Bændablaðið - 17.07.2014, Blaðsíða 23

Bændablaðið - 17.07.2014, Blaðsíða 23
23Bændablaðið | Fimmtudagur 17. júlí 2014 Opið: mán.- fös. 8-18 og lau. 10-13 Sími 455 4610 Á að girða? Þá er Gallagher frábær kostur! Hjá okkur færðu bæði gæði og gott verð Gallagher girðingavörur eru með þeim bestu sem völ er á! N Ý PR EN T eh f. • Gallagher rafgirðingaefnið færðu í KS versluninni Eyri og hjá endursöluaðilum um allt land Endursöluaðilar: Kaupfélag Borgfirðinga, KM þjónustan, Jötunnvélar, BYKO, Húsasmiðjan, Kaupfélag Vestur Húnvetninga, Bústólpi og verslanir Fóðurblöndunnar Er kominn tími á nýtt hlið? Frábærar hliðgrindur í míklu úrvali á góðu verði Áralöng reynsla! www.VBL.is REYKJAVÍK Sími: 414-0000 /// AKUREYRI Sími: 464-8600 /// www.VBL.is HNÍFAR GOTT ÚRVAL REYKJAVÍK Krókháls 5F 110 Reykjavík Sími: 414-0000 AKUREYRI Baldursnes 2 603 Akureyri Sími: 464-8600 Um 99% af öllum nautgripum sem ræktaðir eru til kjötframleiðslu í Bandaríkjunum eru gefin hormón (sterar) til að framkalla hraðari vöxt. Stór hluti af kjúklingum og svínum eru einnig gefin þessi lyf,“ fullyrðir Wayne. Þessar tölur hafa reyndar verið víðar til umfjöllunar eins og á vefsíðum ASPCA, PETA og USC háskóla í Suður-Kaliforníu. „Mörgum nautgripum er síðan einnig gefið vöðvabyggingarlyf, venjulega testósterón eins og sumir íþróttamenn nota. Önnur dýr fá estrógen kvenhormón eða prógestín sem stoppar æxlunarferlið. Prógestín nýtir þannig orkuuppsprettu í líkama dýranna til kjötframleiðslu sem annars hefðu farið í að ala afkvæmi,“ segir Wayne. „Á sama tíma og opinberir aðilar banna fólki að nota flestar gerðir af sterum, er heimilað að gefa þessi sömu lyf til framleiðslu á nautakjöti. Það þýðir að í hvert sinn sem þú borðar slíkt nautakjöt, kjúkling eða svínakjöt og drekkur mjólk, þá ertu að innbyrgða lyf sem þér hefur ekki verið ráðlagt að taka inn.“ Inntaka hormóna getur haft alvarlegar afleiðingar „Að innbyrgða aukalega hormóna truflar náttúrulegt jafnvægi líkamans. Við að neyta afurða af dýrum sem eru uppfull af hormónum getur haft alvarlegar afleiðingar, bæði fyrir börn og fullorðna.“ Dr. Wayne heldur áfram og vitnar í frétt í The Los Angeles Times sem segir: „Magn estradíóls í tveim hamborgurum sem borðaðir eru á einum degi af átta ára barni getur hækkað heildarhormóna- hlutfallið um allt að 10% og orsakað mjög lágt náttúrulegt hormónahlutfall.“ Þá vitnar Wayne í krabbameinsvarnarsamtök í Bandaríkjunum sem vari foreldra við því að jafnvel lítið af dýraafurðum innihaldi nóg af hormónum til að skaða börnin. Aldrei hættulaust „Engin neysla á hormónum er hættulaus. Kjötbiti sem er aðeins eins og smápeningur (dime) að stærð inniheldur mi l l j a rða a f hormónamólikúlum. Þegar barn borðar nautakjöt sem m e ð h ö n d l a ð hefur verið með hormónum, getur aukning hormóna haft truflandi áhrif á þróun heila og kynfæra.“ Varla lýgur Evrópusambandið Wayne vísar meira að segja til skýrslu Evrópusambandsins sem varla er dregin í efa á Íslandi. Skýrslan er um áhrif af notkun hormóna við kjötframleiðslu. Þar segir: Sum líffæri eru viðkvæmari fyrir áhrifum af estrógeni, andrógeni og anti-andrógeni [allt hormón sem notuð eru við eldi nautgripa til kjötframleiðslu] á uppvaxtarferlinu en önnur. Þessi líffæri eru meðal annars heili og kynfæri.“ Bendir Wayne á að kynþroski stúlkna á Vestur löndum færist æ neðar. Nærri helmingur bandarískra stúlkna af afrískum uppruna og um 15% hvítra stúlkna verði nú kynþroska um átta ára aldur. Þá bendir Wayne á að Evrópusambandið hafi bannað notkun vaxtarhormóna við kjötframleiðslu árið 1988 af fyrrnefndum ástæðum. Alvarlegt tilfelli hafi komið upp í Púertó Ríkó snemma á níunda áratugnum þar sem þúsundir barna upplifðu ótímabæran kynþroska á kvalafullan hátt. Segir hann að orsökin hafi verið rakin til neyslu á hormónamenguðu nautkjöti. Þá segir hann að samt haldi lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) áfram að leyfa þessi lyf í nautgriparækt þó að sama lyfjaeftirlit banni lyfjaverslunum að selja venjulegu fólki slík lyf til eigi notkunar. Ekki sé þó bara hægt að einblína á að fólk fái lyfin í gegnum kjötið sem það innbyrðir, því þau fljóti einnig í gegnum meltingarveg dýranna og fari þaðan út í umhverfið og geti hæglega endað í drykkjarvatni.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.