Bændablaðið - 17.07.2014, Blaðsíða 33

Bændablaðið - 17.07.2014, Blaðsíða 33
33Bændablaðið | Fimmtudagur 17. júlí 2014 kornvöru á dönskum markaði, auk þess sem mikið fer í útflutning. Mikil áhersla er lögð á skiptirækt til að minnka smitálag á ökrunum. Þá er stunduð skipulögð skiptibeit til þess að draga úr hættu á ormasmiti og minnka hlutfall illgresis í ökrunum. Þannig skilja t.a.m. kindur og geitur eftir orma í ökrum, sem svínin svo hreinsa í burtu. Hún er með mikla flóru af jurtum í túnunum og telur að slíkt fóður skili heilbrigðari skepnum og náttúrulegu bragði afurðanna. Mikil vinna hefur farið í að finna tegundir og yrki sem henta lífrænni ræktun. Þannig hefur mikið verið horft til þeirra tegunda sem algengar voru áður fyrr, og eru ekki jafn áburðarfrekar. Reglum samkvæmt má bera 70 kg/ha af köfnunarefni á tún, en á Knuthenlund eru, með lífrænum áburði, borin á um 30 kg/ ha. Í staðinn hefur áhersla verið lögð á að nýta niturbindandi jurtir og þannig hefur smárarækt í ökrunum borið góðan árangur. Til að eyða skaðvöldum sem herja á nytjaplöntur í ökrum er búið að gróðursetja runna með reglulegu millibili. Runnarnir eru hýbýli fyrir skordýr sem halda skaðvöldum í skefjum. Sérstaklega eru það kóngulær og maríubjöllur sem eru í runnunum. Runnunum er raðað í rendur með 150 metra millibili. Áætlað er að skordýrin fari um 75 metra frá runnanum í hvora átt, og ná þannig að vinna á öllum akrinum. Lífrænn búskapur og viðskipti Aðspurð um helstu vandamálin við yfirfærsluna í lífrænan búskap segir hún að mesta vinnan hafi falist í því að skipta um bústofn. Það hafi tekið tíma að kynnast og læra á geitur og ær eftir að hafa verið með kýr á staðnum í fjöldamörg ár. Hún segir regluverkið í kringum lífræna búskapinn ekki vera fyrirstöðu. Það séu strangar reglur en að það sé í raun betra, og eitthvað sem að bændur ættu frekar að nýta sér við markaðssetningu. Það sé öruggara fyrir neytendur að kaupa lífrænt frá umhverfi þar sem reglur eru strangar og eftirlit öflugt. Þetta kom okkur á óvart, enda frekar háværari umræðan um að regluverkið heima sé of strangt. Hún ráðleggur því íslenskum bændum að líta frekar á strangar reglur og eftirlit sem sóknartækifæri frekar en fyrirstöðu, það geti allir grætt á því. Á Knuthenlund eru þrjátíu starfsmenn sem er býsna mikið starfsmannahald á einu búi, en Susanne segist ánægð með að geta staðið fyrir fjölmennum vinnustað úti á landi. Miðstýring og fólksfækkun á landsbyggðinni sé óhjákvæmileg, en hvert starf sem skapast úti á landi sé verðmætt og eigi að berjast fyrir. Allir starfsmenn eru Danir, fyrir utan tvo Hollendinga, en hluti af því er í samstarfi við Vinnumálastofnun. Sjálf sér Susanne einkum um sölu- og markaðsstarf fyrir búið. Hún er menntuð í alþjóðaviðskiptum og með meistaragráðu í listasögu. Sú menntun og reynsla var grundvöllur breytinga og vaxandi velgengni búsins. Hún leggur áherslu á hönnun söluvarnings og framsetningu. Reynsla og þekking á alþjóðaviðskiptum er svo hluti af velgengni hennar við útflutning, en helmingur allrar framleiðslu Knuthenlund-búsins er seldur erlendis. Þó helstu markaðir séu nágrannalönd Danmerkur, gerir hún einnig út á vaxandi markaði í Asíulöndum og hefur selt vörur til Kína, Sameinuðu arabísku furstadæmanna og Japans. Það var fróðlegt að heyra hana lýsa muninum á því að eiga viðskipti við Kína og Japan. Stærð markaðarins í Kína geri litlum aðilum erfitt að komast þar inn, auk þess sem viðskiptahættir eru frábrugðnir því sem gerist í Vesturlöndum. Viðskiptamenning Japan svipi hins vegar meira til þess sem við eigum að venjast, og því auðveldara að fóta sig þar. Mikilvægur liður í því að mynda viðskiptatengsl er að hitta fólk, en árlega koma um 30.000 manns og heimsækja Knuthenlund. Landbrug og Fødevarer Til þess að við fengjum sem mest út úr ferðinni kom Sturla Sigurjónsson á fundi hjá Landbrug og Fødevarer, þannig að við gætum kynnt okkur hagsmunasamtök landbúnaðarins í Danmörku. Við hittum Søren Gade framkvæmdastjóra Landbrug og Fødervarer og Jan O.F. Lausen forstjóra viðskipta-, markaðs- og næringarsviðs stofnunarinnar. Sören Gade fór yfir uppbyggingu og innviði samtakanna. Stofnunin var sett á laggirnar fyrir fjórum árum og er samstarfsverkefni hagsmunasamtaka bænda, afurðastöðva og þjónustufyrirtækja innan landbúnaðargeirans. Stofnunin er hagsmunaaðili fyrir danskan landbúnað og stendur fyrir öflugu markaðsstarfi. Öflugt rannsóknarstarf er auk þess stundað á vegum stofnunarinnar á öllum sviðum landbúnaðar og matvælaframleiðslu. Að sögn Sörens breytti tilkoma Landbrug og Födevarer miklu fyrir hagsmunabaráttu allra sem starfa við landbúnað og tengdar greinar. Skiptir þar mestu að á bak við stofnunina eru fleiri aðilar og meira fjármagn heldur en áður þekktist. Breytingar á framleiðsluháttum og byggðaþróun olli því að vægi hinna hefðbundnu bændasamtaka varð orðið minna og því erfiðara að hafa áhrif innan embættismannakerfisins og stjórnmálanna. Á fundinum var einnig rætt um sóknartækifæri í dönskum og íslenskum landbúnaði. Sören deilir að vissu leyti þeirri skoðun með Susanne á Knuthenlund að það eigi ekki að vera hlutverk þessara landa að vinda ofan hungursneyð í fjarlægum löndum með eigin framleiðslu. Sören leggur áherslu á að aðkoma þessara landa að þeim vanda eigi fyrst og fremst að vera í formi miðlunar á þekkingu og tækni. Það verði seint raunhæft fyrir Danmörku að framleiða matvæli á verði sem þróunarlönd geti keypt á. En með því að stunda öflugt tilrauna- og rannsóknarstarf geti þessar þeir lagt sitt af mörkum. Gefðu svöngum manni fisk, og hann verður saddur í dag. Kenndu honum að veiða, og hann verður saddur alla ævi. Fyrst og fremst á að stefna á markaði sem borga hátt verð Útflutningur matvæla landa eins og Íslands og Danmerkur á fyrst og fremst að vera, segir Sören, til landa sem vilja kaupa gæðavöru og borga hátt verð fyrir. Að þessu sögðu er auðvitað ekki verið að segja að eingöngu eigi að framleiða rándýrar vörur. Neytendum verður líka að gefast kostur á því að versla ódýrari matvæli, en það eigi ekki að vera stefnan að auka þá framleiðslu. Það verður að horfast í augu við aukna áherslu neytenda á öfluga gæðastýringu. Það er skoðun undirritaðra að þetta megi heimfæra á íslenskan veruleika. Það verður því spennandi að sjá hvernig Hinn íslenski landbúnaðarklasi, sem stofnaður var þann 6. júní sl, muni þróast. Eins og þeir sem fylgst hafa með vita, þá er bakgrunnur landbúnaðarklasans mjög svipaður Landbrug og Fødevarer í Danmörku. Þetta gæti því orðið spennandi vettvangur fyrir aðila innan landbúnaðargeirans til að hafa áhrif, auk þess sem öll miðlun þekkingar og reynslu ætti að verða auðveldari. Það er von okkar að tilkoma Landbúnaðarklasans verði til þess að enn frekar verði gefið í þegar kemur að útflutningi og markaðssetningu á erlendri grundu. Þá þarf að gera átak í rannsóknarstarfi við landbúnað, en það hefur verið í allt of mikilli lægð. Mikil tækifæri Undirritaðir eru hæstánægðir með vel heppnaða ferð og vona að lesendur séu nokkru fróðari eftir lesturinn. Það er margt sem við getum lært af Dönum, sérstaklega þegar kemur að markaðssetningu og útflutningi. Það er skoðun undirritaðra að þegar kemur að nýsköpun séu mikil tækifæri í lífrænni ræktun. Grundvöllur öflugrar nýsköpunar er að sjálfsögðu nýliðun. Þessir tveir þættir haldast í hendur, og eru mikilvægir fyrir framfarir í íslenskum landbúnaði. Styrktaraðilar ferðarinnar voru; Sjávar útvegs- og landbúnaðar- ráðuneytið, Bændasamtök Ísland, Bíó-Bú, Sláturfélag Suðurlands og Mjólkursamsalan. Við færum þessum aðilum, sem gerðu okkur kleift að gera okkur ferð út og víkka sjóndeildarhringinn, okkar bestu þakkir. Sérstakar þakkir færum við Sturlu Sigurjónssyni fyrir höfðinglegar móttökur og milligöngu um heimsókn okkar til Knuthenlund og fund með forsvarsmönnum Landbrug og Födevarer. Einar Freyr Elínarson formaður SUB Ástvaldur Lárusson varaformaður SUB Sören Gade, framkvæmdastjóri Landbrug og Fødevarer, Ástvaldur Lárusson, Einar Freyr Elínarson og Jan O.F. Lausen, forsjóri viðskipta-, markaðs- og næringarsviðs L og F. SEPT O AID eru þurrfrystar örverur tilbúnar til að brjóta niður allan lífrænan úrgang í rotþróm. Kemi • Tunguhálsi 10, 110 Reykjavík • www.kemi.is • Sími: 415 4000 Opið: Mánudag - fimmtudags: Frá kl. 8.00-17.30. Föstudaga: Frá kl. 8.00-17.00. KOMDU ROTÞRÓNNI Í LAG MEÐ SEPT-O-AID UMHVER FISVÆN VARA F RÁ KEM I Samsetning 13 mismunandi örvera hjálpar til að vinna á og minnka fastan úrgang og breyta í fljótandi form ásamt því að eyða allri ólykt frá rotþrónni. Einfalt í notkun; sett í klósett skálina og beðið í 20 mínútur, því næst er efninu skolað niður.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.