Bændablaðið - 17.07.2014, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 17.07.2014, Blaðsíða 7
7Bændablaðið | Fimmtudagur 17. júlí 2014 Með nýjum lögum um söfn og nýjum viðmiðunarreglum Safnaráðs um síðustu fékkst ekki viðurkenning fyrir því að Sauðfjársetrið á Ströndum ætti rétt á að fá styrki úr Safnasjóði eins og verið hefur undanfarin ár. Olli þetta mikilli óvissu um frekari uppbyggingu og fjármögnun safnsins en nú hefur þessu þó að nokkru leyti verið kippt í liðinn. Ester Sigfúsdóttir, framkvæmda- stjóri Sauðfjárseturs á Ströndum sem starfrækt er í Sævangi í Steingrímsfirði, segir að nú í byrjun júlí hafi hún fengið bréf frá safnasjóði þar sem Sauðfjársetrið er samþykkt sem safn. „Við vitum þó ekki hvernig er með styrk á þessu ári, en staðan er þó allt önnur varðandi framhaldið en útlit var fyrir,“ segir Ester. „Þetta hefði orðið gífurlega erfitt ef við hefðum ekki fengið þetta samþykki.“ Opnað 2002 Sauðfjársetrið á Ströndum hefur verið starfrækt frá 2002 í félagsheimilinu Sævangi við Steingrímsfjörð í Strandabyggð. Um er að ræða safn og menningarstofnun sem hefur allt frá upphafi haft á stefnuskrá sinni að setja svip á mannlíf og menningu i héraðinu og kynna á jákvæðan og lifandi hátt sambúð íslensku þjóðarinnar, lands og sauðkindar. Fastasýning safnsins ber yfirskriftina Sauðfé í sögu þjóðar og er þar sagt frá sauðfjárbúskap í máli og myndum. Reglulega hafa verið settar upp sérsýningar um sögutengd eða listræn efni og haldin námskeið, fróðleiksfundir, veislur og skemmtanir. Áhersla er lögð á að miðla jákvæðri mynd af sauðfjárbúskapnum í landinu og daglegu lífi í dreifbýli. Myndum og munum er safnað markvisst og unnið að forvörslu, skráningu og miðlun. Ágæt aðsókn og margháttaðir viðburðir Erna segir að ágæt aðsókn hafi verið að safninu í Sævangi í sumar. Venjan sé sú að framan af sumri sé meirihluti gesta útlendingar en síðan fari Íslendingar að skila sér meira þegar líði á sumarið. „Við erum alltaf með fasta sýningu og síðan erum við með sýningar á sviðinu sem skipt er út reglulega. Nú erum við með sýningu um álagabletti á Ströndum sem vakið hefur töluverða athygli. Þá erum við með sérherbergi þar sem við erum með sýningu um Þorstein Magnússon, mikinn hagleiksmann sem bjó á Hólmavík. Sú sýning hefur verið í gangi í tvö sumur. Við stefnum á það síðar í sumar að skipta henni út fyrir aðra sýningu þar sem áherslan verður lögð á starf ráðunautanna með Brynjólf Sæmundsson ráðunaut í forgrunni. Við vorum með Furðuleikana 30. júní, sem voru mjög vel sóttir. Þetta er stærsti viðburður safnsins í sumar ásamt hrútadómunum sem verða 16. ágúst, sem er reyndar langstærsti viðburðurinn,“ segir Ester. Þar er reyndar um að ræða Íslandsmeistaramót í hrútadómum, þar sem vanir og óvanir hrútaþuklarar munu spreyta sig á að raða vænum Strandahrútum í rétta röð eftir gæðum. Fá sigurvegararnir síðan vegleg verðlaun. Þar verða einnig ýmis skemmtiatriði og óstjórnlegt fjör, að því er fram kemur í kynningu á þeim viðburði. Þá er gert ýmislegt fleira til skemmtunar að sögn Esterar. Þannig var haldið svokallað Kaffi-Quest á dögunum, sem var opið öllum aldurshópum. „Þetta lífgar gífurlega upp á mannlífið á Ströndum og við höldum uppi margs konar starfsemi allt árið. Við erum með sviðaveislu á haustin og yfir vetrartímann erum við með fyrirlestra, kaffikvöld, spilakvöld og ýmislegt fleira. Enda fengum við á síðasta ári menningarverðlaun Strandabyggðar.“ Miklar endurbætur Fjárhagsleg staða safnsins er ekki slæm því það er nær skuldlaust og er markmiðið að halda þeirri stöðu áfram. Starfsmannafjöldi er svo sem ekki mikill því framkvæmdastjórinn er einungis í 50% starfi en fleiri starfsmenn hafa þó verið ráðnir yfir sumartímann. Á síðustu tveim árum hefur þó þurft að leggja í mikinn kostnað til að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til safna. Hefur m.a. verið skipt um þakjárn á húsinu Sævangi, sem safnið á að tveim þriðju hlutum. Þá var skipt um stærstu gluggana og sett upp öryggiskerfi í samvinnu við Securitas. Áfram er fyrirhugað að vinna að endurbótum á húsinu. Segir Ester að því verði haldið áfram þó að nokkur óvissa sé um fjármögnunina út þetta ár, en styrkur ætti í það minnsta að fást fyrir næsta ár. /HKr. íðasti vísnaþáttur endaði í slægjunni hjá Einari Kolbeinssyni í Bólstaðarhlíð. Verandi þar er tilvalið að birta gamla vísu eftir Björn Sveinsson á Botnastöðum: Bólstaðarhlíðin frjóvgun fær hjá forn-Guðmundi kænum, auðurinn vex, en grasið grær í götunni heim að bænum. Fyrir margt löngu orti Tryggvi Emilsson með örlitlum bjartsýnisbrag: Skýjaþykkni skyggir á að skíni sól á hnjúkinn. Þó var áðan geisli að gá gegnum rósadúkinn. Einhvern veginn verður líka allt léttara lífið þegar sólin sést. Jónas Jónsson bóndi á Torfamýri orti um mátt sólarinnar: Sólin þaggar þokugrát, þerrar sagga og úða. Fjólan vaggar kolli kát klædd í daggarskrúða. Ekki var létt yfir Baldri Þórðarsyni þegar hann orti: Varla að sinni vætan dvín, völvan spáði þessu. Sárt er að horfa á heyin sín hverfa í drulluklessu. Hörður Kristjánsson, sá ágæti ritstjóri Bændablaðsins, boðar bráðlega ferð sína norður í land. Óskaði hann af því tilefni eftir sólardögum. Erfitt verður að tryggja honum blíða veðráttu, þó að tíðin til þessa hafi verið Norðlendingum hagfelld. Löngum hefur loðað við að á Vopnafirði væru sólardagar fleiri en annars staðar. Á hagyrðingasamkomu þar, í húðarregni, orti Hákon Aðalsteinsson: Hér er oftast heiðskírt loft heitir dagar flestir. Þó er eins og þyngi oft þegar koma gestir. Þannig er nú einu sinni með blessað veðrið. Ritstjórinn verður því að vera viðbúinn veðrabrigðum. Látum náttúrufræðinginn og skáldið Jónas Hallgrímsson lýsa veðurfarinu sem hugsanlega heilsar ritstjóranum þá hann gistir Norðurland: Nú er sumar í Köldukinn – kveð ég á millum vita. Fyrr má nú vera, faðir minn en flugurnar springi úr hita. Út um móinn enn er hér engin gróin hola. Fífiltóin fölnuð er – farðu í sjóinn gola. Sunnanvindur sólu frá sveipar linda skýja. Fannatinda, björgin blá, björk og rinda ljómar á. Veðrið er hvorki vont né gott, varla kalt og ekki heitt. Það er hvorki þurrt né vott, það er svo sem ekki neitt. Auðvitað gæti líka rignt á ritstjórann: Skuggabaldur úti einn öli daufu rennir. Skrugguvaldur, hvergi hreinn, himinraufar glennir. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggd1@gmail.com Líf og starf MÆLT AF MUNNI FRAM S Svipmyndir frá Furðuleikum Sauðfjársetursins 2014. Keppt var í girðingarstaurakasti, öskri, trjónufótbolta, kvennahlaupi, farsímakasti og ruslatínslu. Varð af mikil gleði og gaman. Myndir / Jón Jónsson Öskurkeppnin fór fram með miklum tilþrifum. Ný lög um söfn ollu uppnámi hjá Sauðfjársetrinu á Ströndum: Missti viðurkenningu sem safn en er nú komið aftur á listann

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.