Bændablaðið - 17.07.2014, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 17.07.2014, Blaðsíða 14
14 Bændablaðið | Fimmtudagur 17. júlí 2014 Talsverðar skemmdir hafa orðið á varnargörðum við bæinn Skjaldfönn í Skjaldfannardal í kjölfar leysinga og vatnavaxta í Selá sem fylgdu djúpri lægð sem gekk yfir landið fyrir skömmu. Allir skurðir eru fullir af vatni og tún kaffærð í jökulleir. Indriði Aðalsteinsson, bóndi á Skjaldfönn í Skjaldfannardal við Ísafjarðardjúp, segir gríðarlegar leysingar hafa verið í síðustu viku og hreint ekkert annað en hamfaraflóð í dalnum. Snjóþungur vetur „Veturinn var einstaklega snjóþungur og í kjölfar lægðarinnar sem gekk yfir landið ekki alls fyrir löngu urðu miklar leysingar ásamt mikilli útkomu og aðstæður þannig bráðnunin varð nánast öll í einu og það fór allt á flott.“ Indriði segir engar heimildir um flóð af þessu tagi áður í Skjaldfannardal enda mjög sérstakar aðstæður að ræða þegar fara saman mikil snjóalög og mikla úrkomu. Skemmdir á varnargörðum Að sögn Indriða eru talsverðar skemmdir á varnargörðum við Selá en görðunum er ætlað að verja túnin á Skjaldfönn fyrir ágangi Selár og landbroti. „Selá er jökulá sem ber fram gríðarlegt magn af möl og sandi og farvegur hennar breytist ört. Í flóðinu núna má segja að áin hafi eyðilegt þrjá af fjórum mik i lvægus tu varnargörðunum á jörðinni. Tjónið er því upp á margar milljónir króna.“ Túnin á kafi í leir Í vatnavöxtunum rann áin einnig yfir tún og kaffærði þau í jökulleir sem gras á erfitt með að vaxa upp í gegn. Indriði óttast því að lítið hey fáist af túnunum í sumar. „Til viðbótar þessu eru allir skurðir á Skjaldfönn fullir af jökulvatni úr Selá sem étur bakka þeirra og grynnir um leið,“ segir Indriði. /VH Miklar leysingar í Skjaldfannardal: Skemmdir á varnargörðum, túnum og skurðum Það var óvenjumikið vatn í Selánni, sem sést hér liðast niður dalinn. Á mynd- sem stendur handan árinnar. Skógardagur Norðurlands í Kjarnaskógi – Ketilkaffi var hitað yfir eldi, steiktar lummur og poppað í forláta pönnu F y r s t i S k ó g a r d a g u r Norðurlands svar haldinn var í Kjarnaskógi á Akureyri nýlega. Að deginum stóðu Norðurlandsskógar, Skógrækt ríkisins, Skógræktarfélag Eyfirðinga, Félag skógarbænda á Norðurlandi, Skógfræðingafélag Íslands og gróðrarstöðin Sólskógar. Boðið var upp á leiksýningu, gestir gátu fylgst með skógarhöggi og þá var sýning sem nefnist Frá fræi til fullunninnar vöru þar sem sýnd voru fræ nokkurra trjátegunda og trjáplöntur tilbúnar til gróðursetningar ásamt ýmsum öðrum plöntum. Skógarvélasýning var einnig á dagskrá, en m.a. var sýnt hvernig timburvagn Skógræktarfélags Eyfirðinga er notaður til að flytja trjáboli úr skógi, eldiviðarvél sem bútar og klýfur eldiviðarefni, flettisög og stauravél. Teflt var í skóginum og einnig var þar ratleikur. Ketilkaffi var hitað yfir eldi, steiktar lummur og poppað í forláta pönnu en einnig var hægt að vefja gerdeigi um grein og baka yfir eldi og féll það vel í kramið hjá yngstu kynslóðinni. Stefnt er að því að halda þennan viðburð aftur að ári. /MÞÞ tálmi fyrir sauðféð á í ánni. Myndir / Pétur Halldórsson.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.