Bændablaðið - 17.07.2014, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 17.07.2014, Blaðsíða 4
4 Bændablaðið | Fimmtudagur 17. júlí 2014 Landssamband kúabænda sótti fyrir allnokkru um heimild til innflutnings sæði úr holdanautum á fimm eða sex kúabú og að ráðherra nýtti undanþáguheimild í lögum um innflutning á dýrum svo að slíkt yrði mögulegt. Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra, sagði í stuttu samtali við Bændablaðið að það þyrfti lagabreytingu til að flytja inn erfðaefni úr nautgripum og nota það til sæðingar á búum sem ekki væri skilgreind sem sóttvarnarbú. „Allar líkur benda til þess að það þurfi lagabreytingu til að innflutningur á sæði úr norskum nautum geti hafist til landsins. Ráðuneytið er búið að senda Landssambandi kúabænda bréf vegna fyrirspurnar þess um tilhögun þessa máls.“ Lagabreyting nauðsynleg Núgildandi lög gera ráð fyrir að ekki megi flytja inn erfðaefni úr nautgripum án þess að sæðing kúa fari fram í sóttkví og kálfar undan þeim séu einnig aldir í sóttkví. Sigurður segir að hugsanlega væri hægt að flytja inn sæði á bú í dag sem búið væri að skilgreina sérstaklega sem einangrunarbú í tiltekin tíma og að viðhöfðum sérstökum skilyrðum. „Gallinn við þá tilhögun er að erfðaefnið væri bundið við það bú og þannig breytir það í raun litlu. Ég mun því leggja fram breytinga við núgildandi reglur í haust.“ Vonbrigði með svar ráðherra Sigurður Loftsson, formaður Landssambands kúabænda, segir að því miður hafi ráðherra hafnað beiðni landssambandsins á grundvelli álits frá yfirdýralækni. „Túlkun yfirdýralæknis á lögum um innflutning á dýrum kemur okkur töluvert á óvart. Við teljum að með því að leyfa innflutninginn fengjum við inn á ákveðin bú sæði sem gæfi af sér kvígur og naut. Kvígurnar hefðu getað verið áfram á viðkomandi búi til að styrkja erfðastöðu stofnsins þar og einhverjir af tuddunum gætu verið notaðir til undaneldis á sama búi. Ég skil vel að ekki megi flytja gripi milli búa mér finnst skrýtið að lögin séu túlkuð þannig að ekki megi flytja gripi sem fæðast af þessu erfðaefni í sláturhús og selja á markaði. Ég hef ekki séð neitt sem bendir til því fylgi nein áhætta. Svar ráðherra er okkur því gríðarleg vonbrigði og við munum áfram vinna að því að þessu lögum verði breytt.“ Langur aðdragandi Sigurður segir Landssambandið hafa lagt mikla vinnu í undanþágubeiðnina og að unnið hafi verið áhættumat af hálfu tveggja aðskilinna aðila sem tengjast innflutningnum. „Ráðuneytið lét Matvælastofnun framkvæma mat og við fengum viðurkennda norska stofnun til að gera annað. Niðurstaða beggja var að sýkingarhættan sem felst í því að flytja sæðið beint inn á bú sé hverfandi eða lítil hvað varðar fjölda sjúkdóma. Við höfðum talsverðar væntingar til þess að undanþáguheimildin í lögunum yrði nýtt og að við gætum flutt inn sæðið í sumar þar sem svarið er neikvætt verður næsta skref hjá okkur að fara yfir stöðuna aftur. Ég skynja ákveðinn vilja innan ráðuneytisins til að innflutningurinn verði leyfður og að ráðherra ætli að leggja fram tillögu að lagabreytingu í haust, sem er í sjálfu sér gott verði það samþykkt. Slíkt þýðir aftur á móti að við getum ekki hafið innflutning á sæði á þessu ári og að hér fæðast engir kálfar af því fyrr en 2016. Eins og ástandið er á nautakjötsmarkaði í dag vinna allar tafir gegn okkur,“ segir Sigurður Loftsson, formaður Landssambands kúabænda. /VH Fréttir Dr. Björn Þorsteinsson hefur verið skipaður rektor Landbúnaðar- háskóla Íslands tímabundið frá 1.ágúst til 31. desember næst komandi . Á þessu tímabili verður undirbúin ráðning nýs rektors. Það er undir pólitíkinni komið hvort þráðurinn verður tekin upp að nýju með sameiningu LbhÍ og HÍ. Hann segir ýmsa kosti við sameiningu skólanna en að slík sameining myndi taka tíma og krefjist mikillar vinnu. Skipunin kemur í framhaldi af ákvörðun sem tekin var á fundi háskólaráðs. Í samþykkt háskólaráðs Lbhí segir að skipunartími núverandi rektors Landbúnaðarháskóla Íslands ljúki 31. júlí. Fyrir liggur að hann sækist ekki eftir endurráðningu á nýju skipunartímabili. Vegna þessara aðstæðna ber háskólaráði að undirbúa tilnefningu nýs rektors. Rektor til áramóta Háskólaráð Landbúnaðarháskóla Íslands lagði til við mennta- og menningarmálaráðherra að Dr. Björn Þorsteinsson aðstoðarrektor kennslumála verði settur í embætti rektors til 31. desember næstkomandi. Háskólaráðið mun þegar hefja undirbúning að tilnefningu nýs rektors Landbúnaðarháskóla Íslands sem ráðherra skipar til fimm ára frá og með 1. janúar 2015. Háskólaráð hefur ákveðið að starfið verði auglýst opinberlega. Háskólaráð hefur skipað sérstaka undirbúningsnefnd sem í sitja Sigríður Hallgrímsdóttir, Bjarni Stefánsson og Hilmar Janusson, sem mun undirbúa ráðningarferlið. Gert er ráð fyrir að auglýsa starfið í byrjun september. Stefnt er að því að niðurstaða um ráðningu nýs rektors liggi fyrir í desember. Tímabundin ráðning vegna óvissu Björn segir skipun sína sem rektors vera tímabundna og til þess að brúa millibilsástand sem hafi myndast vegna óvissu um það hvort Landbúnaðarháskólinn mun áfram starfa sem sjálfstæð stofnun eða verða sameinaður Háskóla Íslands. „Þessi mál eru enn í óvissu og því um bráðabirgðalausn að ræða. Í framhaldinu af ráðningu minni fer af stað vinna sem felst í því að auglýsa stöðuna lausa til umsóknar, taka við umsóknum og meta hæfni umsækjenda og að lokum að ráða í stöðuna.“ Að spurður segist Björn ekki viss hvort hann muni sækja um starfið en neitar ekki að svo geti farið. Rausnarleg áform Björn segir sjá ýmsa kosti við að Landbúnaðarháskólinn og Háskóli Íslands yrðu sameinaðir. „Litlir háskólar eins og LbhÍ hafa átt erfitt uppdráttar undanfarið og mér hafa þótt áform menntamálaráðherra um uppbyggingu og eflingu á Hvanneyri eftir sameininguna við HÍ rausnarleg. Starfi Landbúnaðarháskólinn áfram sem sjálfstæð stofnun er ljóst að hún þarf að greiða niður talsverðar skuldir og starfa innan mun þrengri fjárheimilda en verið hefur. Þrengri fjárheimildum mun fylgja frekari hagræðing og um leið fækkun starfsmanna. Þrír fjórðu akademískra starfs- manna við skólann telja sameiningu við HÍ og þá uppbyggingu sem henni fylgir fýsilegan kost. Sameining yrði samt ekki fyrirhafnarlaus og það myndi kosta heilmikla útsjónarsemi í skipulagningu þannig að við næðum tilætluðum samlegðaráhrifum. Það er þó Alþingi sem ræður þessu að lokum og við verðum að hlíta þeirri niðurstöðu sem þar fæst.“ Doktor í plöntulífeðlisfræði Björn er með doktorspróf í plöntu- lífeðlisfræði frá Stokkhólmsháskóla og og kennsluréttindanám frá Háskóla Íslands. Hann var aðal- kennari grunngreina við Búvísinda- deild Bændaskólans á Hvanneyri 1990 til 2000 og forstöðumaður rannsóknastofu frá 1991. Hann var prófessor við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri 2000 til 2005 og hefur auk þess verið aðstoðarrektor kennslumála frá 2005. /VH Nýr rektor á Hvanneyri – Björn Þorsteinsson skipaður rektor LbhÍ til næstu áramóta Dr. Björn Þorsteinsson, nýr rektor LbhÍ, þekkir vel til á Hvanneyri. Sigurður Loftsson. Innflutningur á sæði úr norskum nautgripum: Beiðni kúabænda hafnað en unnið að lagabreytingu Reglugerð um vistvæna landbúnaðarframleiðslu endurskoðuð: Framleiðendur hvattir til að sækja um vottun Sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra hefur ákveðið að skipa starfshóp til að endurskoða reglugerð um vistvæna landbúnaðarframleiðslu. Hópnum er ætlað að fara yfir reglugerð um vistvæna landbúnaðarframleiðslu í heild sinni, meðal annars allar skilgreiningar á framleiðslunni og reglur um eftirlit. Tillögum hópsins er ætlað að byggja nýjan grunn að reglum um vistvæna landbúnaðarframleiðslu. Þar til þeirri vinnu lýkur verður stuðst við núgildandi reglugerð og þeir framleiðendur sem áður hafa fengið vottun geta á grundvelli reglugerðarinnar fengið viðurkenningu á því að þeir standist skilyrði hennar. Áfram verður stuðst við gildandi merki um vistvæna framleiðslu. Samkvæmt 4. grein núverandi reglugerðar geta framleiðendur óskað eftir viðurkenningu á vistvænni landbúnaðarafurð til viðkomandi búnaðarsambands. Framleiðendur sem nú nýta sér merkið eru hvattir til að óska sem fyrst eftir úttekt til búnaðarsambands á sínu starfssvæði. Framleiðendum sem óska þess að fá framleiðslu sína viðurkennda sem vistvæna er á sama hátt bent á að sækja um til búnaðarsambands við fyrsta tækifæri. Atvinnuvega- og nýsköpunar- ráðuneytið mun halda skrá um þá sem fá slíka viðurkenningu og birta á heimasíðu sinni. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið vill með aðgerðum sínum núna, í samstarfi við samtök framleiðenda og neytenda, koma reglum um vistvæna landbúnaðarframleiðslu í betra horf svo ekki þurfi að leika vafi á því í hugum neytenda hvaða framleiðsla hefur rétt til að nýta sér það heiti. Hópinn skipa fulltrúar atvinnuvega- og nýsköpunar- ráðuneytisins, Bændasamtaka Íslands og Sölufélags garðyrkjumanna. Auk þess hefur Neytendasamtökunum verið boðið að skipa fulltrúa. Garðtraktorar mikið úrval ÞÓR HF Reykjavík: Krókháls 16 110 Reykjavík Sími 568-1500 Akureyri: Lónsbakka 601 Akureyri Sími 568-1555 Vefsíða: www.thor.is Sigurður Ingi Jóhannesson.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.