Bændablaðið - 23.10.2014, Blaðsíða 12
12 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. október 2014
Hollensk matvælaöryggisyfirvöld
kröfðust þess 10. október að sjö
tonna sending af nautakjöti yrði
tekin af markaði þar sem talið
var að kjötið væri mengað af
miltisbrandi (anthrax).
Miltisbrandur fannst í kjöti af
tveim kúm eftir að það kom til
Hollands, en kjötið kom frá pólsku
sláturhúsi sem hafði tekið við kúnum
frá bónda í Slóvakíu.
Fór í gegnum allt vottaða
vinnsluferlið
Það vekur sérstaka athygli að
slíkt skuli eiga sér stað þar sem
mjög hefur verið klifað á því að
öllum matvælum sem dreift er til
sölu innan Evrópusambandsins
fylgi vottun dýralækna og annarra
heilbrigðisyfirvalda. Þessi rök hafa
m.a. mjög verið notuð í baráttunni
fyrir að leyfa innflutning á fersku
kjöti til Íslands. Þetta er reyndar
ekki í fyrsta skiptið sem slíkar
vottanir virðast segja lítið um
raunverulegt öryggi matvæla inna
ESB. Má þar nefna kúariðufárið
sem kom upp í Bretlandi og fölsun
matvæla með íblöndun hrossakjöts
í unnar nautakjötsafurðir sem skók
kjötmarkað Evrópu fyrir nokkrum
misserum.
Umræddu miltisbrandsmenguðu
kjöti í Hollandi hafði verið dreift
til 19 fyrirtækja og var þegar
komið í hillur stórmarkaða áður
en ákveðið var að innkalla það
samkvæmt frétt ANP-fréttastofunnar.
Heilbrigðisyfirvöld segja þó að litlar
líkur séu á að einhver hafi smitast af
miltisbrandi.
Miltisbrandur er banvænn
smitsjúkdómur af völdum
bakteríunnar Bacillus anthracis.
Hann kemur fyrir í villidýrum og
húsdýrum en getur smitast yfir
í fólk sem kemst í snertingu við
smituð dýr, hræ eða mikið magn af
miltisbrandsgróum. Enn eru engin
dæmi um að sýkt fólk beri smit.
Miltisbrandur finnst um allan heim,
en er þó fyrst og fremst algengur
hjá jurtaætum þótt hann geti borist í
menn og fugla.
Lifir áratugum saman í jarðvegi
Sýkillinn getur myndað dvalargró.
Gróin geta lifað áratugum saman í
jarðvegi, einkum rökum og súrum.
Við jarðrask á stöðum þar sem
sýkt dýr voru urðuð geta gróin
borist í menn og dýr. Gróin sem
eru 2–6 míkron í þvermál geta sest
á slímhúð í öndunarvegi manna og
dýra. Við hagstæð skilyrði inn ií
hýsli vakna gróin af dvalanum og
bakterían tekur að fjölga sér.
Þekkt eru 89 afbrigði af
miltisbrandi
Miltisbrandur er líka þekktur á
Íslandi og talið er að hans hafi fyrst
orðið vart árið 1865, en árið áður
hófst innflutningur á ósútuðum,
hertum húðum frá Afríku.
Miltisbrandur hefur á íslensku
einnig verið nefndur miltisbruni,
miltisdrep, miltisbráðadauði og
skinnapest. Sjúkdómsins varð
síðar vart af og til. Miltisbrandur
kom upp í Ölfusi 1965. Í desember
árið 2004 kom upp miltisbrandur
í fjórum hrossum sem höfðu
haldið til við eyðibýlið Sjónarhól
á Vatnsleysuströnd.
/HKr
Nautakjöt innkallað í hollenskum
stórmörkuðum vegna miltisbrands
– Fór í gegnum allt vinnsluferlið til verslana þrátt fyrir allt vottunarkerfi ESB
Bændablaðið
Smáauglýsingar 56-30-300
Nú er stóra mjólkurmálið farið
til áfrýjunarnefndarinnar og
enginn veit nema það eigi eftir
að fara þaðan til dómstólanna
eins og stóra Vífilfellsmálið
sem SE tapaði á dögunum fyrir
Hæstarétti.
Samkeppniseftirlitið fer með
mikla ábyrgð, rannsakar, ákærir
og sektar grimmt en það getur
líka hent það að kveða upp ranga
úrskurði eins og Vífilfellsmálið
sannaði. Því enginn er sekur fyrr
en sekt hans er sönnuð og því starfa
hér dómstólar svo hægt sé að leiða
ágreining til lykta og enginn deilir
við dómarann.
Kjarni málsins er þessi eins og
hann er dreginn saman í kæruskjali
Mjólkursamsölunnar:
„Hefði SE lagt sig betur fram
um að rannsaka reikninga Mjólku l,
litið heildstætt á mjólkurhækkanir
yfir nokkurra ára tímabil, aflað
upplýsinga frá KS um það hvernig
kaup KS á Mjólku l bar að og
aflað upplýsinga frá sameiganda
Ólafs Magnússonar að Mjólku l,
Vífilfelli hf., hefði komið í ljós að
samsæriskenningin á við engin rök
að styðjast.“
Verslunarvaldið í herferð
Jafn vafasamur og úrskurður
SE virðist vera, séu málskjölin
lesin og borin saman við
kæruskjöl MS, er hitt enn
furðulegra hvernig andstæðingar
opinberrar verðlagningar og
hagræðingarlaganna sem gilt hafa
um mjólkuriðnaðinn frá 2004 hafa
látið og talið löggjöfinni allt til
foráttu.
MS er lögum samkvæmt
landsnet 650 kúabænda sem ber að
sækja og dreifa mjólk og allir sitja
við sama borð. Kúabændum hvar
sem þeir búa þeim er ákvarðað fast
verð og það sama. Einnig skulu
þeir sem í smásöluversluninni
starfa eiga rétt lögum samkvæmt
að fá ákveðnar dagvörur frá MS
á sama verði, mjólk, osta, smjör,
skyr o.fl. Því eru engir stórir
afslættir hjá MS til þeirra stóru
eins og tíðkast jafnan, Alþingi
bannaði það.
Alþingi sett i þessi
jafnaðarmannalög 2004 til að
tryggja samkeppni og að litlar
verslanir gætu selt sínu fólki þessar
mikilvægu matvörur á sama verði
og þeir stóru. Litlu verslanirnar um
land allt sögðu árið 2004:
„Við lokum okkar búðum
ef horfið verður frá opinberri
verðlagningu,“ svo mörg voru
þau orð.
Mikill árangur
Samkvæmt opinberum tölum
hefur þetta fyrirkomulag skilað
tveimur milljörðum árlega í
lægra verði til neytenda og einum
milljarði til bænda,eða yfir þrjátíu
milljörðum á tíu árum. Á sama
tíma hefur ríkisstuðningur í formi
beingreiðslna til bænda minnkað
um 30% á lítra. Spurn eftir
mjólkurvörum hefur aldrei verið
meiri enda eru þær nú á tiltölulega
lágu verði miðað við annað. Þetta
er sannarlega mikill árangur af
þeirri samfélagslegu tilraun sem
Alþingi innleiddi árið 2004.
Þetta mun skýrast enn betur
þegar Hagfræðistofnun Háskóla
Íslands skilar landbúnaðarráðherra
skýrslu sinni en ráðherra fól
stofnuninni að fara yfir árangurinn
af þessu opinbera kerfi. Enn fremur
hefur ráðherra nú ákveðið að skipa
nefnd þar sem alþingismenn
stjórnar og stjórnarandstöðu fara
yfir lagarammann og meta hvernig
til hefur tekist, hvort lögin eru á
vetur setjandi eða hvort þurfi að
breyta þeim eða fella þau úr gildi.
Kastljósið forkastanlegt
Eitt sinn áttum við hlutlaust RÚV,
sem fjallaði um og rannsakaði
mál og leiddi saman deiluaðila.
Ekki efast ég um að innan RÚV
sé þessu enn þannig varið, á
einhverjum stöðvum eða ég vona
það. Hitt hefur mér komið á óvart
hvernig Kastljósið hefur gengið
inn í MS-málið og reyndar fleiri
mál af nokkurri forstokkun og sem
dómari.
Ólafur Magnússon sem rak
Mjólku l með Vífilfelli sat einn í
Kastljósi daginn sem úrskurðurinn
féll og fór mikinn og lét dæluna
ganga yfir mállausan spyrilinn.
Einar Sigurðsson, forstjóri MS, sat
í sömu sporum tveimur kvöldum
síðar og nú var spyrillinn kominn
með málið sem betur fer. Sama
gilti svo þegar Sigurður Ingi
Jóhannsson landbúnaðarráðherra
kom fram kvöldi síðar.
Lögfræðingurinn féll á prófinu
Svo kom stóra Kastljósið þar
sem Jóhannes Kristjánsson,
ekki eftirherma, leiddi fram
tvo erkióvini laganna frá 2004
og Mjólkursamsölunnar, annar
þeirra er frægur mjólkurfræðingur
og neytendafrömuður en hinn
lögfræðingur og þar skorti víst ekki
stóru orðin er mér sagt. En guð var
mér svo meinlaus og góður að undir
þessu Kastljósi svaf ég svefni hinna
réttlátu. Þeir sem vöktu sögðu mér
að spyrillinn og viðhlæjendur hans
hafi sest í dómarasæti.
Lögfræðingurinn vildi
taka Mjólkursamsöluna og
uppræta hana af markaði en
neytendafrömuðurinn hvatti fólk
til að sniðganga mjólkurvörur og
hefja trumbuslátt. Hvað með það
grundvallaratriði í lögfræði að
enginn sé sekur fyrr en sekt hans sé
sönnuð? Þessi lögfræðingur missti
prófið í beinni útsendingu.
Nú hefur komið upp enn
skrýtnara mál, eða Kastljósslekinn
svokallaði. Kastljósið virðist hafa
sameinast Samkeppniseftirlitinu og
segir frá kæru áður en sakborningar
fá fréttirnar. Ekki sýnist þá vera
knýjandi þörf á frekari sameiningu
eftirlitsstofnana. Já, það er margt
skrýtið í kýrhausnum.
Guðni Ágústsson, framkvæmdastjóri SAM:
Margt skrýtið í kýrhausnum
Gullmerki LSE, sem er næst-
æðsta sæmdarviðurkenning
Lands samtaka skógareigenda,
var veitt í fyrsta sinn á árshátíð
skógareigenda nú á dögunum.
Viðurkenninguna hlaut Edda
Björnsdóttir, fyrrverandi for-
maður landssamtakanna.
Edda hefur unnið mikið og
óeigingjarnt starf fyrir samtökin frá
stofnun þeirra 1997 til ársins 2013,
eða í sextán ár.
Á aðalfundinum færði stjórn LSE
og skógarbændur um allt land henni
þakkir fyrir allt sem hún hefur lagt
af mörkum skógræktinni til heilla.
Skógarganga og árshátíð
skógareigenda
Aðalfundurinn var að þessu sinni
haldinn norðan heiða, í Miðgarði
í Skagafirði, og að honum
loknum bauð Félag skógarbænda
á Norðurlandi í skógargöngu í
Reykjahólskóg undir leiðsögn
Rúnars Ísleifssonar, nýráðins
skógarvarðar á Norðurlandi.
Í skóginum eru góðar gönguleiðir
og útsýnisskífa efst á hólnum
þar sem útsýni er mjög gott til
allra átta. Þegar upp á hólinn var
komið tók Rögnvaldur Ólafsson
frá Flugmýrarhvammi við og sagði
frá örnefnum og lét skemmtilegar
sögur fylgja með úr sveitinni. Þegar
niður kom tók stjórn félagsins á móti
gestum með ljúfum veitingum og
góðum gjöfum.
Að lokum var blásið til árshátíðar
skógareigenda. Skemmtunin hófst
með fordrykk og góðu spjalli eftir
skemmtilega göngu. Matur var
svo á borð borinn, veislustjóri var
Bjarni Maronsson og Kammerkór
Skagafjarðar skemmti veislugestum
ásamt því að gullmerki LSE var veitt
í fyrsta sinn.
Kraftmeiri skógar
Lokaráðstefna Kraftmeiri
skóga var haldin í Miðgarði í
Skagafirði í tengslum við aðalfund
LSE. Kraftmeiri skógur er
yfirfærsluverkefni í samstarfi við
fimm aðila frá þremur löndum, með
það að markmiði að ná til sem flestra
skógareigenda á Íslandi með fræðslu.
Björgvin Eggertsson, LbhÍ, flutti
samantekt verkefnisins frá upphafi til
loka. Þátttakendur sögðu frá upplifun
sinni af verkefninu og farið var yfir
hvaða áhrif verkefnið hafði á LSE.
Samstarfsaðilar fluttu fróðleg
erindi á ráðstefnunni. M.a flutti
Marianne Eriksson, frá félagi
skógareigenda í Svíþjóð, erindi
um Kraftmeiri skóga í Svíþjóð og
kennslufræði. Marianne Lyhne,
frá Landbúnaðarháskólanum í
Kaupmannahöfn, flutti erindi
um framtíð skógræktar á Íslandi.
Guðríður Helgadóttir, forstöðumaður
starfs- og endurmenntunardeildar
LbhÍ, fjallaði um mikilvægi fræðslu
fyrir skógarbændur. /MÞÞ
Jóhann Gísli Jóhannsson á Breiðavaði, núverandi formaður Landssamtaka
skógarbænda, veitti Eddu Björnsdóttur, fyrrverandi formanni samtakanna,
gullorðu LSE fyrir mikið og óeigingjarnt starf í þágu samtakanna, en hún
var formaður þeirra í alls 16 ár. Myndir / Helga Bergsdóttir.
Landssamtök skógareigenda:
Edda Björnsdóttir hlaut gullmerki
LSE fyrir óeigingjarnt starf
Edda Björnsdóttir í ræðustól.