Bændablaðið - 23.10.2014, Page 23
23Bændablaðið | Fimmtudagur 23. október 2014
lambsins í þriðja sæti úr hópi mislitu
lambanna en móðurfaðir lambsins er
Lóði 00-871.
Efstur allra var lamb númer 75
frá Birni á Melum
Efsta sætið fyrir sýninguna alla
skipaði lamb 75 hjá Birni Torfasyni
á Melum í Árneshreppi eins og flestir
hafa líklega ráðið þegar af texta.
Fyrir sýninguna í syðra varnarhólfinu
kom toppsætið hins vegar í hlut
lambs 51 hjá Guðmundi Eggertssyni
í Skálholtsvík.
Sýningin var fjölsótt og var á allan
hátt sauðfjárræktinni á Ströndum
til verulegs sóma. Hún staðfesti
líkt og margt annað þann frábæra
árangur sem þar hefur náðst með
áratuga hnitmiðuðu og markvissu
ræktunarstarfi í sauðfjárræktinni.
Vonandi verður á komandi árum efnt
til hliðstæðra sýninga á þessu svæði.
Sérstök ástæða er til að hvetja
alla áhugamenn um ræktun á
kollóttu fé til að fylgjast vel með
slíku sýningahaldi á næstu árum.
Þarna skapast einstakt tækifæri
til að sjá á einum stað blómann af
kollótta fénu hér á landi á einum stað
auk glæsi-einstaklinga með önnur
útlitseinkenni.
/Jón Viðar Jónmundsson
Fjáreigendur í Bæjarhreppi halda í glæsigripi sína á sýningu í Bæ 2. Fremstir
eru Þórarinn í Bæ 1 og Máni á Valdasteinsstöðum.
Tvær gamalreyndar kempur úr hópi sauðfjárbænda á Ströndum, Guðbrandur
Sverrisson á Bassastöðum og Georg Jón Jónsson á Kjörseyri, bera saman
bækur sínar.
Hannes á Kolbeinsá og Þorsteinn á Finnbogastöðum með áhyggjur heimsins
á herðum sér en Björn á Melum sallarólegur og sigurviss.
Austurvegur 69 - 800 Selfoss Lónsbakki - 601 Akureyri 700 - Egilsstaðir Sími 480 0400 jotunn@jotunn.is www.jotunn.is
Þarft þú að breyta eða byggja nýtt?
Mikið úrval innréttinga, steinbita, flórskafa, básadýna og drykkjartroga á hagstæðu verði
Beerepoot hágæða hollenskar
milligerðir, átgrindur og dýnur.
Fjölbreytt úrval flórskafa og
sköfuróbotta frá GEA
Úrval rafrdifinna hræra og dæla fyrir
haughús, fortanka og mykju tanka
frá ýmsum framleiðendum
Steinbitar og forsteyptar
einingar frá De Boer Betong