Bændablaðið - 23.10.2014, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 23.10.2014, Blaðsíða 7
7Bændablaðið | Fimmtudagur 23. október 2014 á er komið að framlagi Björns Ingólfssonar á Grenivík. Hann kom ekki tómhentur til „Kátra daga“ á Þórshöfn. Af sjálfum sér segir Björn frá húskarlsstörfum sínum hjá tengdasyni sínum, Þórarni Péturssyni á Grund í Grýtubakkahreppi. Í erli sauðburðar hinn 7. maí sl. varð Björn einmitt sjötugur: Aldrei á beinum brautum fer hann í búskapnum – það er flestra mat. En nægjusamur og nýtinn er hann að notast við sjötugt karlrassgat. Um sessunauta sína orti Björn undir stuðlafalli: Einn má telja innstan kopp í búri. Hans er orðið hrukkótt fés heitir svínið Jóhannes. Hjálmar – það er hann sem er með leppinn – telur stærsta lífs síns lán að líta út eins og Charlie Brown. (Til glöggvunar, þá var Hjálmar með einhverja óværu í auga og bar lepp fyrir auganu) Ágúst hann er yngstur hér á palli, illskældinn og orðljótur orðinn þó er, helvískur. Og stjórnandi samkomunnar, Birgir Sveinbjörnsson fær líka völu: Birgir telst hin besta hér á Fróni hagyrðinga hlaupatík húskarl Rósu í Krossavík. Björn var beðinn um eitthvað nýlegt afrek á sviði kveðskapar. Björn flutti þá samkomunni Langlimru: Hún leystist að lokum gátan og ljóst er hvað kom fyrir skátann. Þegar Oddfríður sá hann svo ungan og knáan fór holdið að þrá hann þá henti hún sér á hann og í ógáti hún hreinlega át hann. Og líkt og hinir hagyrðingarnir, þá orti Björn um forskot það sem Gústi hafði á Þistilfirðinga varðandi túnaslátt: Að deila um töðuna á túnunum er tilgangs- og marklaust blaður. Þetta er merki aðeins um að Ágúst sé keppnismaður. Næst spyr Birgir hvort Birni þyki Langanes ljótur tangi eins og Látra-Björg orðaði það forðum: Í fullyrðing minni er e.t.v. angi af eins konar víðsýnisskorti. Langanes þykir mér ljótur tangi en lítur þó vel út á korti. Líkt og hinir hagyrðingarnir, þá orti Björn um þau harmsefni Birgis, að sjá hvergi svipmót sitt meðal íbúa Raufarhafnar þrátt fyrir að hafa eytt þar sínum mestu manndómsárum: Á Raufarhöfn dvaldi hann daga fína og dapur hann tregar og harmar að hafa ekki notað þar náttúru sína en nú er of seint að reyna það. Á þeim frumlegheitum Ágústar í Sauðanesi að hafa rekaviðarsúlu í miðri stofunni, rammlega festa við loft og gólf, var Björn með tiltækar skýringar: Inni í stofu Ágúst sest ánægður mælir við sinn gest: „Þetta er súlan, það er best að þarna gæti ég tjóðrað hest.“ Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggd1@gmail.com Líf og starf MÆLT AF MUNNI FRAM Þ Félag sauðfjárbænda í Rangár- vallasýslu sá um hátíðahöld á Degi sauðkindarinnar í Skeiðvangi á Hvolsvelli hinn 18. október. Um 300 gestir mættu á hátíðina sem nú var haldin í sjöunda sinn. Á sýninguna komu efstu hrútar úr sýningum í hverri sveit milli Þjórsár og Markarfljóts og voru dæmdir upp á nýtt. Efstu lambhrútar urðu: 1. Nr. 78 frá Tjaldhólum með 37,5 stig fyrir BML og 89 heildarstig. F: Stikill Næfurholti. 2. Nr. 118 frá Álfhólum með 37,5 stig fyrir BML og 88 heildarstig. F: Svalur Álfhólum. 3. Nr. 31 frá Tjaldhólum með 37 stig fyrir BML og 88.5 heildarstig. F: Stikill Næfurholti. Veturgamlir hrútar: 1. 13-334 Álfur frá Djúpadal með 37 stig BML og 87 heildarstig F: Styrkur Álfhólum 2. 13-301 Kristall frá Búð með 36 stig BML og 87 heildarstig. F: Birkir Bjarnastöðum. 3. 13-082 Pistill frá Austvaðsholti með 37 BML og 88 heildarstig. F: Púki Bergstöðum Gimbrar: 1. Nr. 294 frá Teigi 1 með 9.5 fyrir frampart 19.5 læri. 2. Nr. 59 frá Hemlu með 9.5 fyrir framp. 19.5 læri. 3. Nr. 120 frá Kaldbak með 9 fyrir framp. 19 læri. Gestir völdu litfegursta lambið og var valin svartflekkótt gimbur frá Bergi Guðgeirssyni, Hellu. Verðlaun voru veitt fyrir 5 vetra ær sem standa efstar í kynbótamati í sýslunni. Efstu 6 ærnar voru frá Skarði. Efsta ærin var 09-035 frá Skarði með 119.8 stig. Veitt voru verðlaun fyrir þyngsta dilk úr sýslunni lagðan inn hjá SS nú í haust. Hann var frá Sigurði Sigurðarsyni, Þjóðólfshaga og vó 32.7 kg. Skarð er ræktunarbú ársins Skarð í Landsveit var útnefnt ræktun arbú Rangárvallasýslu 2014. Styrktaraðilar sýningarinnar voru KS, SS sem gaf gestum kjötsúpu og Ítalíulæri fyrir þyngsta dilkinn. Aurasel og Fóðurblandan lánuðu grindur. Verðlaunagripir voru útskornir af Ragnhildi Magnúsdóttur í Gígjarhólskoti og mynd máluð af Gunnhildi Jónsdóttur Berjanesi. Á hátíðinni sýndi Maja í Skinnhúfu ullarvinnslu og í lokin voru boðin upp 3 lömb sem voru gefin til að standa undir kostnaði og einnig einn orystuhrútur. /Einar G. Magnússon Dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu: Um 300 manns fylgdust með hrútadómum og völdu litfegursta lambið í sveitinni Glaðir og ánægðir gestir á Degi sauðkindarinnar á Hellu. Myndir / Sigríður H. Heiðmundsdóttir, Kaldbak. Þrír efstu lambhrútarnir. Guðni Steinarr Guðjónsson, Tjaldhólum, heldur í þann sem efstur stóð, þá er það Sara Ástþórsdóttir, Álfhólum, með hrút nr. 2 og síðan Ragnar Rafael Guðjónsson, Tjaldhólum, með hrút nr. 3. Tjaldhólabræður með hrúta nr. 1 og 3. Guðni Steinarr og Ragnar Rafael Guðjónssynir. Verðlaun fyrir efstu 5 vetra ána og besta búið. Erlendur Ingvarsson og Berglind Guðgeirsdóttir í Skarði. Ræktandi og eigandi efsta veturgamlahrútsins: Sara Ástþórsdóttir, Álfhólum, ræktandi og Lilja Sigurðardóttir í Djúpadal, eigandi. Efsta lambgimbur frá Guðna Jenssyni og Örnu Dögg Arnþórsdóttur í Teigi. Litfegursta lambið að mati gesta. Jón Óli Guðgeirsson á Hellu, einn eigenda þess, heldur hér í það.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.