Bændablaðið - 17.07.2014, Blaðsíða 20

Bændablaðið - 17.07.2014, Blaðsíða 20
20 Bændablaðið | Fimmtudagur 17. júlí 2014 Hagfræði- og landbúnaðarrannsóknastofnun Finna um reynsluna af ESB-aðild: Innflutningur búvara hefur aukist og verðlag hækkað Árlega gefur finnska stofnunin MTT, sem á íslensku gæti útlagst sem Hagfræði- og landbúnaðarrannsóknastofnunin (Economic Research, Agrifood Research), út rit um þróun og hag landbúnaðarins. Í nýjasta heftinu sem fjallar um stöðu landbúnaðarins 2013 og þróun undanfarin ár er að finna fróðlegan kafla um markaðsmál og verður hér stiklað á stóru úr þeim kafla. Verðlag er 18% hærra í Finnlandi en að meðaltali í ESB Verð til neytenda er 18% hærra í Finnlandi en að meðaltali innan ESB. Á árinu 2013 hækkaði verð til neytenda samkvæmt Hagstofu Finnlands, um 6,2% meðan vísitala neysluverðs hækkaði um 1,5%. Matarverð hækkaði stöðugt frá árinu 2010 fram á mitt ár 2013. Kjöt hækkaði um 7% milli 2012 og 2013, mjólk hækkuð um 20% í verði til neytenda í apríl 2013. Aðrar mjólkurvörur hækkuðu um 3%. Kornvörur, grænmeti, egg og ávextir hækkuðu einnig í verði. Matarverð hefur hækkað verulega umfram almennt verðlag frá árinu 2000 eða um 42,2% meðan almennt verðlag hefur hækkað um 25,9%. Undanfarin ár hefur matvöruverð hækkað meira í Finnlandi en í öðrum evrulöndum ESB. Hlutdeild stóru verslanakeðjanna hefur aukist Um árabil hefur smásölu markaðurinn í Finnlandi einkennst af verulegri samþjöppun. Litlar breytingar voru þó á þeirri stöðu fyrir aðild landsins að ESB. Um 1980 voru tvær leiðandi smásölukeðjur, S group og Kesko, með um 58% markaðarins, en árið 1995 var markaðshlutdeild þeirra orðin 62%. Frá aldamótum hefur þessi staða hins vegar tekið stakkaskiptum. Árið 2000 höfðu þessar tvær stærstu verslanakeðjur 66% markaðarins, sem síðan óx í 70% árið 2005. Síðustu árin hefur samþjöppun aukist enn frekar og er nú komið í 80%. Þýska verslanakeðjan Lidl er með 6,6% markaðarins og Suomen Lähikauppa (Finnska heimasalan) með 7%. Smáfyrirtækjum hefur fjölgað mikið í greininni undanfarin ár, s.s. bakaríum, hverfaverslunum og verslunum með lífrænt vottaðar vörur, en þær hafa einungis 1,7% markaðshlutdeild. Þessar upplýsingar eru að sjálfsögðu áhugaverðar í ljósi þess að því er stundum haldið fram að samkeppni í verslun hér á landi muni aukast með aðild að ESB. Helsti vaxtarbroddurinn ekki við ESB heldur Rússland Utanríkisviðskipti með matvæli eru þýðingarmikil fyrir Finnland. Litlar breytingar voru á útflutningi milli áranna 2012 og 2013. Útflutningur búvara hélst lítið breyttur í verðmætum frá ESB-aðild allt fram til ársins 2005, en tók þá að vaxa frá árinu 2006 fram til 2009 þegar efnahagskreppan setti strik í reikninginn. Á árunum 2010-2012 tók viðskipti á Rússlandsmarkaði að glæðast á ný en hafa enn dregist saman á hefðbundnum mörkuðum innan ESB. Rússland er áfram helsti vaxtarbroddurinn í útflutningi fyrir finnskar búvörur og eru það einkum mjólkurvörur sem standa þar að baki. Umtalsverð aukning á innflutningi búvara Innflutningur búvara hefur hins vegar aukist umtalsvert, milli áranna 2012 og 2013 óx hann um 5% í verðmætum talið. Halla á viðskiptajöfnuði með búvörur hefur að jafnaði mátt rekja til innflutnings á ávöxtum, grænmeti, kaffi, áfengi og tóbaki auk osta og kornvöru. Hin síðari ár hefur innflutningur aukist á vörum sem einnig eru framleiddar í Finnlandi eins og kjöti og fiskmeti. Aukinn innflutningur búvara kemur fyrst og fremst frá öðrum ESB löndum einkum „eldri“ sambandslöndum eða 65,8% af öllum innflutningi. Þessar niðurstöður gefa vísbendingu um að tækifæri til vaxtar í útflutningi er ekki að leita innan ESB þessi misserin enda er hagvöxtur þar lítill um þessar mundir. /EB Heimild: Finnish Agriculture and Rural Industries 2014 Í aðildarsamningi Finnlands (Svíþjóðar og Austurríkis) að ESB er kveðið á um sérstakar heimildir til stuðnings við landbúnað norðan 62. breiddargráðu (142 grein) og við landbúnað í suður Finnlandi (141 grein). Stuðningur samkvæmt 142. grein, oft nefndur norðlægur stuðningur, er tengdur við framleiðslu eða gripafjölda. Um 55,5% landbúnaðarlands í Finnlandi er á svæðum sem njóta réttar til stuðnings samkvæmt þessu ákvæði. Skilvirkni norðlægs stuðnings er endurmetin á fimm ára fresti. Árið 2007 gerði framkvæmdastjórn ESB úttekt á því hversu vel tekist hefði að ná markmiðum stuðningsins og hvort þær aðferðir sem beitt er væru enn gerlegar og réttlætanlegar. Á grunni niðurstaðna þessarar úttektar fóru fram viðræður milli framkvæmdastjórnarinnar og Finnlands um framtíð og þróun norðlægs stuðnings, á árinu 2008. Niðurstaðan var sú að hætta að tengja stuðning við svína- og alifuglakjötsframleiðslu við gripafjölda en enn eru greiðslur tengdar gripafjölda í nautakjötsframleiðslu. Dregið úr stuðningi Suður-Finnlandi Stuðningur við landbúnað í Suður Finnlandi hefur verið endurskoðaður og munu greiðslur sem byggjast á grein 141, samkvæmt samkomulagi við ESB dragast saman um 17,4 milljónir Evra á tímabilinu 2014- 2020. Innanlands stuðningur, þ.e.a.s. stuðningur sem greiddur er úr sjóðum Finnska ríkisins samkvæmt sérstöku samkomulagi í aðildarsamningi (greinar 141, 142 ofl.), hefur dregist saman úr 552 milljónum Evra árið 2009 í 499 milljónir Evra árið 2014 (áætluð fjárhæð). Hlutur finnska ríkisins vegna CAP eykst Stuðningur samkvæmt sameigin- legri landbúnaðarstefnu ESB, CAP, er hins vegar nokkurn veginn Evra á sama tímabili. Hlutdeild Finnlands í fjármögnun þess hluta á tímabilinu hefur hins vegar hæk- kað úr 555 milljónir Evra (42%) í 566 milljónir Evra (43%.) /EB Breytingar á stuðningi við landbúnað í Finnlandi: Stöðugt minna fé úr sjóðum ESB Frá Finnlandi. Mynd / Wikipedia Hitaveitu & gasskápar Blikksmiðjan Vík ehf / Skemmuvegur 42, 200 Kópavogi / kt. 4309850279 / Sími: 557-1555 / blikkvik@blikkvik.is fyrir sumarbústaði og heimili Gæði • Þjónusta • Öryggi Hitaveituskápar Við sérsmíðum og eigum líka hitaveitukassa á lager. Einnig smíðum við mikið af kössum á kerrur, bíla ofl. Fáanlegir í mörgum litum. Gasskápar Eigum gasskápa á lager. Læsanlegir og smíðaðir úr áli. Láttu ekki stela af þér kútunum! www.VBL.is REYKJAVÍK Sími: 414-0000 /// AKUREYRI Sími: 464-8600 /// www.VBL.is DRIFSKÖFT OG DRIFSKAFTAEFNI GOTT ÚRVAL Í BOÐI ÖRYGGISHLÍFAR Á MJÖG HAGSTÆÐU VERÐI REYKJAVÍK Krókháls 5F 110 Reykjavík Sími: 414-0000 AKUREYRI Baldursnes 2 603 Akureyri Sími: 464-8600 HÆGT ER AÐ KAUPA STAKA HLUTI Í DRIFSKAFTAHLÍFAR ERU ÖRYGGISMÁLIN Í LAGI? Undanfarnar vikur hefur í fréttablöðum gefið að líta heilsíðu- auglýsingu með fyrirsögninni „Álver á heimsmælikvarða“. Í auglýsingunni vekur Norðurál á Grundartanga athygli á góðum tökum sínum á losun mengandi efna, einkum flúors. Norðurál telur að áhrif fyrirtækisins á lífríki Hvalfjarðar séu óveruleg, bendir á niðurstöður umhverfisvöktunar fyrir árið 2013 því til sönnunar og telur gæði rekstrarins á heimsmælikvarða. Af þessu tilefni óskar Umhverfisvaktin við Hvalfjörð eftir því að forsvarsmenn Norðuráls svari eftirfarandi spurningum hið fyrsta og eigi síðar en 1. ágúst nk. 1. Er frammistaða Norðuráls á heimsmælikvarða ef iðjuverið þarf heimild til að losa ríflega 40% meira af flúor á hvert tonn áls heldur en Alcoa Fjarðaál? 2. Finnst Norðuráli rétt að miða „árangur“ sinn við sl. ár þar sem veðurskilyrði voru allt önnur en árin á undan og flúor rigndi jafnt og þétt af gróðri? 3. Finnst forsvarsmönnum Norðuráls það óveruleg umhverfisáhrif að á meirihluta vöktunarbæja skuli ár eftir ár mælast svo hátt flúor í kjálkum sauðfjár að hætta sé á tannskemmdum og að tannskemmdir hafi orðið í sauðfé nú þegar? 4. Í ljósi þess að austlægar vindáttir ríkja á svæðinu: Finnst forsvarsmönnum Norðuráls það óveruleg umhverfisáhrif að afföll sauðfjár vestan við iðjuverið skuli vera marktækt meiri og frjósemi minni heldur en í öðru sauðfé? 5. Finnst Norðuráli það æskileg staða að áhrif langtíma flúorálags á kindur og hross skuli ekki þekkt, en leyfileg losun flúors byggð á áætluðu þoli dýranna? 6. Skýrslur sýna að heysýni voru ekki flúormæld fyrr en sex árum eftir mengunarslysið í álveri Norðuráls 2006. Hverju sætir það? 7. Norðurál hefur á hendi umsýslan vöktunar vegna eigin mengunar. Telur Norðurál, í ljósi beinna fjárhagslegra og viðskiptalegra tengsla fyrirtækisins við rannsakendur, Umhverfis stofnun og höf- unda vöktunarskýrslna, trúverðugleika mengunar- mælinga nægilegan? 8. Finnst forsvarsmönnum Norðuráls það til fyrirmyndar að erfitt sé að lesa skýrslur um umhverfisvöktun sér til gagns? 9. Finnst forsvarsmönnum Norðuráls það til fyrirmyndar að ekki sé til viðbragðsáætlun vegna mengunarslysa í iðjuverinu? 10. Finnst forsvarsmönnum Norðuráls það til fyrirmyndar að auka álframleiðsluna og þar með losun flúors þó iðjuverið starfi í blómlegu landbúnaðarhéraði? Svörin sendist Umhverfisvaktinni við Hvalfjörð: umhverfisvaktin@ umhverfisvaktin.is eða formanni Umhverfisvaktarinnar, Þórarni Jónssyni, Hálsi, 276 Kjós, Hvalfirði, 7. júlí 2014. Opið bréf til Norðuráls á Grundartanga: Álver á heimsmælikvarða?

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.