Bændablaðið - 23.10.2014, Side 21

Bændablaðið - 23.10.2014, Side 21
21Bændablaðið | Fimmtudagur 23. október 2014 Egilsholti 1, 310 Borgarnesi Afgreiðsla, sími 430 5500 Opið virka daga 8-18 www.kb.is, margret@kb.is 4.400kr, 50stk 1.320kr, 20stk í héraði hjá þér Fóðurblandan Korngörðum 12 104 Reykjavík Sími 570 9800 Fax 570 9801 fodur@fodur.is www.fodur.is Búfénaður skal ávallt hafa aðgang að saltsteini FB Selfossi sími 570 9840 : FB Hvolsvelli sími 570 9850 : FB Egilsstöðum sími 570 9860 Herdís Gunnarsdóttir. Heilbrigðisstofnun Suðurlands: Nýr forstjóri Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur skipað Herdísi Gunnarsdóttur forstjóra nýrrar Heilbrigðisstofnunar Suðurlands sem tekur til starfa 1. október næstkomandi. Herdís var valin úr hópi tíu umsækjenda. Ný Heilbrigðisstofnun Suðurlands verður til við sameiningu heilbrigðisstofnananna á Selfossi, Höfn og í Vestmannaeyjum. Herdís er fædd í Reykjavík 1968. Eiginmaður hennar er Guðmundur Örn Guðjónsson, aðalvarðstjóri hjá Ríkislögreglustjóra, en hann starfar nú sem yfirmaður öryggismála hjá Stjórnarráðinu. Þau eiga þrjá drengi. Bæjarráð Norðurþings fékk til umsagnar tillögu Íslandsspósts sem Póst- og fjarskiptastofnun hafði sent sveitarfélaginu og lýtur að skerðingu á þjónustu. Fram kemur í tillögunni að fyrirhuguð er fækkun dreifingardaga í dreifðari byggðum landsins og fellur m.a. Raufarhöfn og Kópasker undir þá skilgreiningu Íslandspósts. Bæjarráð tekur í bókun undir áhyggjur Íslandspósts um ástand vega í sveitarfélaginu en leggst alfarið gegn skerðingu á póstþjónustu í dreifðum byggðum Norðurþings. Bæjarráð Norðurþings: Mótmælir skertri póstþjónustu Byggðarráð Húnaþings vestra gerði á dögunum alvarlegar athugasemdir við að framlag til dreifnáms á Hvammstanga væri fellt niður í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2015 sem lagt var fram á Alþingi nýverið. Skýringar hafa nú komið frá mennta- og menningar mála- ráðuneytinu um að framlagið verði veitt árið 2015 eins og gert er ráð fyrir í sóknaráætlun. Í frumvarpi til fjárlaga 2015 er tímabundin fjárveiting vegna framhaldsdeildar á Hvammstanga felld niður af viðfangi 02-319 1.11 Sameiginleg þjónusta. Um er að ræða hluta af heildarframlagi til deildarinnar, þ.e. 3,4 m.kr. af 6,2 m.kr. framlagi sem gert er ráð fyrir til deildarinnar á yfirstandandi ári. Í fjárlögum 2014 var veitt 25 m.kr. framlag til að styrkja framhaldsdeildir á landsbyggðinni og er gert ráð fyrir að það sem upp á vanti vegna framlags til framhaldsdeildar á Hvammstanga verði tekið af því fé á næsta ári. Á fundi sveitarstjórnar með þingmönnum kom fram einarður vilji allra að fjármögnun dreifnáms í sveitarfélaginu verði tryggð til næstu fimm ára og hún sérgreind á fjárlögum. Sagt er frá þessu á vef Húnaþings vestra. Hvammstangi: Framlag til dreif- náms verði tryggt

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.