Bændablaðið - 17.07.2014, Blaðsíða 28

Bændablaðið - 17.07.2014, Blaðsíða 28
28 Bændablaðið | Fimmtudagur 17. júlí 2014 Mikið fjölmenni og gríðargóð stemming var á Hvanneyri á laugardaginn í síðustu viku þegar heimamenn blésu til hátíðar í tilefni þess að 125 ár eru liðin síðan fyrsti nemandinn hóf nám við Bændaskólann. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá. Enn innritast bændur í skóla á Hvanneyri ásamt öðrum nemendum á önnur skólastig en þar er starfræktur leikskóli og grunnskóli, auk Bændadeildarinnar og háskóladeilda LbhÍ. Þessi langa skólasaga og mikla framboð menntunar er nokkuð sérstakt í ekki stærra þorpi og líklega einsdæmi. Voru hátíðarhöldin tengd við árlegan safnadag þar sem Landbúnaðarsafnið var með sína dráttarvélasýningu og félagar í Fornbílafélagi Borgarfjarðar mættu með lystikerrur á ýmsum aldri. Í Gamla skóla var myndasýning, markaður var í hátíðartjaldi og hestaferðir og skemmtisvæði fyrir börnin. Tveir fyrrverandi skólastjórar leiddu fólk um svæðið og í Halldórsfjósi var Kvenfélagið 19. júní með kleinur og nýbakaðar pönnukökur. Fullt var út úr dyrum í kaffihúsinu Skemmunni og hjá Árna í Árdal sem seldi lambamána grillaða á staðnum og gos úr íslenskum jurtum. Bændaskólinn á Hvanneyri: Liðin eru 125 ár síðan fyrsti nemandinn hóf þar nám Mikið fjölmenni og gríðargóð stemming var á Hvanneyri þegar heimamenn blésu til hátíðar í tilefni þess að 125 ár eru liðin síðan fyrsti nemandinn hóf nám við Bændaskólann. Fræðasetur um forystufé opnað á Svalbarði í Þistilfirði Fræðasetur um forystufé var opnað um liðna helgi í fyrrverandi samkomuhúsi sem er við Svalbarð í Þistilfirði. Veðrið var eins og best verður á kosið, sól og um og yfir 20 stiga hiti. Margt góðra gesta var mætt við opnunina, sumir langt að komnir, svo sem frá Egilsstöðum, Snæfellsnesi, Akureyri, Húsavík og víðar. Daníel Hansen, aðalhvatamaður að uppbyggingu Fræðaseturs um forystufé, setti samkomuna, bauð gesti velkomna og rakti söguna frá því að fræðafélagið var stofnað og til dagsins í dag. Séra Brynhildur Óladóttir sóknarprestur blessaði húsið, en að því loknu var gestum boðið að skoða sýninguna og þiggja veitingar. Handverk unnið úr afurðum forystufjár Sýningin er fallega hönnuð og vel framsett. Hún nýtur sín vel í gamla samkomuhúsi sveitarinnar, sem nú hefur fengið nýtt líf sem menningarsetur. Hönnun sýningarinnar var í höndum Þórarins Blöndal og Finns Arnars Arnarssonar. Umgjörð setursins er öll vönduð og er til sölu handverk sem sérunnið er fyrir setrið og gert er úr afurðum af forystufé. Mikið af því er unnið af handverkskonunni Elínu Kjartansdóttur frá Norðurhlíð í Aðaldal. Í húsinu er einnig listgallerí þar sem opnuð var sýning á myndum eftir Ástþór Jóhannsson frá Dal á Snæfellsnesi. Myndirnar eru unnar eftir ljósmyndum úr bók Ásgeirs Jónssonar frá Gottrop. Ærblanda í boði í Sillukaffi Í kjallara hússins var Kvenfélag Þistilfjarðar með veitingar á árum áður við ýmis tækifæri, til dæmis í tengslum við Svalbarðsböllin vinsælu. Nú er búið að koma þar upp notalegu litlu kaffihúsi, Sillukaffi, þar sem hægt verður að kaupa þjóðlegar veitingar, svo sem kaffi sem er sérbrennt og malað fyrir setrið og ber nafnið Ærblanda. Forystufjársetrið er opið alla daga til loka ágúst frá klukkan 11-18. Aldís Gunnarsdóttir, Daníel Hansen og Brynhildur Óladóttir sóknarprestur á pallinum við Forystufjársetrið. ýmsan fróðleik um forystufé. Myndir / Líney Sigurðardóttir

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.