Bændablaðið - 17.07.2014, Blaðsíða 41

Bændablaðið - 17.07.2014, Blaðsíða 41
41Bændablaðið | Fimmtudagur 17. júlí 2014 Stjórnendur fyrirtækja eru ávallt að skoða leiðir til að bæta reksturinn og ná fram betra skipulagi. Hvort sem það felst í að auka markaðshlutdeild, minnka rekstrarkostnað, lágmarka áhættu, ná fram meiri gæðum eða auka ánægju viðskiptavina. Gott gæðastjórnunarkerfi með straumlínustjórnun (e. lean management) gefur þann ramma sem þarf til að bæta starfsemina á hverjum þeim þáttum sem óskað er eftir í fyrirtækjarekstri. Þar má benda á ISO 9001, sem er eitt stærsta og árangursríkasta gæðakerfi í heiminum í dag. Það er ekki tilviljun að yfir 750 milljón fyrirtækja í 161 landi hafa innleitt þetta gæðastjórnunarkerfi með góðum árangri. Stjórnkerfin ISO 9001 og straumlínustjórnun vinna sameiginlega á ferlastjórnun og á aðgerðum starfsmanna til að skapa virði fyrir viðskiptavininn. Sameiginlega skapa kerfin skilvirkara framleiðslu- og þjónustuferli með meiri gæðum og styrkja þannig rekstrar- og markaðsstöðu fyrirtækisins. Eitt af lykilatriðum í öllu þessu ferli er viðskiptavinurinn, sem er forsenda fyrir tilveru fyrirtækisins. Þannig skilar það viðskiptavininum; nákvæmlega því sem hann vill fá, á réttum tíma, í réttri röð, í réttu magni, án frávika og með minnstum mögulegum tilkostnaði. Flest stór fyrirtæki hafi unnið með aðferðafræði ferlastjórnunar á einn eða annan hátt sem snýr bæði að straumlínustjórnun og ISO 9001. Þegar ferlarnir hafa verið einfaldaðir og starfsmenn virkjaðir þá öðlast starfsmenn meiri ábyrgð, fá aukið hlutverk og meiri skilning á því sem skiptir máli og starfsánægja eykst. Við erum ekki ein í heiminum, samkeppni á markaði eykst sífellt og ríkari krafa er gerð til fyrirtækja um að þau uppfylli ákveðin skilyrði. Stjórnkerfin eiga erindi til allra þeirra fyrirtækja sem vilja gera betur með því að eyða sóun, auka sveigjanleika, uppfylla þarfir viðskiptavina og efla virðissköpun. Hvort sem fyrirtækin eru stór eða smá, í þjónustu eða framleiðslu, þá á aðferðafræði straumlínustjórnunar og ISO-gæðakerfanna vel við að gera betur og ná árangri. Kristín Þórarinsdóttir og Steingerður Þorgilsdóttir, ráðgjafar hjá PDCA ráðgjöfum. Höfundar greinar eru ráðgjafar í rekstrar- gæðamálum hjá PDCA ráðgjöfum www.pdca.is Lesendabás Minni sóun og aukin arðsemi í fyrirtækjarekstri: Straumlínustjórnun og ISO 9001 Vinnuslys í landbúnaði Landbúnaður er ein hættu- legasta atvinnugrein sem fyrirfinnst. Samkvæmt gögnum V i n n u v e r n d a r s t o f n u n a r Evrópu verða þrisvar sinnum oftar banaslys þar en í öðrum atvinnugreinum og önnur vinnuslys verða nær tvöfalt oftar. Banaslys íslenskra bænda við störf eru sjaldgæfari en hjá öðrum stéttum, en í Hér má finna rannsókn frá árinu 2009 um vinnuslys í bændastéttinni kom fram að önnur vinnuslys eru algeng hjá bændum og leiða tíðum til langra fjarvista frá vinnu. Að meðaltali höfðu 18,3% bænda sem tóku þátt í rannsókninni i verið frá vinnu lengur en í 14 daga vegna vinnutengdra slysa. Búpeningur var helsta orsök vinnuslysa hjá bændum. Þá kom fram að þeir sem höfðu orðið fyrir slysum voru líklegri til að meta líkamlega heilsu sem og geðheilsu sína lakari en aðrir. Flest býli á Íslandi eru lítil og rekin af einni eða tveimur fjölskyldum. Í langflestum tilvikum eru bændur einir við dagleg störf þótt aðrir fjölskyldumeðlimir taki einnig þátt í búskapnum. Því þurfa bændur ekki aðeins að huga að eigin öryggi við störf heldur taka líka tillit til fjölda og aldurs annarra í fjölskyldunni. Þar er að mörgu að hyggja. Viðfangsefnin eru fjölbreytt, t.d. í kringum búsmalann, vinnuvélar, viðhald, vinnu í lokuðu rými eða uppi á þaki og meðhöndlun ýmis konar hættulegra efna svo fátt eitt sé nefnt. Besta leiðin til stuðla að sem öruggustu býli fyrir alla sem þar starfa og leika er að gera áhættumat á vinnuumhverfi og störfum. Bregðast þarf við þeim annmörkum sem í ljós kunna að koma og grípa til úrbóta til að fyrirbyggja slys. Hægt er að gera slíkt áhættumat með ýmsum leiðum og hefur Vinnueftirlitið t.d. þróað sérstakan gátlista fyrir landbúnað til þess arna. Alvarlegustu vinnuslysin verða við vélar og tæki. Því er sérstaklega mikilvægt að huga vel að öryggismálum og forvörnum í kringum þær. Ávallt skal nota viðeigandi hlífar og gæta þess að allar öryggishlífar séu til staðar á vélunum og í lagi. Þá verður stjórnandinn að hafa viðeigandi réttindi og þjálfun. Undanfarin ár hafa börn því miður látið lífið í tengslum við notkun véla og tækja á býlum. Það er lífsnauðsynlegt að huga sérstaklega vel að öryggi barna og gestkomandi með ákveðnum aðgerðum. Skilgreina skal vinnusvæði sem börn megi ekki koma inn á, upplýsa þau og fullorðna um umgengnisreglur við vélar og takmarka alla umferð þeirra við þær. Regluleg fræðsla, afmörkun vinnusvæða og merkingar um hættur eru dæmi um einfaldar forvarnaraðgerðir sem geta bjargað mannslífum. Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Næsta blað kemur út 14. ágúst Fyrir nokkrum árum komu þau Campbell og Sheena Slimon, bændur frá Norður- Skotlandi, tvívegis í heimsókn í Bændahöllina en þau voru á ferð um landið til þess að afla efnis í mjög sérstæða bók sem kom út í Skotlandi í vor og nefnist „Horse Kogill and Mr. Money- Man“. B ó k i n a s k r i f a ð i Campbell, en l anga fab róð i r hans var Robert Slimon í Leith, sem annaðist sauðaflutninga 1865-1896 með dyggilegri aðstoð Johns Kogill skipstjóra á gufuskipum Slimons- verslunarinnar. Með þessum skipum fóru einnig margir Vesturfararnir sem síðan sigldu til Norður-Ameríku frá Skotlandi. Vitað er að Robina, kona Roberts Slimons, fór með honum a.m.k. einu sinni til Íslands og reynir Campbell að setja sig í spor hennar við lýsingu á ýmsu sem fyrir augu og eyru bar hér á landi í slíkri ferð, sennilega um 1880. Robina er því sögumaðurinn, skáldskapur tengist sögulegum staðreyndum, með nokkrum hnökrum þó, en samt er bókin skemmtileg og fróðleg aflestrar enda söguþráðurinn lipur í meðferð Campbells. Í viðaukum eru dregnar saman mjög gagnlegar upplýsingar, svo sem stutt æviágrip þeirra Roberts og Johns, yfirlit um verslunarumsvif Slimons-verslunarinnar hér á landi um 30 ára skeið, þar með um fjár-, hrossa- og fólksflutninga, og þar er ljósrit af heiðursskjalinu sem þeir félagar fengu frá Alþingi Íslendinga 22. apríl 1885. Ljóst er að báðir voru þeir vel þekktir hér á landi, þó öllu fremur John sem greinilega ávann sér traust flestra bænda í viðskiptum sínum. Jafnan var greitt út í hönd, í gulli. Persónuleg samskipti voru og mikil og tekst Campbell að varpa nokkru ljósi á þau í bókinni. Í æviágripi Johns, sem var Orkneyingur að ætt og uppruna, kemur m.a. fram að hann hafi átt sex börn með fjórum konum hér á landi en fjögur þeirra hafi flust til Manitoba í Kanada með hópum Vesturfara. Formála bókarinnar ritaði höfundur þessarar samantektar. Bókin „Horse Kogill and Mr. Moneyman“ er 168 bls. kilja að meðtöldum viðaukum, er með töluverðu af myndum, og gefin út hjá Grace Note Publications í Skotlandi (sjá books@ gracenotereading.co.uk, www. gracenotepublications.co.uk). Ólafur R. Dýrmundsson Ph.D Bændasamtökum íslands ord@bondi.is Söguleg skáldsaga um sauða kaupmenn á 19. öld – Slimon og Kogill á ferð Bækur Vestfirska forlagið hefur nú gefið út 3. bókina í ritröðinni Hornstrandir og Jökulfirðir, ýmsar frásagnir af horfnu mannlífi. Mikið er um gömul viðtöl við Hornstrendinga í þessari bók, einkum konurnar. Margt er dregið fram sem löngu er fallið í gleymsku og dá, en allir hafa gott af að rifja upp. Hallgrímur Sveinsson tók saman. Meðal efnis má nefna hressilegt og viðamikið viðtal Finnboga Hermannssonar við Huldu Margréti Eggertsdóttur í Bolungarvík. Stefanía Guðnadóttir segir frá nærri óyfirstíganlegum erfiðleikum sem var við að eiga þegar unga fólkið vildi gera sér glaðan dag og hittast á vetrum. Jóhanna Hrafnfjörð, ljósmóðir frá Hrafnfjarðareyri, segir frá lífi sínu. Dagbók unglings frá 1889, sem enginn veit hver var, er ótrúleg samtímaheimild. Ekki hefur hann gengið í annan skóla pilturinn sá en hinn harða skóla lífsins á Hornströndum. Viðtal er við Sigmund Guðnason frá Hælavík, Skáldið af Hornströndum, sem Óskar Aðalsteinn vitavörður skráði. Birtur er 1. hluti ferðasögu Þorvaldar Thoroddsen frá Hornströndum 1886-1887, eitthvað það merkilegasta sem um þennan landshluta hefur verið ritað. Svo er meira að segja sagt frá því er Hornstrendingar lærðu skylmingar. Loks skal nefna 3. hluta frásagnar um Hall á Horni sem Gísli Konráðsson tók saman. Vilmundur Jónsson, landlæknir, er í heiðurssæti í Hornstrandabókunum. Nú eru ýmsir farnir að tala um að svo kunni að fara að Hornstrandir og Jökulfirðir muni kannski byggjast aftur. Hver veit. Svo mikið er þó víst að þessi harðbýlasti hluti Íslands er í tísku þessi misserin. Þangað vilja allir komast sem vettlingi geta valdið. En þá er ekki verra að fólk hafi einhverja nasasjón af sögu þeirra sem þarna ólu aldur sinn í gegnum tíðina við yzta haf. Vestfirska forlagið leggur þar hönd á plóg með útgáfu umræddra bóka. Ný bók að vestan: Hornstrandir og Jökulfirðir 3. bók

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.