Bændablaðið - 23.10.2014, Side 2

Bændablaðið - 23.10.2014, Side 2
2 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. október 2014 Viðræður standa yfir milli Landssambands kúabænda og Bændasamtaka Íslands um að LK kaupi Nautastöð BÍ að Hesti í Borgarfirði. Ekki er enn ljóst hvort af kaupunum verði en það skýrist fljótlega. Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda, segir að viðræður um kaup LK á Nautastöð Bændasamtaka Íslands standi yfir en endanleg ákvörðun um kaupin hafi ekki enn verið tekin. „Frumkvæði að viðræðunum er komið frá okkur og Bændasamtökin hafa líka sýnt málinu áhuga. LK vill að búgreinin taki stöðina yfir og beri þannig sjálf ábyrgð á ræktunarstarfinu. Þannig er það hjá öðrum búgreinum og okkur finnst það sama eigi að gilda um nautgriparæktina.“ Ákvörðunar að vænta fljótlega Að sögn Baldurs skýrist fljótlega hvort af kaupunum verður en stjórn BÍ mun væntanlega taka málið fyrir fljótlega og taka ákvörðun um áframhaldið. Baldur segir að meðal annars sé ekki búið að semja um endanlegt verð enn. 20 til 30 naut til sæðistöku Nautastöð Bændasamtaka Íslands er á Hesti í Borgarfirði. Á hverju ári eru keyptir um 70 smákálfar að Nautastöð BÍ að Hesti og úr hverjum árgangi koma 22 til 30 naut til sæðistöku, önnur eru felld vegna þess að þau þroskast ekki, stökkva ekki eða mæður þeirra falla í kynbótamati. Í stöðinni á Hesti eru 24 sæðisnautastíur, fjórar stíur fyrir uppeldið, sem geta tekið kálfa og svo einangrunarstöð sem tekur 12 kálfa. Árlega eru teknir á bilinu 120 til 170 sæðisskammtar úr nautum á stöðinni og rúmlega 50 þúsund eru sendir til frjótækna um allt land. Aðstæður í stöðinni eru eins og best verður á kosið og hún uppfyllir kröfur Evrópusambandsins um útflutning á nautasæði. Starfsmenn stöðvarinnar eru tveir. Áhugi fyrir útflutningi á nautgripasæði úr íslenskum nautum „Landssambandi kúabænda berast á hverju ári fyrirspurnir um sæði úr íslenskum nautum erlendis frá og okkur langar til að skoða þann möguleika frekar og flytja út íslenskt nautgripasæði sé markaður fyrir það,“ segir Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda, að lokum. /VH Fréttir Rafrænir reikningar frá BÍ vegna Fjarvis Bændasamtök Íslands hafa nýlega sent út rafræna reikninga fyrir árgjöldum af FJARVIS. IS, skýrsluhaldsforritinu í sauðfjárrækt. Aðgangur að FJARVIS.IS veitir jafnframt aðgang að nýja sauðfjárræktarforritinu, LAMB, en sömu aðgangsorð gilda. Sami háttur var hafður á við útsendingu á árgjöldum fyrir JÖRÐ, skýrsluhaldsforritið í jarðrækt, og HUPPU, skýrsluhaldsforritið í nautgriparækt, þegar reikningar voru sendir út fyrir árgjöldum fyrr á árinu. Rafrænir reikningar birtast sem krafa í heimabanka og reikningurinn undir „Rafræn skjöl“. Þeir sem vilja áfram fá senda reikninga í pósti er bent á að hafa samband við skrifstofu Bændasamtakanna hið fyrsta. Hægt er að hafa samband á skrifstofutíma símleiðis í síma 563-0300, en einnig er unnt að senda tölvupóst á jl@ bondi.is með öllum nauðsynlegum upplýsingum. Landssamband kúabænda hefur áhuga á að kaupa Nautastöð Bændasamtaka Íslands: Eðlilegt að búgreinin beri ábyrgð á ræktunarstarfinu Hreppsnefnd Ásahrepps vill skoða möguleikann á lagningu ljósleiðara í hreppinn. Á fundi hreppsnefndar fyrir skömmu greindi Ingólfur Bruun frá því að lagning ljósleiðara í Mýrdal hefði gengið vel, en væri ekki að fullu lokið. Hann mælti með að hreppsnefnd Ásahrepps myndi hitta forsvarsmenn verkefnisins í Mýrdal og kynna sér það. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hver hönnunarkostnaður yrði fyrir ljósleiðaravæðingu Ásahrepps. Ingólfur mælti með að fyrirtækin Heflun ehf. og Leiðarinn ehf. yrðu fengin til að vinna verkið og að notaðir verði tengiskápar í stað tengibrunna. Hann lagði einnig til að sveitarfélagið eða dótturfyrirtæki þess verði eigandi allra lagna og að samið verði við fjarskiptafyrirtæki um rekstur kerfisins. Hreppsnefnd Ásahrepps leggur áherslu á að vandað verði til undirbúnings fyrir ljósleiðaralögn í hreppinn og að verðkönnun verði gerð á sem flestum verkþáttum og efni til verksins. Oddvita var falið að skipuleggja heimsókn til fyrirtækisins Líf í Mýrdal til að kynna sér viðhorf verkkaupa í Mýrdal. /VH Vilja ljósleiðara í Ásahrepp Sæðisnaut á Nautastöðinni að Hesti í Borgarfirði. Bændur á Móeiðarhvoli hyggjast hætta kornrækt að mestu: Álft og gæs étur um þriðjung uppskerunnar – Getum ekki barist endalaust við þetta og borgað að auki eldið á þessum fuglum, segir ábúandi Birkir Arnar Tómasson, bóndi á Móeiðarhvoli, segir að af því sem hann hafi náð í hús hafi fengist 5,3 tonn af þurrum höfrum á hektara sem þyki gott. Hefur Birkir haft samvinnu við félaga sinn, Massimo Luppi, sem er af ítölskum uppruna, um akuryrkjuna, en hann er mikill áhugamaður um kornrækt og hefur leigt þarna akurlendi til ræktunar. „Hafrarnir voru af ökrum þar sem engin afföll urðu. Byggið er hins vegar allt meira og minna brotið niður og þar hefur álft og gæs eyðilagt mikið. Það eru t.d. um 15 hektarar sem við reynum ekki einu sinni að fara með vélarnar á.“ Tjónið nemur milljónum króna Birkir segir að þar sem svo langt sé komið fram á haust hafi fuglinn lagst enn meira á akrana en ella. „Hér í kringum mig hleypur tjónið á nokkrum milljónum króna aðallega af völdum álfta. Það er auðveldara að reka gæsina á brott. Hún er mun styggari og ef maður nær að reka hana á brott að morgni, þá lætur hún ekki sjá sig allan daginn. Öðru máli gegnir um álftina. Hún hræðist manninn ekki og er komin aftur í akurinn nokkrum mínútum eftir að hún hefur verið rekin á brott. Þá hefur afkoman hjá álftinni verið mjög góð í sumar og maður sér álftina hvergi með færri unga en fimm. Allt þarf þetta að éta og eiga þeir örfáu aðilar sem eru að burðast við kornrækt í landinu að halda uppi þessum stofni? Ég ætla ekki að taka þátt í því lengur og við félagi minn sem er í samvinnu við mig munum ekki sá í meira en við getum algjörlega varið fyrir fugli. Það verður til þess að ég verð að kaupa miklu meira af innfluttu fóðri þó ég hefði þurft að auka kornræktina um leið og ég fjölga nautgripunum.“ Þriðjungur kornsins fer í að ala álft og gæs „Nú er þetta stórtjón og mikið meira en í fyrra af völdum fugla. Þá náðum við meiru af korninu í hús áður en fuglinn kom. Sennilega var það vegna þess að varpið hófst þá mun seinna vegna vorkulda og fuglinn kom því líka seinna niður í byggð með ungviðið. Í sumar verpti fuglinn fyrr vegna meiri hita og kom því fyrr í akrana. Svo var september erfiður vegna veðurs þannig að við réðum ekki neitt við þetta. Nú er svo komið að við sem unnið höfum að kornræktinni hér í sameiningu munum hætta þessu að mestu. Við verðum annaðhvort að sætta okkur við að 30 prósent af því sem við ræktum fljúgi burt, eða að við kaupum kornið erlendis frá.“ Enginn vilji til að taka á málinu Er ekki óhagstætt fyrir þjóðarbúið ef þið þurfið að fara að verja auknum gjaldeyri til fóðurkaupa? „Ég hefði talið það og að við ættum að reyna að framleiða alla þá matvöru sem við getum hér á landi, en það virðist bara ekki skipta ráðamenn neinu máli. Við erum búnir að benda á þetta í tíu ár eða meira, en það er eins og að berja hausnum við stein. Það hefur ekkert gerst og enginn vilji til að taka á málinu. Þeir sem ráða eru greinilega á annarri skoðun en við og vilja flytja þetta allt inn með tilheyrandi gjaldeyrisútlátum. Við getum bara ekki barist endalaust við þetta og borgað að auki eldið á þessum fuglum, það gengur bara ekki upp,“ segir Birkir. /HKr. Frjósemin í álftastofninum á Íslandi hefur verið sérlega mikil á undanförnum árum. Hér er álftapar með sex unga Myndir / HKr. Í lok 3. ársfjórðungs 2014 bjuggu 164.710 karlar og 163.460 konur eða samtals 328.170 manns á Íslandi samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Hafði landsmönnum fjölgað um 1.130 á ársfjórðungnum. Erlendir ríkisborgarar voru 23.840 og á höfuðborgarsvæðinu bjuggu 210.660 manns. Á 3. ársfjórðungi 2014 fæddust 1.200 börn, en 510 einstaklingar létust. Á sama tíma fluttust 420 einstaklingar til landsins umfram brottflutta. Brottfluttir einstaklingar með íslenskt ríkisfang voru 440 umfram aðflutta, en aðfluttir erlendir ríkisborgarar voru 860 fleiri en þeir sem fluttust frá landinu. Fleiri karlar en konur fluttust frá landinu. Íslendingar 328.170

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.