Bændablaðið - 23.10.2014, Blaðsíða 45
45Bændablaðið | Fimmtudagur 23. október 2014
Í Alnwick-skrúðgarðinum í
norðanverðu Englandi, skammt
frá landamærum Skotlands, er
fjöldinn allur af fallegum og
merkilegum plöntum.
Ríflega 100 af plöntunum í
garðinum eiga það sammerkt að
vera eitraðar og margar hverjar
banvænar. Þegar núverandi eigandi
garðsins tók við honum árið 1995
var garðurinn í mikilli niðurníðslu
og lítt merkilegur á að líta. Þegar
garðurinn var endurhannaður var
ákveðið að gera hann öðruvísi
en aðra garða og í hann safnað
fjölda eitraðra plantna til sýnis.
Í dag heimsækja um 600 þúsund
gestir garðinn á ári til að skoða
plönturnar.
Eitt af því sem kemur gestum
garðsins á óvart er hversu mikið
af algengum garð- og pottaplöntum
eru eitraðar og eiga sér vafasama
sögu. /VH
Alnwick-skrúðgarðurinn í norðanverðu Englandi er með mikinn fjölda af eitruðum jurtum.
Eitraðasti garður í heimi
Wikimedia commons/NJR ZA
tilheyrandi uppbyggingu. Þannig
er fjöldi auðmanna í Afríku talinn
í dag í tugum þúsunda og fjöldi
millistéttarfólks, fólks með fasta
atvinnu, aukist verulega. Talið er
að til þessa hóps heyri í dag um
150 milljónir manna. Þetta milli-
stéttarfólk er einmitt fólkið sem
dregur vöxtinn áfram þar sem
neysluhegðun þess breytist og færist
yfir í meira unnar vörur, kælivörur
o.fl. Til viðbótar þessu fólki telur
Alþjóðabankinn að um 180 milljónir
íbúa Afríku séu á mörkum þess að
flokkast sem millistéttarfólk og muni
færast í þann hóp á komandi árum.
Þetta fólk býr mikið til í borgum og
bæjum og eru því neytendur vara en
í dag er talið að um 40% íbúa Afríku
búi í borgum og bæjum en að innan
15 ára verði þetta hlutfall komið í um
50%! Um 60% íbúa heimsálfunnar
búa þó enn við afar bág kjör sem er
auðvitað ótækt, sérstaklega ef horft er
til þess að Sameinuðu þjóðirnar spá
því að íbúum heimsins fjölgi um tvo
milljarða til ársins 2050, þar af um
einn milljarð í Afríku einni.
Gnótt auðlinda
Í Afríku er gnótt náttúruauðlinda
og má þar nefna olíu í Nígeríu og
demanta í Angóla svo dæmi séu tekin.
En hátt heimsmarkaðsverð ýmissa
vara síðustu misserin hefur eflt
vinnslu annarra náttúrulegra auðlinda
s.s. á kakói og pálmaolíu. Jafnvel þó
svo að alls óvíst sé hvort hærra verð
á heimsmörkuðum hafi skilað sér alla
leið til afrískra bænda þá er ljóst að
hátt heimsmarkaðsverð hefur skilað
sér í auði í Afríku, sem vænta má að
hafi ruðningsáhrif út frá sér.
Ónýtt landbúnaðartækifæri
Sé horft sérstaklega til land-
búnaðarins í Afríku þá hafa orðið
miklar breytingar á örfáum árum
samhliða öflugu hjálparstarfi,
kennslu, ráðgjöf og uppbyggingu
innviða landbúnaðarkerfisins. Það
er þó mikill munur á milli einstakra
landa og því erfitt, eins og áður segir,
að setja öll lönd Afríku undir einn
hatt. Eitt mesta vandamálið er að fá
heimamenn til þess að hugsa með
annars konar hætti en hefð er fyrir.
Þetta á sér í lagi við um eignarrétt.
Margt fólk er alið upp við það að lifa
í og með náttúrunni og taka sér til
handargagns það sem hendi er næst
fyrir sig og sína. Að fá fólk til þess að
standast freistingu þess að hnupla eða
aðstoða aðra við slíkt er nokkuð sem
unnið er markvisst að þegar alþjóðleg
fyrirtæki koma inn á markaðinn. Þá er
enn einnig mikill munur á milli landa
hvað varðar spillingu og virðist það
vera helsti farartálminn fyrir þróun
landbúnaðarins í heimsálfunni. Laun
verkafólks í landbúnaði í Afríku eru
afar lág og því er freistandi fyrir
marga að taka við peningum aukalega
og e.t.v. gera eitthvað sem er ekki rétt.
Þessu lentu t.d. fyrirtæki í sem reyndu
fyrir sér með maísræktun í Úganda.
Þau lentu ítrekað í hrakföllum með
framleiðsluna, s.s. þjófnuðum, bruna
o.fl. þar til þeim hugnaðist að ráða
heimamenn í gæslu akranna, þá fór
að ganga vel.
Helmingur alls vannýtts
landbúnaðarlands
Eitt allra mesta tækifærið í
landbúnaði Afríku felst í jörðinni. Í
dag er talið að þar séu 450 milljónir
hektara landbúnaðarlands sem ekki
er enn numið og er það talið um
50–60% þess landbúnaðarlands
heimsins sem ekki hefur verið nýtt
nú þegar. Þá eru uppskerutölur, frá
þeim landsvæðum sem eru í notkun,
sláandi lágar sem bendir einnig til
verulegra tækifæra í ræktun. Raunar
metur Alþjóðabankinn það svo að
lausnin á því að metta íbúa heimsins
í framtíðinni felist í því að nýta
landbúnaðarlandið í Afríku betur,
en fullyrt er að framleiðslustaða
landbúnaðarlandsins í Afríku sé að
jafnaði á svipuðum stað og var í
Brasilíu fyrir 25 árum.
Af framansögðu má ljóst vera að á
næstu árum og áratugum muni Afríka,
ef fram fer sem horfir, auka verulega
landbúnað sinn og framleiðslu
landbúnaðarvara. Þessi heimsálfa
mun jafnframt draga til sín mikið
magn landbúnaðarvara frá öðrum
heimsálfum, enda langur vegur frá
að landbúnaðurinn í Afríku sé nógu
langt á veg kominn að geta mætt hratt
vaxandi neysluþörf íbúanna í þessari
áhugaverðu heimsálfu. Hver veit
nema að þarna leynist því áhugaverð
tækifæri fyrir framsækinn íslenskan
landbúnað!
Heimildir úr ýmsum áttum!
Snorri Sigurðsson
sns@vfl.dk
Nautgriparæktarsviði
Þekkingarsetri landbúnaðarins í
Danmörku