Bændablaðið - 17.07.2014, Síða 32

Bændablaðið - 17.07.2014, Síða 32
32 Bændablaðið | Fimmtudagur 17. júlí 2014 Sóknartækifæri í lífrænni ræktun – ferðasaga tveggja ungra íslenskra bænda til Danmerkur Dagana 9. til 12. júní síðastliðinn fóru fulltrúar frá Samtökum ungra bænda í ferð til Danmerkur til að kynna sér lífræna ræktun og hitta forystu hagsmunasamtaka bænda þar í landi. Aðdragandi ferðarinnar var sá að sendiherra Íslands í Danmörku, Sturla Sigurjónsson, hafði samband við formann Samtaka ungra bænda, SUB, vegna heimsóknar sem hann hafði nýlega farið á búið Knuthenlund, á Lálandi. Á Knuthenlund býr Susanne Hovmand-Simonsen, fjórða kynslóð fjölskyldunnar á búinu. Hún tók við búinu af föður sínum árið 2006, en fram að því var stunduð hefðbundin mjólkurframleiðsla á staðnum. Árið 2007 voru breytingar gerðar á búskaparháttum og öll framleiðsla gerð lífræn. Með því varð Knuthenlund-búið eitt stærsta lífræna bú Danmerkur og hefur umfang þess vaxið ört síðan. Sturla bauðst til þess að hafa milligöngu um heimsókn á búið ef vilji væri til þess af hálfu SUB. Við þekktumst boð hans og stjórn SUB ákvað því að senda tvo stjórnarmeðlimi í heimsókn á Knuthenlund-búið. Ferðin var farin dagana 9.–12. júní og það voru formaður og varaformaður sem voru erindrekar SUB. Ferðin var mjög fróðleg og skemmtileg, og hér skal stiklað á því markverðasta úr henni. Þegar til Kaupmannahafnar var komið tók Sturla á móti okkur í sendiherrabústaðnum að Fuglebakkevej í Frederiksberg, en þar var hann búinn að bjóða okkur gistingu á meðan ferðinni stóð. Þar var afskaplega gott að vera og það var gaman að fræðast um starfið sem sendiráðið og sendiherrann standa fyrir. Á miðvikudagsmorgninum keyrði Sturla okkur frá Kaupmannahöfn til að heimsækja lífræna búið Knuthenlund á Lálandi. Eftir tveggja tíma akstur komum við á áfangastað þar sem Susanne Hovmand- Simonsen tók á móti okkur. Breytingar og bústofnar Susanne var 32 ára þegar hún tók við rekstri búsins, árið 2006, af föður sínum. Fram að því var stunduð hefðbundin mjólkurframleiðsla á bænum. Fljótlega áttaði hún sig á því að breytinga væri þörf í rekstri búsins, annaðhvort þá að minnka við sig eða gera stórvægilegar breytingar á búskaparháttum. Hún ákvað því að hætta með kýrnar og fara yfir í lífrænan búskap með geitum, sauðfé og svínum ásamt talsverðri akuryrkju. Það reyndist henni auðvelt að fá lán fyrir breytingum, enda fjörugir tímar í fjármálabransanum árið 2007 í Danmörku eins og víða annars staðar. Ýmis vandamál skutu upp kollinum á meðan reksturinn á nýja lífræna búinu var að komast á skrið. Vandamál komu upp með hönnun á mjólkurvinnslunni sem hægði talsvert á. Susanne sér hins vegar fram á bjarta tíma, enda rekstur búsins farinn að skila ágætis hagnaði. Þegar Susanne ákvað fyrst að yfirfæra búskapinn yfir í lífræna ræktun voru viðbrögðin sem hún fékk afar misjöfn. Hún fékk að heyra að landið sem hún byggi á væri óhentugt til þess og hún spurð hvernig hún þyrði að taka þessa áhættu, að hætta með kýrnar og umturna rekstrinum. Hún svaraði því til að það hafi einnig verið mikil áhætta fólgin í því að gera engar breytingar. Stöðnun í rekstrinum hafi ekki verið ástand sem hún gat sætt sig við, enda stöðnun helsti óvinur framfara. Susanne sagði að lykilatriði við lífræna ræktun væri öflug markaðsvitund bóndans. Það þýði þannig ekki að stunda lífrænan búskap einungis útfrá hugsjón heldur þurfi bóndinn að skilja þarfir markaðarins og vera tilbúinn að hlusta á neytendur. Hún lýsir því sem svo að það séu ekki lengur bara hippar syngjandi við varðeld sem sjái skynsemi í lífrænni ræktun. Neytendur vilji lífræn matvæli og það er skylda bænda að anna þeirri eftirspurn. Bústofninn á Knuthenlund telur um 530 ær, 300 geitur, 120 svín og 5 kýr. Ærnar og geiturnar eru mjólkaðar og afurðir þeirra allar unnar á búinu. Hluti fjóssins var tekinn undir mjólkurvinnsluna, búð og svo mjaltaaðstöðu. Mjaltabásinn er með 26 tæki hvorum megin og notaður til að mjólka bæði ærnar og geiturnar. Hún sagði auðveldara að mjólka ærnar en geiturnar, vegna þess hve miklu forvitnari þær eru en ærnar. Ein af hindrununum í upphafi var sú að fá fólk með reynslu af sauðfé og geitum, vegna þess hve óalgengar skepnur það eru í Danmörku. Það hefur hins vegar lukkast vel og meðalnytin er um 1,5 kg á dag hjá ánum og 2,5 kg hjá geitunum. Knuthenlund-búið hefur hlotið fjölmörg verðlaun Knuthenlund-búið hefur unnið til fjölmargra verðlauna fyrir osta sem þar eru framleiddir, sem undirritaðir fengu að smakka og geta vottað um gæði þeirra. Susanne sagði að hún hefði ákveðið það í upphafi; hún ætlaði sér að búa til bestu ostana. Öll ostaframleiðslan er samkvæmt AOC stöðlum sem tryggir gæði og upprunamerkingu vörunnar. Auk ostaframleiðslunnar er framleidd jógúrt úr mjólkinni frá ánum. Þá selur hún að sjálfsögðu lamba- og geitakjöt. Susanne segir geitakjötið vera vanmetna vöru, því auk þess sem það sé bragðgott hafi það mjög lágt kólesterólinnihald í samanburði við aðrar kjöttegundir. Það merkilega við svínin og kýrnar er að hvoru tveggja eru af gömlum dönskum stofnum sem eru á lista Sameinuðu þjóðanna yfir tegundir í útrýmingarhættu. Ætlunin er að fjölga kúnum á næstu árum og stefnt að því að geta unnið afurðir þeirra heima á búinu. Með því að rækta þessa stofna skapar hún sér sérstöðu og aukna athygli neytandans. Kýrnar hjá henni eru fimm talsins, en einungis 150 hreinræktaðar rauðar danskar kýr eru eftir í heiminum. Hún stefnir á stækka stofninn og vinna afurðir þeirra heima. Svínin á Knuthenlund koma aldrei á hús, enda er stofninn harðgerðari en hefðbundin svín. Þó að ekki þurfi að byggja yfir svínin þá þurfa þau að jafnaði 30% meira fóður en önnur svín vegna þess hve þau hreyfa sig mikið og þau ná að sjálfsögðu ekki sama fallþunga og svín í hefðbundinni framleiðslu. Susanne býr hins vegar við afar góð skilyrði á Lálandi. Á Knuthenlund er mikill skógur og þá er veðurfar mjög milt, og því hentugt land fyrir svínin. Við ræktun svínanna og kúnna hefur Susanne leitað í norræna genabankann eftir sæði. Í nágrenni við Knuthenlund er lítið sláturhús sem tekur við skepnum frá Knuthenlund og sér það jafnframt um kjötvinnsluna. Þegar lífrænum skepnum er slátrað eru þær teknar fyrst þann daginn. Ef búið væri að slátra öðrum skepnum þyrfti að þrífa allt saman áður en hægt væri að taka við frá lífrænu búi. Þetta er þó lítið mál, svo lengi sem slátrarinn veit að von er á lífrænum dýrum með fyrirvara. Susanne segir það hentugt að þurfa ekki að flytja sláturdýr langar leiðir og um leið sé gaman að geta stutt við atvinnu í heimabyggð. Jarðrækt Á Knuthenlund eru um 740 ha af ræktarlandi og um 225 ha skógur. Rúgur, hafrar, bygg, baunir, repja og fleiri tegundir eru ræktaðar á búinu. Susanne er með um 10% markaðshlutdeild lífrænnar Einar Freyr Elínarson, formaður Samtaka ungra bænda, og Ástvaldur Lárusson, varaformaður SUB, ásamt Susanne Hovmand-Simonsen, bónda á Knuthenlund á Lálandi. Rauðar danskar kýr á beit. Sýnishorn af vörum frá Knuthenlund-búinu. Svínin á Knuthenlund koma aldrei á hús, enda er stofninn harðgerðari en hefðbundin svín.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.