Bændablaðið - 17.07.2014, Blaðsíða 42

Bændablaðið - 17.07.2014, Blaðsíða 42
42 Bændablaðið | Fimmtudagur 17. júlí 2014 Núverandi ábúendur á Gunnarsstöðum eru síðan 2009 Axel Jóhannesson og Valgerður Friðriksdóttir ásamt börnum og síðan 2013 Júlíus Þröstur Sigurbjartsson og Sigríður Jóhannesdóttir ásamt börnum. Núverandi fyrirkomulag á búrekstrinum er síðan 1. janúar 2013. Er þetta fimmti ættliðurinn sem býr á jörðinni en það var árið 1888 sem forfeður ábúenda hófu búskap á Gunnarsstöðum. Býli: Gunnarsstaðir. Staðsett í sveit: Í botni Þistilfjarðar í Svalbarðshreppi. Ábúendur: Á Gunnarsstöðum er rekið fjölskyldubú. Jóhannes Sigfússon og Fjóla Runólfsdóttir búa á jörðinni en hafa dregið sig út úr búskapnum síðustu ár. Við búrekstrinum hafa tekið tvær fjölskyldur, börn Jóhannesar Axel og Sigríður ásamt fjölskyldum sínum. Fjölskyldustærð (og gæludýr): Axel Jóhannesson og Valgerður Friðriksdóttir ásamt þremur börnum, Friðrik Ágúst 16 ára, Ómari Val 11 ára og Ragnari Geir 3 ára. Einnig á Axel tvær dætur fyrir, Andreu Birtu og Berghildi Ýr, en þær eru búsettar í Reykjavík. Júlíus Sigurbjartsson og Sigríður Jóhannesdóttir ásamt 3 börnum, Berghildi Ösp 10 ára, Ásgerði Ólöfu 7 ára og Dagbjörtu Laufeyju 2 ára. Stærð jarðar: Ræktað land er rúmlega 120 ha. Heildar stærð jarðarinnar um 2.400 ha. Gerð bús: Sauðfjárbú. Fjöldi búfjár og tegundir: Um 1200 fjár, 14 hross, tveir hundar, einn köttur, endur og hænur. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Það er gengið til verka hver svo sem þau eru en það fer eftir árstíma. Á bænum eru tvenn fjárhús og skipta Axel og Júlíus með sér gegningum í þeim. Inni á milli koma svo tarnir eftir árstímum. Sigríður og Valgerður vinna utan bús. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegustu búverkin eru sauðburðarstörf á góðu vori, heyskapur í góðri tíð, göngur í góðra vina hópi. Leiðinlegustu verkin er þegar illa gengur t.d. vegna bilana og tíðarfars. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Með svipuðu sniði og í dag. Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Félagsmálin skipta miklu máli fyrir bændur og það þarf að sinna þeim vel. Félagskerfi bænda er flókið og þyrfti að einfalda það til muna. Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Við teljum að íslenskur landbúnaður muni blómstra í framtíðinni. Í honum felast ótal tækifæri, það er bara spurning um að nýta þau vel. Fyrir íslenskan landbúnað er mikilvægt að tryggja nýliðun til að tryggja framtíð hans. Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Stefna á smáa en dýra markaði, markaði sem íslenskur landbúnaður ræður við. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, egg, smjör, skyr og ostar. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lambakjöt og heimareykt hangikjöt. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Smalamennskur síðastliðið haust voru nokkuð eftirminnilegar. Fyrstu göngur voru farnar í góðu veðri, einmuna hitagöngur en þær seinni voru snjósleðagöngur. Líf og lyst BÆRINN OKKAR Kjúklingaborgarar með tómatyndi og hakkbollur Kjúklingaborgarar með „tómatyndi“ (e. relish) eru flottir á grillið eða á grilli pönnu. Þegar fólk fer að nota tómatyndi á hamborgara er erfitt að snúa aftur í vegabúllu- majóneshamborgarasósuna.Og ef fólk notar gróft brauð ætti samviskan ekki að skemma fyrir þessum bragðgóða borgara. Í þennan rétt er hægt fara 4 stk. úrbeinuð kjúklingalæri, gott að slá létt með buffhamri og fylla með osti, það er bæði hægt að nota skinnið eða sleppa því ef fólk vill hollari rétt. Tómatyndi Hráefni: 2 saxaðir plómutómatar 1 stk. saxaður rauðlaukur ½ búnt söxuð steinselja 1 jalapeno-pipar, fræhreinsaður og saxaður 1 matskeið gott edik ½ tsk. kóríanderfræ mulin ½ tsk. sinnepsfræ ¼ tsk. salt ferskur pipar úr kvörn Aðferð Hrærið saman í skál, tómat, lauk, steinselju, jalapenopipar ,ediki, kóríander og sinnepsfræjum, salt og pipar. Grillið hamborgara á olíubornu grilli á miðlungsháum hita; Lokið grillinu og eldið þangað til ekki er lengur bleikur safi inni kjötinu og hitamælir sýnir 85 °C, um 15 mínútur. Raðið auka meðlæti að eigin vali, til dæmis salat, paprikur og ögn af sýrðum rjóma. Tilvalið að hugsa um heilsuna og sleppa frönsku kartöflunum og skera kaldar bökunarkartöflur í svipaðar stærðir og frönsku kartöflurnar og krydda með ólífuolíu og límónusafa, og framreiða með lárperu og kóríander til að fá sumarbragð og ferskleika. Hakkbollur úr alifuglakjöti Hráefni: 450g alifuglahakk (hægt að taka kjúklinga kjöt í matvinnsluvél) 2 stk. skalottlaukar 1 egg ½ dl heilhveitibrauð raspur Extra virgin ólífuolía Ögn af hakkaðri myntu ¼ tsk. salt Ferskmalaður pipar Aðferð Blandið saman egg, brauð rasp, myntu, salt og pipar. Bætið í kjúkling og blandið vel. Með blautum höndum skiptið hrærunni í fjórðunga og búið til 4 bollur. Pressið niður í kringlótt form eða bolla og gott er að hafa plastfilmu eða poka yfir. Hver bolla á að vera um 1 cm þykkt. Setjið í kæli í allt að 4 klst. eða vefjið í plastfilmu og frystið í loftþéttum umbúðum í allt að 2 vikur. MATARKRÓKURINN – BJARNI GUNNAR KRISTINSSON MATREIÐSLUMEISTARI Gunnarsstaðir

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.