Bændablaðið - 17.07.2014, Blaðsíða 9

Bændablaðið - 17.07.2014, Blaðsíða 9
9Bændablaðið | Fimmtudagur 17. júlí 2014 Um 110.600 erlendir ferða- menn fóru frá landinu í júní síðastliðnum, samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, eða um 20.700 fleiri en í júní í fyrra. Aukningin nemur 23,1% milli ára. Varla þarf að taka það fram að aldrei hafa jafn margir ferðamenn verið hér í júní og nú. Þetta kemur fram á vef Ferðamálastofu. Bandaríkjamenn fjölmennir Þar segir enn fremur að Bandaríkjamenn hafi verið fjölmennastir, eða 19,2% af heildarfjölda ferðamanna í júní en næstfjölmennastir voru Þjóðverjar, 15,6% af heild. Þar á eftir komu Bretar (8,6%), Frakkar (6,4%) og Norðmenn (5,7%). Samtals voru 10 fjölmennustu þjóðernin með 74% af heildarfjölda ferðamanna. Af einstaka þjóðernum fjölgaði Bandaríkjamönnum, Bretum, Kanadamönnum, Þjóðverjum og Kínverjum mest á milli ára. Þessar fimm þjóðir báru að stórum hluta uppi aukninguna í júní milli ára eða um 54% af heildaraukningu. Þrefalt fleiri en fyrir rúmum áratug Ferðamenn voru ríflega þrisvar sinnum fleiri í maí í ár en þeir mældust í sama mánuði árið 2002. Fjölgun hefur að segja má verið öll ár, að undanskilinni smávægilegri fækkun 2009 og 2010. Hún hefur þó verið mismikil, mest 25% á milli áranna 2006 og 2007 og þrívegis yfir 20%. Þegar einstök markaðssvæði eru skoðuð kemur í ljós að frá árinu 2010 er góð fjölgun frá öllum svæðum. Bandaríkjamönnum hefur fjölgað mest en þeir hafa nærri þrefaldast. Bretar og þeir sem taldir eru sameiginlega undir „Annað“ hafa meira en tvöfaldast. Nokkru minni fjölgun er frá Mið- og Suður Evrópu en þó 85%. Norðurlandabúum hefur fjölgað um 43% frá árinu 2010. 402 þúsund frá áramótum Það sem af er ári hafa 401.772 erlendir ferðamenn farið frá landinu eða um 90 þúsund fleiri en á sama tímabili í fyrra. Um er að ræða 29% aukningu ferðamanna milli ára frá áramótum í samanburði við sama tímabil í fyrra. Veruleg aukning hefur verið frá flestum mörkuðum; N-Ameríkönum og Bretum hefur fjölgað um 41,%, Mið- og S-Evrópubúum um 17%, og ferðamönnum frá öðrum mörkuðum um 38%. Norðurlandabúum hefur hins vegar ekki fjölgað í sama mæli eða um 10%. /MÞÞ Lynghálsi, Reykjavík lifland@lifland.is Lónsbakka, Akureyri Efstubraut, Blönduósi www.lifland.isSími 540 1100 Lífland söluráðgjöf Lífland ræktar lýð og land Kjarninn í starfssemi Líflands er að styðja við lífið í landinu. Með fjölbreyttu vöruúrvali og vísindalegum vinnubrögðum sköpum við góðan jarðveg fyrir hvers kyns búskap og búfjárrækt. Aldrei jafnmargir ferðamenn í júní Kjöt ræktað í tilraunaglösum Á síðasta ári voru steiktir í fyrsta sinn hamborgarar sem innihéldu kjöthakk sem var ræktað á tilraunastofu. Síðan hefur ræktunartækninni fleygt fram og í dag er kostnaðurinn helsta hindrun þess að rækta tilraunastofukjöthakk í stórum stíl. Vísindamennirnir sem standa að baki ræktuninni segja að framleiðsla á kjöti í verksmiðjum hafi ýmsa kosti umfram hefðbundna kjötframleiðslu og geti dregið verulega úr hungurs- neyð í heiminum. Meðal kostanna segja þeir vera að ekki þurfi lengur að slátra dýrum og að framleiðslu á kjötinu fylgi engar gróðurhúsalofttegundir. Auk kostnaðar er helsta fyrir- staðan í að hefja framleiðslu á verksmiðjuræktuðu kjöti aukin vitund neytenda á Vesturlöndum um mat og hvað þeir setja ofan í sig. Óformlegar kannanir sýna að mörgum þyki hugmyndin um að borða kjöt sem framleitt er á tilraunastofu ógeðfelld. Framleiðendur segja aftur á móti að sé kjötið skoðað undir smásjá sjáist enginn munur á því og kjöti af dýri á fæti enda ræktað úr vefjum lifandi dýra. Í dag er unnið að tilraunum með að rækta kjöt sem líkist nautalund á rannsóknastofu í samstarfi við framleiðendur þrívíddarprentara. Ferlið er mun flóknara en að rækta hakk í hamborgara. Talsvert er í að niðurstöður fáist úr þeim tilraunum. Kostnaðurinn við að framleiða hakkið í hamborgarana á síðasta ári var um 200.000 bresk pund, sem jafngildir tæpum 40 milljón króna. Lundin verður talsvert dýrari. Í náinni framtíð getum við átt von á að hugmyndin um kjötvinnsluvél í eldhúsinu breytist og um kjötframleiðsluvél verði frekar að ræða. /VH

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.