Bændablaðið - 17.07.2014, Side 39

Bændablaðið - 17.07.2014, Side 39
39Bændablaðið | Fimmtudagur 17. júlí 2014 Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Áttunda alþjóðlega ráðstefnan um mislitt sauðfé – dr. Stefáns Aðalsteinssonar minnst Dagana 18.-21. maí í vor var haldin í París 8. alþjóðlega ráðstefnan um mislitt sauðfé, en það er að finna í fjölmörgum sauðfjárkynjum víða um heim. Vaxandi áhugi á náttúrulegum litum í ull og gærum til ýmiss konar handverks og iðnaðar hefur örvað áhuga á verndun litafjölbreytni. Þar er Ísland framarlega í flokki. Erfðaauðlindir Fjölbreytilegir litir búfjár eru meðal eiginleika sem teljast í senn til erfðaauðlinda og menningargersema. Þar er Ísland í mikilli sérstöðu hvað varðar öll landnámskynin, bæði vegna einangrunar og áhuga bænda og annarra á verndun hinna margvíslegu lita. Dr. Stefán Aðalsteinsson, búvísindamaður og erfðafræðingur (1928-2009), starfaði að grundvallarrannsóknum á þessu sviði og vann sér sess meðal fremstu vísindamanna í heimi, einkum varðandi litaerfðir sauðfjár. Stefán var óþreytandi baráttumaður fyrir verndun erfðaefnis búfjár hér á landi og tók virkan þátt í alþjóðlegu starfi um þau efni um áratuga skeið. Minning Stefáns heiðruð Þetta var í fyrsta skipti sem ráðstefna um mislitt sauðfé var haldin á meginlandi Evrópu en sú fyrsta var haldin í Ástralíu árið 1979. Stefán kom nokkuð við sögu sumra þessara ráðstefna, kynnti rannsóknaniðurstöður sínar og tók þátt í starfi vinnuhópa um litaerfðir búfjár. Sumir þeirra 80 þátttakenda á ráðstefnunni í París kynntust Stefáni á sínum tíma og enn fleiri vitna í verk hans. Í tilefni þessarar 8. ráðstefnu var gefin út vegleg bók, „Timeless Coloured Sheep“, 272 blaðsíður með fjölda mynda, undir ritstjórn Dawie du Toit, prentuð í Þýskalandi (sjá info@archehof-ketterle.de). Þar er efni eftir 30 höfunda og fluttu þeir erindi á ráðstefnunni. Bókin er sérstaklega helguð minningu Stefáns og er inngangskaflinn, „Adalsteinsson´s Fingerprints on Colour Genetics“, eftir dr. Phillip Sponenberg dýralækni og erfðafræðing frá Bandaríkjunum, því til staðfestingar. Þeir unnu töluvert saman á sínum tíma og var góður rómur gerður að erindinu. Að auki var mér sem höfundi efnis frá Íslandi og þátttakanda í ráðstefnunni gefinn kostur á að heiðra minningu Stefáns í stuttu máli í lok erindis míns. Það gerði ég með glöðu því að hann hvatti mig, öðrum fremur, til að vinna einarðlega gegn eyðingu erfðaefnis sem nú ógnar líffræðilegri fjölbreytni og fæðuöryggi í heiminum. Mislita féð vinsælt Þótt ræktun alhvítrar ullar hafi lengi verið meginmarkmiðið í ullarkynbótum, og ullariðnaður um heim allan sækist einkum eftir slíkri ull, er víða verið að leggja alúð við mislitina. Handverksfólk og listamenn sækjast mikið eftir mislitri ull, og einnig gærum, og algengt er að fólk með litlar hjarðir, gjarnan tómstundabændur, helgi sig ræktun á mislitu sauðfé. Í mörgum tilvikum er jafnframt verið að vernda sauðfjárkyn og stofna sem eru í útrýmingarhættu. Þetta kom vel í ljós á ráðstefnunni, ekki aðeins í ræðu og riti, heldur einnig á handverkssýningu sem haldin var samhliða og í kynnisferðum á fjárbú. Í Frakklandi er fjöldi sauðfjárkynja, sauðfjárrækt er veigamikil búgrein þar í landi og þar kemur verndun litafjölbreytni vissulega við sögu. Frakkinn dr. J.J. Lauvergne, heimsþekktur litaerfðafræðingur, var reyndar meðal samstarfsmanna Stefáns á sínum tíma svo sem nokkrar vísindaritgerðir bera vitni um. Eitt er víst að áfram verður haldið að efna til heimsráðstefna um mislitt sauðfé því að sú 9. í röðinni verður haldin í Biella á Norður-Ítalíu árið 2019. Dr. Ólafur R. Dýrmundsson er ráðunautur hjá Bændasamtökum Íslands ord@bondi.is Ráðstefnugestir heimsóttu Versali en þar er m.a. stundaður fjárbúskapur. Hér er Ólafur að ræða við félaga frá Mynd / Dawie du Tout Umræður um skatta koma reglulega upp þegar rekstaraðilar eru að velta fyrir sér hvernig á að lækka kostnað fyrirtækja. Skattur, þó að hann sé af hagnaði, er kostnaðarliður sem menn vilja losna við. Ég spurði einu sinni fjármála- stjóra í stóru fyrirtæki hver stefna félagsins væri í skattamálum. Hann útskýrði vandamálið í einni setningu: Ég geri allt til að félagið borgi sem mesta skatta, en síðan legg ég í töluverða vinnu við að lágmarka skattgreiðslur með því að leita að arðsömum verkefnum og fresta þannig skattinum. Honum datt ekki í hug að kaupa tæki til að lækka skatta, hann endurnýjaði bara tækin þegar hann sá fram á að hann gæti ekki notað þau lengur eða viðhaldskostnaður var orðinn of hár. Í mínum huga eru endurnýjun á tækjum ekki fjárfesting til að lækka skatta. Endurnýjun á að vera hluti af rekstri búsins þar sem tæki er keypt til að minnka vinnu eða auka afköst. Að kaupa dráttarvél til að lækka skattgreiðslur einar og sér er ekki skynsamlegt. Ef á að skipta út vélum þarf að taka tillit til eftirfarandi þátta: 1. Viðhald, er vélin komin á viðhald? Ef vélin er komin vel á aldur og notkunin mikil þá kemur að því að hún verði dýrari í rekstri vegna viðgerða. 2. Er vélin nógu stór? Bú eru að stækka og þá þarf sífellt meiri afkastagetu. 3. Öryggi, vélar yfir háannatíma mega ekki stoppa. Viðhaldskostnaður véla einar og sér breyta ekki miklu ef vélin er ekki mikið notuð nema yfir háanna tíma, en þau mega bara ekki stoppa. Viðhaldið þarf að fara fram sem forvörn, en ekki þegar hlutirnir bila. Þegar bú stækka þá þarf sífellt stærri vélar sérstaklega þar sem tæki almennt eru að stækka. Stundum gæti besta leiðin verið að sleppa því að endurnýja tæki, og frekar fá til sín verktaka sem vinna fyrir sig. Það sparar líka vinnutíma sem má ekki vanmeta. Að vera með öruggar vélar skiptir máli, en menn mega ekki ganga of langt í því að kaupa tæki sem eiga ekki að stoppa. Í dag er bilanatíðni véla ekki há. Flest fyrirtæki vilja frekar hafa aðgang að góðri viðgerðarþjónustu, heldur en eiga vélar sem eru í topp standi. Það er dýrt að eiga mikið af vélum. Góð þumalputtaregla við vélakaup er að þegar viðhalds- kostnaður og tjón af bilunum er orðinn hærri en afskriftir nýrra véla er kominn ástæða til að endurnýja. Hluti af því að skipta út gömlum vélum er trygging fyrir minni stoppum. En að sköttunum aftur. Þegar þarf að taka ákvörðun um fjárfestingar þarf að meta inn í þær skattalegan ávinning í formi afskrifta. Fjárfestingarnar eiga að vera til þess fallnar að framtíðarhagnaður búsins eykst og þannig batnar reksturinn. Í raun er verið að fresta skattgreiðslum, og fyrirtæki sem eru í vexti fresta skatti oft í mörg ár vegna síendurtekinna fjárfestinga, þá í fjárfestingarvörum eins og í byggingarefni og öðru. En ef búin eru ekki að stækka þá er mun betra að borga skatt en að kaupa tæki sem skila litlu af sér. Afleiðingar þess að vera að fjárfesta einungis til að forðast skatta kemur fram til lengri tíma í rekstri. Í fyrsta lagi er lausafjárstaða fyrirtækja sem hugsa þannig lakari og þau viðkvæmari fyrir áföllum. Hækkun á aðföngum eða tímabundinn tekjusamdráttur þýðir að fyrirtækið gæti lent tímabundum vandræðum með reksturinn. Annar þáttur sem skiptir verulegu máli er að vaxtakostnaður í fyrirtækja sem forðast skatta hækkar. Ástæðurnar eru tvær, í fyrsta lagi eru líkur á að reksturinn sé viðkvæmari og þegar afkoman er slök vegna lélegra fjárfestinga er viðkomandi fyrirtæki áhættumetið hærra í bankakerfinu. Það leiðir af sér að vaxtakostnaður verður hærri á lánum félagsins. Því er sparnaður af því að lækka skatta farinn í allt annað. En hugsunin ein og sér að forðast skatta er letjandi á árangur í rekstri. Markmið allra þeirra sem er í rekstri er að hámarka hagnað til lengri tíma. En hvað á þá að gera við peningana ef einhverjir eru og enginn leið að finna hentuga leið fjárfesta fyrir? Einfalt, greiða niður lán. Jón Þór Helgason Burekstur.blog.is Á að fjárfesta til að forðast skatta? Lesendabás Rætt um innflutning á kjöti frá Bandaríkjunum: Fullt af vaxtarhormónum Bændur í Bandaríkjunum gefa sínum holdanautum vaxtar- hormóna sem auka vöxt gripanna að mestu leyti um afturhlutann enda mesti kjötmassi þar á skepnunni. Um 60% af þessu kjöti er selt sem hamborgarar í Bandaríkjunum og mest af þeim seldir snöggsteiktir, sem þýðir hráir að innan, og því halda hormónarnir áfram að þjóna sínu hlutverki í mannfólkinu. Hvernig veit ég þetta? Ég bjó í Bandaríkjunum frá 15 ára til tvítugs og á þeim tíma fór ég í sirka 100 herrafataverslanir til að kaupa á mig jakkaföt en fann enginn passandi. Þau voru alltaf of þröng um axlirnar. Ég gat að sjálfsögðu látið sérsauma en þáði það ekki. Þegar ég kom aftur til Íslands pössuðu öll föt sem ég mátaði. Ég sá svo skýringuna löngu seinna í dagblaði í Þýskalandi og kem þessu á því á framfæri hér en ég vil taka það sérstaklega fram að ég er ekki breiðari um axlir en hver annar hér á landi. Ég sá einn bóndann gefa sínum holdanautum þessa vaxtarhormóna og þeir litu út sem fóðurbætir, en bóndinn hafði ekki hátt um þessar gjafir og sagði til dæmis ekki sinni eiginkonu frá þessu og virtist hálf skammast sín fyrir þessa framkvæmd. Mundi aldrei smakka framleiðsluna Ameríku- og Kanadamenn eru teknir saman um axlir en breiðari um mjaðmir. Forvitnilegt væri að vita hvort hægt sé að hormónamæla kjötið. Þá á ég einnig við kjúklingakjöt en ég hef átt samtal við verkamann á kjúklingabúi í Kentucky á bjórkrá. Hann sagði framleiðsluna á búinu vera um eitt tonn á dag í einu húsi. Hann sagði mér persónulega og í trúnaði að hann mundi aldrei smakka framleiðsluna þar sem menn hefðu ekki hugmynd hvað kjúklingunum væri gefið. Dettur mér helst í hug að það séu hormónar. Ég náði ekki að kryfja málið lengra því honum þótti hann þegar hafa sagt nóg. Jóhann Bogi Guðmundsson jbogig@gmail.com

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.