast. Nú er öldin önnur en þó eru sum málin furðu lík. Ný vandamál hafa komið upp, viðhorf hafa verið að breytast en eitt er víst að slík áhugamannasamtök, þar sem fólk vinnur af hugsjón að bættri velferð dýra, gegna veigamiklu hlutverki. Hinn lagalegi grunnur hefur nýlega verið efldur með rækilegri endurskoðun reglna sem varða velferð dýra. Þar hefur Dýraverndarsamband Íslands komið mikið við sögu. Jafnframt er um samfélagsmál að ræða því að öllum ber okkur skylda til að gæta þess að vel sé farið með dýr þannig að eðlislægt atferli þeirra fái að njóta sín sem best. Tryggvi Gunnarsson, fyrsti formaðurinn, og samstarfsfólk hans stofnuðu ritið Dýraverndarann árið 1915 og kom það út óslitið í nær sjö áratugi. Fyrir fáeinum árum var hann endurvakinn, fyrst í rafrænu formi og síðan prentuðu síðan 2013. Allir geta sent efni í blaðið, félagar sem aðrir (dyravernd@dyravernd.is). Þá má geta þess að Dýraverndarsamband Íslands hefur eignast hentugt húsnæði fyrir skrifstofu og fundahald á Grensásvegi 12a í Reykjavík. Einnig má nefna að erlend samskipti eru veruleg, einkum við hinar Norðurlandaþjóðirnar. Á afmælisfundinum sem þar var haldinn sunnudaginn 13. júlí síðastliðinn kom fram sterkur félagsandi og bjart virðist yfir starfsseminni. Þar fluttu þær Linda Karen Gunnarsdóttir og Hallgerður Hauksdóttir fróðlegt erindi um sögu félagsskaparins. Núverandi formaður DÍS er Hallgerður Hauksdóttir. Ólafur R. Dýrmundsson (Formaður DÍS frá 2007–2012) Ú r ljó ði nu F ja llg an ga e ft ir Tó m as G uð m un ds so n ÞARNA FÓR ÉG SJÁIÐ TINDINN! Aldarafmæli Dýraverndarsambands Íslands Ólafur R. Dýrmundsson, fyrrverandi formaður, og Hallfríður Hauksdóttir, núverandi formaður Dýraverndarsambands Íslands, slá á létta strengi á afmælisfundinum 13. júlí. Verð á evrópsku hveiti lækkaði mikið í síðustu viku og hefur ekki verið jafn lágt í lengri tíma. Þurrkar í Frakklandi draga úr uppskeru. Verðlækkunina má rekja til þess að í nýlegri skýrslu frá Landbúnaðarstofnun Bandaríkjanna kemur fram að birgðir þar sé nægar. Út frá langtímaveðurspám fyrir Bandaríkin má gera ráð fyrir góðri uppskeru á kornbelti Bandaríkjanna og gæti verð í Evrópu því fallið enn meira þegar líða fer á haustið. Skilyrði í Þýskalandi hafa verið kornbændum í vil undanfarið en talið er að rigningar geti tafið þegar kemur að uppskeru. Búist er við metuppskeru af korni í Svíþjóð á þessu ári. Kornrækt í Evrópu: Verð hefur farið lækkandi

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.