Bændablaðið - 17.07.2014, Blaðsíða 37

Bændablaðið - 17.07.2014, Blaðsíða 37
37Bændablaðið | Fimmtudagur 17. júlí 2014 og síðasta ár skar sig ekki úr hvað það snertir, en margfeldismeðaltalið endaði í 131 þúsundum/ml. Finnland er þó afar skammt undan með 132 þúsund frumur/ml en slökust eru mjólkurgæðin í Danmörku, þar sem meðaltalið var 212 þúsund/ml árið 2013, sem þó var allt góð bæting frá árinu 2012 er það var 221 þúsund/ml. Mikil frjósemi hér á landi Við þennan fróðlega samanburð á milli landanna kemur einnig fram að íslenskar kýr eru frjósamar og halda vel enda líða að jafnaði ekki nema 87 dagar frá burði þar til kýr festa fang á meðan finnsku kýrnar taka 150 daga í þetta ferli. Þetta skýrist ekki af því að kýr hér beiði fyrr en tiltölulega lítill munur er á því hvenær fyrsta sæðing fer fram. Vegna hinnar góðu frjósemi hér á landi er meðaltal bils á milli burða einnig lægst hér á landi en árið 2013 liðu 371 dagar að jafnaði á milli burða, sem er stytting um 2 daga frá árinu 2012. Hins vegar bera íslenskar kvígur elstar eða 889 daga gamlar en þær dönsku bera yngstar eða 777 daga gamlar. Dauðfæddir kálfar enn vandamál Þá kom fram að sem fyrr eru flestir dauðfæddir kálfar hér á landi eða 12,0% sem er um helmingi hærra en í Danmörku sem er með næstflesta dauðfædda kálfa (6,3%). Lægst er þetta hlutfall í Noregi þar sem 3,7% kálfa eru skráðir dauðfæddir en bæði í Svíþjóð og Finnlandi var þetta hlutfall 5,8% á síðasta ári. Sé hins vegar horft til lífslíkna kálfa, þ.e. hve hátt hlutfall lifandi fæddra kálfa drepst innan við 180 daga frá fæðingu, þá er hlutfallið hæst í Danmörku þar sem 9,1% kálfanna drepst á þessu tímabili. Ísland er þarna með 6,2% en Finnland með 5,3% og Noregur 3,9%. Í Svíþjóð er þetta lægst, þ.e. 2,7%, en setja þarf fyrirvara við þá tölu þar sem hún byggir á skráningu frá fæðingu til 90 daga aldurs. Næstu 90 daga gerist alltaf eitthvað, þó svo að efast megi um að talan hækki stórkostlega. Hvar eru heilsufarsgögnin? Í svona norrænum samanburði verður afar áberandi hve langt við erum á eftir í nýtingu upplýsinga um sjúkdóma og aðrar sambærilegar heilsufarsupplýsingar frá kúabúum. Allauðvelt er að bera saman margs konar upplýsingar úr skýrsluhaldskerfunum, þar sem bændurnir hafa sjálfir skráð inn upplýsingarnar en þegar kemur að heilsufarsupplýsingum þá erum við bara langt á eftir. Þessar upplýsingar, t.d. um tíðni súrdoða, doða, júgurbólgu eða legbólgu, geldstöðumeðhöndlun, lyfjanotkun og virkni m.m., eru notaðar, á öllum hinum Norðurlöndunum, bæði af bændum, dýralæknum og ráðunautum við skipulag bústjórnar, auk þess sem upplýsingarnar eru gagnlegar við samanburð á milli búa og landa. Einhverra hluta vegna eru þessar upplýsingar ekki aðgengilegar hér á landi, jafnvel þó svo að kúabúin séu nú orðið tiltölulega fá og kýrnar klárlega ekki margar svo verkefnið ætti að vera yfirstíganlegt. Leiki vafi á uppbyggingu slíkra kerfa og mögnuðum nýtingarmöguleika þeirra, þá eru til afar góð úrvinnslukerfi nú þegar á hinum Norðurlöndunum, svo algjörlega er óþarft að finna hér upp enn eitt íslenska hjólið. Snorri Sigurðsson sns@vfl.dk Nautgriparæktarsviði Þekkingarsetri landbúnaðarins í Danmörku 0 25 50 75 100 125 150 175 200 225 250 275 300 325 350 375 Í þ ús un du m / m l Danmörk Ísland Svíþjóð Finnland Noregur

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.