Bændablaðið - 23.10.2014, Síða 29

Bændablaðið - 23.10.2014, Síða 29
29Bændablaðið | Fimmtudagur 23. október 2014 Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 29. október kl. 13.00 í salnum Kviku, Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 1. hæð. Dagskrá: 1. Fundarsetning 2. Kosning fundarstjóra og fundarritara 3. Sóknarfæri íslenskra landbúnaðarvara á innlendum og erlendum mörkuðum 4. Aðalfundarstörf Að fundi loknum verða léttar veitingar í boði Samtaka iðnaðarins. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku með því að senda tölvupóst á netfangið ragnheidur@si.is Aðalfundur Samtaka mjólkur- og kjötvinnslu- fyrirtækja 2014 verðlagsnefndar búvara. Nú er til dæmis liðið eitt ár og einn mánuður frá því Mjólkursamsalan hefur hreyft afurðaverð vegna þess að verðlagsnefnd er ekki að störfum um þessar mundir. Samt er félagið að taka á sig verðlagshækkanir á hverjum degi.“ Margs konar stýring í gangi „Annað slagið koma upp hugmyndir um að breyta fyrirkomulaginu, leggja af opinbera verðlagningu og afnema heimild fyrirtækjanna til að starfa saman og koma saman fram á markaði. Þá þyrftu 650 einyrkjar í bændastétt að semja sjálfir við vinnslufyrirtæki og þau að keppa innbyrðis um hylli smásölufyrirtækja. Ég held að það sé hægt að færa gild rök fyrir því að slík breyting myndi ekki bæta hag neytenda og bænda. Í öllum löndum sem við miðum okkur við er einhvers konar kerfi sem stýrir mjólkurframleiðslunni. Í Evrópu hefur verið kvótakerfi á framleiðslunni og sektum beitt ef bændur framleiða umfram kvóta. Þar notar ESB og einstök ríki inngripsverð til að tryggja lágmarksverð á mjólk. Í Bandaríkjunum fá bændur fast verð fyrir mjólkina en verðlagning á henni til framleiðenda fer eftir því hvað þeir ætla að búa til úr henni. Þeir sem framleiða osta fá hana á lægsta verðinu en þeir sem framleiða drykkjarmjólk borga mest fyrir hana. Svipað fyrirkomulag er einnig í Kanada, Noregi og Japan. Íslendingar eru því síður en svo einir um að hafa einhvers konar stýrikerfi í kringum mjólkurframleiðslu í landinu. Þvert á móti höfum við í gegnum tíðina notað ýmis kerfi skyld þeim sem aðrir hafa beitt. Kerfið sem við höfum núna er sennilega það einfaldasta,“ segir Einar. Ekki samdráttur í sölu Einar segir að þrátt fyrir mikla umræðu um fyrirtækið í kjölfar niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins hafi ekki orðið samdráttur í sölu á vörum MS. „Neytendur kunna augljóslega að meta gæði mjólkurafurða og vöruúrval. Stóru tíðindin hvað sölu varðar síðustu misserin er aukning í sölu á fituríkari afurðum. Sú aukning hefur haldið áfram. Neysluvenjur fólks eru greinilega að breytast og það er að kaupa meira af ostum, nýmjólk, smjöri og rjóma og annarri grunnvöru. Þetta heldur áfram. Við sjáum líka mjög sterka eftirspurn eftir próteinríkum vörum á borð við skyr. Við gerum ráð fyrir því að breytingar á næstu misserum muni fyrst og fremst koma fram í áherslu á minni sykur í mjólkurvörum og vöruþróun MS tekur mið af því.“ Innflutningur á mjólkurvörum kæmi niður á bændum Þegar Einar er spurður hvaða áhrif það mundi hafa á starfsemi MS ef innflutningur á matvælum, þar á meðal mjólkurvörum, yrði gefin frjáls segir hann að slíkt myndi fyrst og fremst koma niður á kúabændum. „Ég veit reyndar ekki um neitt land sem hefur afnumið tolla af innfluttri vöru einhliða þannig að innflutningur á mjólkurvörum yrði örugglega háður einhvers konar gagnkvæmum samningum. Ef tollar yrðu afnumdir kæmu áhrifin fyrst fram á framleiðslu á osti, smjöri og mjólkurdufti og í dag fer milli 50 og 60% af allri mjólk hérlendis í slíka framleiðslu. Væru tollar afnumdir einhliða myndi fjöldi bænda flosna upp og verða eignalausir og einungis stærstu og best reknu búin lifa af og verksmiðjubúskapur aukast líkt og er að gerast víða í Evrópu. Þrátt fyrir að MS sé stórt fyrirtæki á íslenskan mælikvarða en það lítið miðað við mörg fyrirtæki í sams konar rekstri í nágrannalöndunum. Arla í Danmörku og Tine í Noregi eru með um 80–95% markaðshlutdeild eftir vörumörkuðum. Þessi fyrirtæki eru margfalt stærri en MS og ef við afnemum tolla einhliða yrðu fyrirtæki af þessari stærð íslenskum bændum þung í skauti.“ Eftirlitsstofnunum getur skjöplast „Í ákvæðum samkeppnislaga um markaðsráðandi stöðu og misbeitingu á henni er ekkert sem leiðbeinir um hvað það er að vera markaðsráðandi og hvaða háttsemi og í hvaða mæli er ólögleg. Lögin eru mjög opin og til að geta túlkað þau í hverju tilviki og sannreynt brot þurfa samkeppnisyfirvöld að fara í gegnum mikla vinnu við að skilgreina. Hver er markaðurinn? Hvað var gert? Hver voru áhrifin af því? Að okkar mati hefur Samkeppniseftirlitinu mistekist þetta. Samkeppniseftirlitið hefur án efa gert margt gott. Mjólkursamsalan hefur margoft að fyrra bragði leitað til Samkeppniseftirlitsins um leiðbeiningar vegna mála til þess að vera fullviss um að hún feti sig áfram með réttum hætti. Það er svona svipað eins og þú stöðvir lögregluþjón til að fullvissa þig um að þú megir aka tiltekinn vegaspotta. Munurinn er bara sá að lögregluþjónninn styðst við skýr umferðarlög og á auðvelt með að leiðbeina þér, en samkeppnisyfirvöld eiginlega geta ekki eða vilja ekki veita slíkar leiðbeiningar.“ Einar þvertekur fyrir að MS hafi vitað að óvissa gæti ríkt varðandi fyrirkomulag á verðlagningu í skilmálalausum viðskiptum með mjólk annars vegar og miðlun á mjólk í framleiðslusamstarfi hins vegar. „Þetta er eitt af því sem við höfum aldrei leitað til Samkeppniseftirlitsins með og töldum aldrei á gráu svæði enda skýrt í búvörulögum. Í 71. grein búvörulaganna segir að fyrirtæki sem eru undir þessum lagaramma og lúta opinberri verðlagningu af því tagi sem við gerum megi vinna saman og deila kjörum. Það hefur einfaldlega aldrei annað hvarflað að okkur en að fyrirkomulag á samstarfi MS og KS hafi verið í fullu samræmi við búvörulögin.“ Lækkun kostnaðar og raunverðs til neytenda „Mjólkursamsölunni og KS er skylt að sækja mjólk á alla bæi á landinu, hvar sem þeir eru, svo lengi sem þeir framleiða ákveðið lágmarksmagn. Á hverju ári eru farnar um 80 þúsund ferðir heim á sveitabæi til að sækja mjólk. Þessi söfnun, mjólkurkaupin og birgðastýringin sem þessu fylgir er langdýrasti þátturinn í rekstri MS. Dreifing afurða um landið er einnig dýr en hún er lögum samkvæmt á sama verði til smásala hvort sem þeir eru staðsettir á Vestfjörðum eða í Reykjavík. Það er eðlilegt að menn taki fyrirkomulag eins og þetta til endurmats reglulega. Landbúnaðarráðherra hóf það endurmat í fyrra og brátt er að vænta skýrslu hagfræðinga sem verður grunngagn í slíku mati. Það er hins vegar óheppilegt með hvaða hætti niðurstaða Samkeppniseftirlitsins hefur blandast í þessa umræðu. Í fyrsta lagi teljum við þessa niðurstöðu ranga. Eftirlitið hefur sjálft tekið þátt í pólitískri baráttu gegn búvörulagarammanum í um áratug. Það hefur ekki skilað árangri og þá kom þessi niðurstaða. Nú bíðum við niðurstöðu áfrýjunar málsins. En svona mál má ekki verða meginatriðið í umræðu um búvörulögin, sem fyrst og fremst varða hagsmuni neytenda og bænda. Hugmyndin að baki því að veita öllum fyrirtækjum í mjólkuriðnaði undanþágu frá samkeppnislögum hvað samstarf varðar byggir á því að ábatinn af rekstrinum, með aðhaldi frá verðlagsnefnd búvöru, skili sér til bænda og neytenda. Það hefur gerst,“ segir Einar Sigurðsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar, að lokum. /VH Mjólkursamsalan (MS), sem er í eigu 650 kúabænda, hefur kært til áfrýjunarnefndar samkeppnismála niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins frá 22. september um að hún hafi misnotað markaðsráðandi stöðu. Þess er krafist að niðurstaðan verði ógilt og sekt felld niður á grundvelli þess að þessi niðurstaða byggi á nýrri og fordæmalausri túlkun á búvörulögum. Auk þess telur MS að stórfelldir annmarkar séu á málsmeðferð sem ættu að verða til niðurfellingar málsins. Ella setji niðurstaða eftirlitsins samstarf um kostnaðarlækkun í mjólkuriðnaði í uppnám. Stuðla að bættum hag neytenda og bænda MS telur að málflutningur Samkeppniseftirlitsins, um að félagið hafi veitt fyrirtækjum mismunandi viðskiptakjör í sams konar viðskiptum, byggi á grundvallarmisskilningi um eðli þessara viðskipta. Eftirlitið leggur að jöfnu mjög ólík viðskipti. Annars vegar sölu MS á mjólk til fyrirtækis sem hefur frjálsar hendur um í hvaða afurðir hún er sett og hins vegar miðlun á mjólk til samstarfsfyrirtækja MS sem hafa fallist á að framleiða einungis vörur sem gefa minna af sér. Þeim er bætt það upp með því að miðla til þeirra takmörkuðu magni mjólkur á innvigtunarverði bænda. Þetta fyrirkomulag var viðhaft til að hægt væri að einfalda vinnslukerfi og lækka kostnað í vinnslu afurða. Ábata af því er skilað til neytenda og til bænda gegnum ákvarðanir verðlagsnefndar búvöru. MS telur að þetta sé í raun kjarni málsins og að þetta samstarf sé að öllu leyti lögmætt samkvæmt 71. gr. búvörulaga. Andi og markmið þeirra laga var að stuðla að bættum hag neytenda og bænda. MS telur að verulega skorti á að málið hafi verið rannsakað þannig að unnt hefði verið að taka upplýsta og rétta ákvörðun. Engin tilraun sé gerð af hálfu Samkeppniseftirlitsins til að rannsaka rekstur þess fyrirtækis eða þeirra fyrirtækja, sem verðmismunun MS átti að hafa beinst að. Ekkert mat er lagt á möguleg áhrif þessarar meintu verðmismunar. Ekki er leitað neinna upplýsinga frá aðilum sem beina aðild áttu að málinu, t.d. Kaupfélagi Skagfirðinga og Vífilfelli hf., sem var helmingshluthafi í Mjólku. Þá hafi eftirlitið í umfjöllun sinni slegið saman tveimur fyrirtækjum, sem komu fram undir vörumerki Mjólku á árinu 2009. Loks bendir MS á að Samkeppniseftirlitið hafi ekki gætt að andmælarétti fyrirtækisins, sem skipti miklu máli þegar um svo íþyngjandi ákvörðun er að ræða sem vegur að hag félagsins og bændanna sem eiga það. Skortur á markaðsgreiningu MS bendir einnig á í kæru sinni að Samkeppniseftirlitið hafi vanrækt að skilgreina rétt og með rökstuddum hætti þá markaði sem fyrirtæki í málinu störfuðu á. Þetta sé grundvallaratriði þegar taka þurfi afstöðu til þess hvort markaðsráðandi staða hafi verið fyrir hendi og að slík staða hafi verið misnotuð. Fyrirtækið minnir á nýfallinn dóm Hæstaréttar í máli annars fyrirtækis sem Samkeppniseftirlitið hafði fellt á 260 milljóna króna sekt fyrir misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Þar hafi sams konar skortur á markaðsgreiningu orðið til þess að málatilbúnaði eftirlitsins var hafnað af héraðsdómi og Hæstarétti. Óskað eftir munnlegum málflutningi MS telur að komi ekki til ógildingar hinnar kærðu ákvörðunar þá sé í uppnámi samstarf afurðastöðva um að lækka framleiðslukostnað til ábata fyrir neytendur og bændur. MS telur að málið sé svo umfangsmikið og hagsmunir svo verulegir að óskað hefur verið eftir munnlegum málflutningi fyrir áfrýjunarnefnd samkeppnismála. Mjólkursamsalan kærir niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.