Bændablaðið - 17.07.2014, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 17.07.2014, Blaðsíða 10
10 Bændablaðið | Fimmtudagur 17. júlí 2014 Fréttir Kanínan Scurri kann greinilega vel að meta fæðið hjá Birgit. Kanína ehf. á Syðri-Kárastöðum í Húnaþingi vestra: Styttist í að kanínukjöt verði á boðstólum Eva Björk Harðardóttir, D-lista, er nýr oddviti Skaftárhrepps en Guðmundur Ingi Ingason, Ó-lista, fráfarandi oddviti, verður varaoddviti. Þá hefur Eygló Kristjánsdóttir verið ráðin áfram sveitarstjóri til næstu fjögurra ára. Hún er gift Þorsteini M. Kristinssyni og þegar þau leggja í púkk eiga þau sex börn. „Ég er fædd og uppalin í Efri- Vík í Landbroti. Ég er menntaður kennari og hef starfað við kennslu í Kópavogi, á Hvammstanga og í Mosfellsbæ ásamt Kirkjubæjarklaustri. Árið 2005 hófum við hjónin ásamt foreldrum mínum að byggja hótel í Efri-Vík, Hótel Laka. Síðan þá hefur aðalstarf mitt verið að sinna rekstrinum á því, sem er orðinn ansi umfangsmikill. Núna erum við með 80 herbergiseiningar og 38 manns í vinnu, en 14-16 yfir vetrartímann,“ segir Eva Björk þegar hún er beðin að segja aðeins frá sjálfri sér. Allir listarnir vinna saman Það vekur athygli að það er enginn minni- eða meirihluti í Skaftárhreppi, því að allir sveitarstjórnarmennirnir ætla að vinna saman að hagsmunum sveitarfélagsins á kjörtímabilinu,. „Já, það er rétt, listarnir þrír, D, Z og Ó, sem stóðu að framboðum í Skaftárhreppi nú í vor, ákváðu eftir kosningar að vinna saman samkvæmt samstarfssamningi sem við endurskoðum eftir árið. Það á auðvitað eftir að reyna á samstarfið en þar sem við búum í fámennu samfélagi og höfum sömu hagsmuna að gæta ætti allt að ganga upp,“ segir Eva Björk enn fremur. Stórkostleg náttúra „Það þarf víða að taka til hendinni í Skaftárhreppi og við þurfum svolítið að berjast fyrir tilveru okkar hér í sveitarfélaginu en við erum bjartsýn að eðlisfari og njótum stórkostlegrar náttúru á hverjum degi sem mótar okkur og viðhorf okkar til lífsins. Við látum ekki auðveldlega stoppa okkur af. Ég mun leggja mig alla fram fyrir íbúana í Skaftárhreppi og veit að með góðu samstarfi og trausti munum koma miklu í verk, en til þess vorum við kosin,“ segir nýkjörinn oddviti Skaftárhrepps. /MHH Skaftárhreppur: Eva Björk er nýr oddviti sveitarfélagsins Eva Björk Harðardóttir. Skaftárhreppur er víðfeðmt sveitarfélag með miklum náttúruperlum. Um 120 íbúar búa á Kirkjubæjarklaustri, sem er miðsvæðis í hreppnum og þaðan liggja leiðir til allra átta. Þjóðvegur nr. 1 (hringvegurinn) liggur í gegnum sveitarfélagið. Ólafía einbeitt við pönnukökubakstur á Hlíðarenda, þar sem hún er í essinu sínu þegar hún bakar á sex pönnum og sykrar í einu. Aðstaða til pönnukökubaksturs á staðnum er til fyrirmyndar eins og sést. Mynd / MHH Bakar pönnukökur á sex pönnum „Nei, þetta er ekkert mál og ekkert stressandi, ég hef komið mér upp ákveðinni tækni og þá gengur þetta ljómandi vel,“ segir Ólafía Ingólfsdóttir hjá N1 á Hlíðarenda á Hvolsvelli. Hún segir að það sé ekkert flókið að baka pönnukökur á sex pönnum eins og hún gerir nokkrum sinnum í viku á Hlíðarenda. Ólafía er fyrrverandi landsmótsmeistari í pönnukökubakstri og kann því sitt fag. Hún sykrar pönnukökurnar um leið og hún bakar þær. „Pönnukökurnar rjúka út á Hlíðarenda, ferðamenn eru hrifnir af þeim og síðan fá starfsmenn, leiðsögumenn og rútubílstjórar nóg af pönnukökum, sérstaklega á föstudögum, þá fá þeir meira að segja rjómapönnukökur,“ bætir Ólafía við. /MHH Áhugi fyrir kanínurækt virðist vera mikill hér á landi, að sögn Birgit Kositzke, sem rekur fyrirtækið Kanína ehf. í Húnaþingi vestra. Til að koma til móts við áhugann hefur hún ákveðið að hafa opið hús á aðsetri fyrirtækisins á Syðri-Kárastöðum annan laugardag, 26. júlí, frá kl. 13 til 17. Kvenfélagið Freyja hefur tekið að sér að selja kaffi og með því á staðnum. Birgit fékk hugmynd um að rækta kanínur til manneldis árið 2010 og hefur unnið að framgangi þess allar götur síðan. Hún hófst handa með fjórar holdakanínur, en starfseminni hefur vaxið fiskur um hrygg og eru nú um 250 kanínur í ræktuninni hjá henni og fer fjölgandi. Verða með kynningu á Matarhátíð í nóvember Fyrirtækið Kanína ehf. var stofnað 2011 og hefur starfsemin vaxið og dafnað síðan. „Þetta er í stöðugri þróun og við höfum staðið í heilmiklum framkvæmdum frá því að ræktunin komst á skrið,“ segir Birgit. Eitt helsta markmið félagsins er að bjóða kanínukjöt á markaði hér á landi og segir hún að nú sé það í augsýn. „Við stefnum að því að bjóða fólki bæði að smakka á matreiddu kanínukjöti og eins að kaupa kjöt af kanínu á Matarhátíðinni sem efnt verður til í Hörpu í nóvember á þessu ári,“ segir Birgit. Mikill áhugi Um þessar mundir standa yfir framkvæmdir við aðstöðu fyrirtækisins að Syðri-Kárastöðum í Húnaþingi vestra, en m.a. er verið að innrétta þar kanínuhús, þar sem verða stór og góð búr. Einnig verður vinnuaðstaða bætt í því augnamiði að hámarka afköst. „Fólk hefur sýnt þessari ræktun mikinn áhuga og því ætlum við að vera með opið hús hjá okkur í næstu viku, laugardaginn 26. júlí,“ segir Birgit. Syðri-Kárastaðir eru rétt fyrir norðan Hvammstanga við veg 711, Vatnsnesveg. Aðstaðan er með þeim hætti að fólki verður hleypt inn í hópum og má því búast við einhverri bið verði margir á ferðinni á sama tíma, en þá er gott að geta notið veitinga sem Kvenfélagið Freyja selur á staðnum. Birgit segir einnig að ef í hópi gesta séu kanínueigendur séu þeir beðnir um að mæta ekki í þeim fötum sem þeir noti þegar þeir sinni sínum kanínum. „Við vonum að fólk taki því fagnandi að fá að kynnast þessum nýsköpunarbúskap í héraðinu,“ segir Birgit. /MÞÞ

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.