Bændablaðið - 17.07.2014, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 17.07.2014, Blaðsíða 16
16 Bændablaðið | Fimmtudagur 17. júlí 2014 Grænn litur er sagður róandi og oft notaður þar sem fólk á að slappa af. Grænt er samt ekki bara grænt því liturinn er til í margs konar tónum. Í grasagarðinum í Kew í London má sjá margar útgáfur af grænum lit, allt frá dökkgrænum laufum frumskógartrjáa yfir í eiturgræn blöð kjötætuplantnanna. Gildi grasagarða er meira en margir halda því auk þess að vera sýningarsvæði fer þar fram mikilvægt vísindastarf. Þegar ég var í námi í ethnobotany fór hluti námsins fram í Kew-garðinum og þar kynntist ég því gríðarlega mikla og mikilvæga vísindastarfi sem þar á sér stað bak við tjöldin. Mér brá því illilega í vor þegar ég sá að fjárveitingar til garðsins hafa dregist saman um hátt í fimm milljón pund á skömmum tíma, en það jafngildir hátt í milljarði króna. Stjórnendur garðsins hafa bent á að slíkur niðurskurður muni lama starfsemi garðsins og að segja verði upp um 125 starfsmönnum vegna hans. Kew hýsir eitt stærsta safn í heimi af þurrkuðum plöntum og eru mörg þeirra frumeintök sem notuð eru til að greinaplöntur í tegundir. Þar er einnig að finna margar af sjaldgæfustu plöntum í heimi, sem sumar eru taldar útdauðar í náttúrunni, gríðarlegt safn af handverki, vörum og hlutum úr plöntum. Fyrir utan sýningarsvæðið sem er opið almenningi. Attenborough til hjálpar Fyrir skömmu gengu Jane Goodall, sem þekktust er fyrir rannsóknir sínar á simpönsum, og sjónvarpsmaðurinn David Attenborough til liðs við Kew. Bæði hafa þau lýst undrun sinni og hneykslun á því að svelta eigi garðinn fjárhagslega og segja skammsýni ráðamanna fyrir neðan allar hellur. Á vorin er gaman að skoða krókusa og laukabeðin, auk þess sem kirsuberjatrén skarta þá sínu fegursta. Garðurinn er í fullum blóma frá því í júlí og fram í september og þá blómstra hrossakastaníurnar, sólblóminn og vatnaliljurnar. Haustlitir lauftrjánna í Kew eru stórfenglegir og engum öðrum líkir og margar tegundir bera litrík ber og aldin. Á veturna gefst aftur á móti tækifæri til að virða fyrir sér lögun trjánna og skoða á þeim börkinn sem er fjölbreyttari en margan grunar. Kúluhattur úr korki Í Pálmahúsinu er hægt að skoða plöntur úr hitabeltinu og í kjallara hússins er sýning á vatna- og sjávargróðri. Í The Prince of Wales Conservatory er að finna sýnishorn af mismunandi gróðurhverfum sem spanna allt frá eyðimörkum til hitabeltisins. Þeir sem hafa áhuga á plöntunytjum ættu að kíkja á sýninguna Plants+People, þar sem hægt er að skoða ýmislegt áhugavert sem maðurinn fær og býr til úr plöntum. Í einum básnum er hægt að þefa af hinum ótrúlegustu ilmefnum sem jurtir gefa frá sér, en í öðrum eru hljóðfæri, smíðagripir, fatnaður ofinn úr ananasþráðum og kúluhattur úr korki. /VH STEKKUR Fjármagn til Kew skorið niður Góður traktor gulli betri Þegar rækta á skóg er gott að eiga góðan traktor og hann þarf hvorki að vera 200 hestöfl eða glænýr úr kassanum. Þetta veit Þorvaldur Böðvarsson, skógarbóndi á Grund II í Vestur-Hópi, sem keyrir öllum sínum plöntum út í skógræktarsvæðið á forláta Massey Ferguson 35x, trúlega árgerð 1964. Traktorinn er á tvöföldum dekkjum að aftan, sem gerir hann stöðugan og eykur flotið. Tvöföldunin nýtist vel á skógarslóðunum á vorin sem eru oft blautir og illir yfirferðar og einnig þegar þarf að hossast um móana við girðingaviðhald. Þorvaldur nýtir traktorinn líka til slóðagerðar um skógræktarlandið. Við það verk er settur tætari aftan í traktorinn og tönnin að framan á virkar vel til að leggja nýjar slóðir og laga þá eldri. Skógrækt hófst á Grund II árið 2009 og árlega hefur Þorvaldur sett niður á bilinu 9.000–15.000 plöntur með aðstoð góðra manna. Þetta kemur fram á vefnum skogarbondi. is. Fyrsta Huber- dráttarvélin var smíðuð árið1892 og var með Van Duzen-gufuvé l en þar sem v é l a r b ú n a ð u r hennar reyndist illa var framleiðslunni hætt. Framleiðandinn, sem hét Edwin Huber og var járnsmiður, gafst þó ekki upp og rúmum áratug síðar var reynt aftur og með bensínvél. Vinsældir Huber-dráttarvéla voru talsverðar í Bandaríkjunum en framleiðslu þeirra var hætt í seinni heimsstyrjöldinni. Huber með Van Duzen gufuvél Búnaðarsamband Vestfjarða: Bændadagur í Bolungarvík Laugardaginn 5. júlí var Bændadagur Búnaðarsambands Vestfjarða (BSV) haldinn á markaðs dögum í Bolungarvík. Þar var grillvagn frá Lands- sambandi Sauðfjárbænda (LS) þar sem grillað var lambakjöt til að kynna hið íslenska lambakjöt fyrir gestum hátíðarinnar. En þar sem leiðindaveður var og ekki flugveður til Ísafjarðar komust kjötiðnaðarmennirnir ekki vestur sem áttu að standa vaktina við vagninn. Hljóp Sigmundur Hagalín Sigmundsson, bóndi á Látrum við Ísafjarðardjúp og formaður B ú n a ð a r s a m b a n d s Vestfjarða, í skarðið. Stóð hann vaktina við grillið af mikilli snilld og Kristín dóttir hans sneiddi niður kjötið og gaf fólkinu að smakka. Arna fékk hvatningarverðlaun Búnaðarsamband Vestfjarða veitti hvatningarverðlaun fyrir árið 2013 og að þessu sinni var það mjólkurvinnslan Arna ehf. sem hlaut þau og tók Arna María Hálfdánardóttir, dóttir mjólkurbús- stjórans, við verðlaununum fyrir hönd fyrirtækisins. Á viðurkenningarskjalinu stendur: „Búnaðarsamband Vestfjarða veitir Örnu ehf. mjólkurvinnslunni í Bolungarvík „Hvatningarverðlaun 2013“ fyrir brautryðjandi starf í úrvinnslu mjólkur á starfssvæði Búnaðarsambands Vestfjarða. Starf fyrirtækisins hefur ekki aðeins verið lyftistöng atvinnu og nýsköpunar á Vestfjörðum heldur einnig opnað nýja möguleika á mjólkurvinnslu fyrir aðila sem hingað til hafa ekki geta notið þeirra möguleika sem hefðbundnar mjólkurvörur bjóða uppá. Fyrirtækið hefur með starfi sínu verið hvatning fyrir aðra nýsköpun á starfssvæði Búnaðarsambands Vestfjarða og það ber að þakka.“ Sigmundur Hagalín Sigmundsson, bóndi á Látrum við Ísafjarðardjúp, var ekki í neinum vandræðum með að bregða sér í hlutverk kjötiðnaðarmeistara við grillvagn LS þegar ljóst var að meistararnir úr MFK kæmust ekki vestur vegna veðurs. Síðan sá Kristín dóttir hans um að brytja kjötið niður í gestina. Arna María Hálfdánardóttir tók við hvatningarverðlaunum sem BSV veitti mjólkurvinnslufyrirtækinu Örnu í Bolungarvík.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.